Nýr maður

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Steini
Villigerill
Posts: 7
Joined: 11. Jan 2010 22:29

Nýr maður

Post by Steini »

Komið þið sælir allir,

Þorsteinn heiti ég og er búinn að vera að drekka í mig fróðleikinn sem er að finna á þessari síðu. Frábær vettvangur fyrir mann eins og mig sem ekkert veit og ekkert kann í bjórgerð. Vonast til að geta lagt í eitthvað innan skamms.

Kv,
Steini
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr maður

Post by sigurdur »

Sæll Steini og vertu velkominn.
Vertu bara duglegur að lesa þig til, jafnvel skoða myndbönd og spyrja.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Nýr maður

Post by valurkris »

Vertu velkomin á þetta skemmtilega samfélag
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Nýr maður

Post by kristfin »

velkominn.

bara spyrja ef það er eitthvað.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Steini
Villigerill
Posts: 7
Joined: 11. Jan 2010 22:29

Re: Nýr maður

Post by Steini »

Þakka góðar móttökur félagar,

Er að byrja á að koma mér upp nauðsynlegasta búnaði og ef einhver á eitthvað sem er búinn að uppfæra hjá sér, þá má hafa samband.
Annars fannst mér algjört lágmark að skrá mig hér á síðuna fyrst svo mikið af frábærum upplýsingum er að finna hérna.

Kv,
Steini
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Nýr maður

Post by kristfin »

passaðu bara að tapa þér ekki í tækjunum.

það er hægt að brugga allgrain með dótinu sem þú átt eldhússkápnum. koma fyrsta batchi af stað áður en maður tapar því.

agalegt þegar maður horfir uppá að það er aldrei hægt að brugga fyrstu bruggun því það er alltaf verið að bíða eða smíða :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýr maður

Post by Eyvindur »

+1

Margir mikla þetta líka fyrir sér vegna tækjakostar, en í raun þarf ekki neitt, ef maður er tilbúinn að byrja á litlum skömmtum. Og fyrir stærri skammta getur verið nóg að vera bara með stóran pott (eða meskiker og skipta suðunni í fleiri en einn hluta). Það er miklu sniðugra að sníða bruggferlið að sínum aðstæðum en að vera að ásælast einhverjar græjur sem gæti tekið óratíma að koma sér upp, bara af því að maður sá á netinu að þetta eða hitt væri voða fínt. Ef þú kynnir þér aðeins ferlið og sérð hvað skiptir máli (síun, skolun, hiti, o.s.frv.) og hvað er aukaatriði ertu fljótur að átta þig á því hvernig þú getur nýtt það sem þú hefur aðgang að, hvernig þú getur orðið þér úti um það sem þig vantar án þess að það kosti þig mikið, og hvernig þú getur lagað ferlið að þínu plássi og tíma. Það er um að gera að vera duglegur að spyrja, og bara drífa sig af stað. Gera lítinn skammt með potti og poka, bara til að komast í gang ef þig vantar eitthvað upp á stærri skammta. Þú getur örugglega sníkt smáræði af korni hjá einhverjum, svona rétt til að prófa mini-skammt. 10l málningarfata væri fín í gerjun á svoleiðis.

Hvað um það, ég gæti haldið mjög lengi áfram, en þú skilur hvað ég er að fara. Fikta, prófa, láta ekkert stöðva sig. Það er það sem þetta snýst um.

Velkominn!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
atlipall
Villigerill
Posts: 23
Joined: 15. Dec 2009 20:53

Re: Nýr maður

Post by atlipall »

Ég er að gera ca 4L skammta, þurfti ekkert að kaupa nema flotvog, hitamæli og sauma mér stórann tepoka úr nælonefni. Kostar lítið, tekur ekki langann tíma og er stórskemtilegt.
Steini
Villigerill
Posts: 7
Joined: 11. Jan 2010 22:29

Re: Nýr maður

Post by Steini »

Held spurningum mínum áfram í rétta spjallinu,
Takk fyrir góðar móttökur drengir mínir.

Kv,
Steini
Post Reply