Search found 15 matches

by Salvar
21. Aug 2009 20:29
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Byrjendanámskeið?
Replies: 48
Views: 21733

Re: Byrjendanámskeið?

Þetta hljómar glæsilega, en eins og venjulega koma örlögin og skemma fyrir. Var kallaður út á vakt á sunnudaginn vegna veikinda, og verð því að afboða.

Frekar kaldhæðnislegt þar sem ég startaði nú þessum þræði, en ég verð bara að koma næst. Góða skemmtun, þið sem mætið.
by Salvar
19. Aug 2009 14:10
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Byrjendanámskeið?
Replies: 48
Views: 21733

Re: Byrjendanámskeið?

Hljómar mjög vel, vona bara að ég verði ekki of þunnur eftir menningarnæturfjör.
by Salvar
5. Aug 2009 15:31
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Pöntun 2
Replies: 164
Views: 93630

Re: Pöntun 2

Er eitthvað að frétta af þessu? Hef mikinn áhuga á að fljóta með í pöntun á einhverju sniðugu fyrir fyrsta brugg.
by Salvar
5. Aug 2009 15:25
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Pöntunarhittingur segirðu, líst vel á það.

Held það sé búið að hræða mig endanlega frá því að fara út í Ámukitt, og ég legg ekki í all-grain strax, þannig að þá er bara pöntun á extracti og humlum eftir. Hvernig fer pöntunarhittingur fram?
by Salvar
4. Aug 2009 18:42
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Ég var einmitt að koma úr Heiðrúnu með bland í poka. Náði í Weihenstephaner Hefe Weissbier, Skjálfta, Móra og Leffe. Verður gott að gæða sér á þessu á eftir.
by Salvar
4. Aug 2009 14:00
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Já, ég hefði kannski betur útskýrt forsendupælingarnar hjá mér, en þær koma eiginlega fram í svarinu þínu. Ég á rosalega erfitt með að segja "Ég vil brugga svona bjór" því ég veit í raun ekkert hvað felst í því. Það að belgískt ljósöl þarf ger frá Belgíu, hveitibjór þurfi malt frá ÖB, stea...
by Salvar
4. Aug 2009 11:03
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Þakka ábendingarnar. Vandamálið við að velja hvernig bjór ég vil brugga fyrst er að mér finnst ég varla hafa forsendur til þess þar sem ég hef aldrei smakkað heimabruggaðan bjór. Og veit enn síður hvaða hráefni gera hvaða bjór. En ef það gefur einhverja hugmynd þá er ég tiltölulega nýfarinn að hætta...
by Salvar
3. Aug 2009 22:50
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Hmm... ég hef kannski ekki alveg komið þessu rétt frá mér. Ég var aðallega að velta fyrir mér þessari setningu: "En þá samt væri betra að nota bara malt (annað hvort síróp eða korn) og sleppa for-humlaða dótinu algjörlega." Er það rétt skilið hjá mér að malt, og þá annað hvort síróp eða ko...
by Salvar
3. Aug 2009 22:37
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Þakka þér fyrir þetta mjög svo detailed svar. Ég er með nokkrar nýgræðingsspurningar í kjölfarið: Varðandi fyrri punktinn, værirðu nokkuð til í að setja saman þína ideal byrjunaruppskrift? Ég er ennþá örlítið lost á því hver nákvæmlega munurinn er á þessum mismunandi tegundum af hráefnum (for-humlað...
by Salvar
3. Aug 2009 20:29
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Byrjendanámskeið?
Replies: 48
Views: 21733

Re: Byrjendanámskeið?

Það tekur því varla að nefna að ég hef mikinn áhuga á því.
by Salvar
3. Aug 2009 16:50
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Til dæmis í fyrsta brugginu mínu, í staðinn fyrir að nota 1 kg strásykur, notaði ég 450 gr. malt extrakt (keypt í heilsuhúsinu) og 600 gr. strásykur. Svo hef ég skipt strásykri út fyrir: púðursykur, þrúgusykur, ljósan púðursykur, hunang, hrásykur og ábyggilega eitthvað fleira. Ef þér er sama þá vær...
by Salvar
3. Aug 2009 16:06
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Þakka góð viðbrögð, hlakka til að byrja á þessu.

Halldor, þegar þú talar um extract kit ertu þá með eitthvað sérstakt í huga? Vil endilega kaupa það allra... skásta.
by Salvar
3. Aug 2009 15:38
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Re: Nýgræðingur

Nei, ég meinti sjálft settið ( http://aman.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=shop.flypage&product_id=1669&category_id=233cd91465fd01a2b8dbeba47d54ad3c&option=com_phpshop&Itemid=1 ), þ.e. áhöldin og tækin. Veit ekki hvort þetta inniheldur allt sem ég þarf til að byrja...
by Salvar
3. Aug 2009 14:59
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Byrjendanámskeið?
Replies: 48
Views: 21733

Byrjendanámskeið?

Miðað við fjölda sjálfskynningarpósta í þar til gerða foruminu sýnist mér að nokkuð margir séu í svipuðum sporum og ég, þ.e. nýgræðingar sem langar að byrja að brugga bjór. Er þá ekki tilvalið fyrir einhvern vanan bruggara að halda byrjendanámskeið? Bjóða nokkrum áhugasömum til sín, fara í gegnum su...
by Salvar
3. Aug 2009 14:34
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýgræðingur
Replies: 24
Views: 26228

Nýgræðingur

Sælir. Salvar heiti ég og hef verið að velta fyrir mér bjórbruggun sem áhugamáli í nokkurn tíma. Ég er kominn nokkuð áleiðis með að lesa howtobrew.com bókina, þ.á.m. extract kaflann, og ég tel mig skilja í grófum dráttum hvernig sjálft bruggunarferlið fer fram. En hvernig ég útfæri það (og hvort ég ...