Ætla einhverjir jeppar að fara að panta að utan á næstunni? Við Hallur erum komnir með alla vega 5 ef ekki fleiri kit sem við ætlum að panta hjá Midwest. Gaman væri að slá saman ef fleiri eru að huga að þessu.
Kv. Sjónskekkja
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt
Þið ætlið ekki að nýta ykkur þjónustu Ölvisholts og fara út í All grain?
Hráefniskostnaðurinn verður mun ódýrari og þið þurfið örugglega ekki að fjárfesta í meiru en stærri pott og stóru kæliboxi og smá handavinnu?
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Jú, það stendur til að fara út í ollgrein, en við höfum því miður bara ekki aðstöðu til þess eins og stendur. Hins vegar er eins og tveir músikantar búnir að ganga í lið með okkur og annar þeirra á stóran bílskúr þar sem hægt er að hafa aðstöðu. Þetta verður þá líklega síðasta pöntun okkar af extracti í bili.
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Ég myndi ekki láta senda lifandi gerið... mjög líklegt að það skemmist á leiðinni hingað. Mikið frekar að keyra þurger...
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Við vildum gjarna hafa einhverja uppfærzlu inni í þessu öllu, en mér er spurn: Hvað þýða hugtökin ,,Propogator", ,,Activator" og ,,pitchable tube"? Hvað er mælt með að gera í sambandi við uppfærzlur?
Kveðja, Sjóndepurð
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt
Spurning þá frekar um að hafa hóphitting og allir mæta bara með þá upphæð sem þeir panta fyrir.
Svo þegar Shop USA kemur með draslið þá borgar maður þá upphæð til að fá dótið afhennt...
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Sigurjón þetta kann að koma sem sjokk en notendanafnið mitt er ekki andrimar vegna þess að kerfið styður ekki stafinn á. Ég heiti í raun einfaldlega Andri Mar. Móðir mín og faðir týmdu ekki að splæsa kommuni í mig svo af hverju ættir þú að vera svo örlátur
Það er alveg séns takandi á því að kaupa fljótandi ger. Ég hef gert það og gerið var í góðu lagi þegar það kom. Muna bara að gera góðan starter (kauptu nokkur auka pund af DME). Ekki verra að kaupa kælipakka utan um gerið svo það skemmist ekki í sumarhitanum vestra. Þetta gæti staðið í gámi í dágóða stund.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór