Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by steinar »

Sælir. Ég var að íhuga að smíða mér sjálfvirkt og stillanlegt kælikerfi fyrir gerjunarföturnar mínar. Það vill þannig til að ég er að verða kominn með bs gráðu í rafmagnsverkfæði þannig þekkingin er til staðar.

Var að velta því fyrir mér hvort menn hefðu verið að smíða eitthvað svoleiðis sjálfir. Þætti gaman að vita hvaða aðferðir þeir notuðu og hvernig það tókst til.

Mér þykir líklegt að ég búi til minn eiginn hitaskynjara, vatnskælingu (mögulega með peltier plötum) og sjálfvirkt stýrikerfi með einhverju skemmtilegu viðmóti.

Svo eitt, veit einhver hvað kælibeltin sem þeir selja í ámunni eru öflug ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by sigurdur »

Hvaða kælibelti?
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by steinar »

Æi, sá einhverntímann kælibelti til að strappa utan um tunnurnar. Var að spá hvort einhver vissi hvað þau væru öflug
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by sigurdur »

Ertu að meina hitarann til að setja utan um carboy?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by Eyvindur »

Já, það er hitabelti.

Hefurðu pælt í að gera glycol kerfi? Ég held að það sé frekar einfalt fyrir þá sem vita hvað þeir eru að gera. Það var grein um þetta í Brew Your Own, tölublaði maí/júní 2009. Því miður er sú grein ekki frí á netinu, en þú gætir kannski fengið blaðið lánað hjá einhverjum áskrifanda hér á landi - eða kannski gúgglað þetta, ef einhver skyldi hafa gert eitthvað svipað og sett á netið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by steinar »

Ef ég myndi nota þjöppu til að kæla vökvann þá myndi ég íhuga það. Hinsvegar þá leiðir vatnið varma alveg nógu vel þannig ef til vill óþarfi að nota glycol. Í augnablikinu þá er ég að skoða peltier plötur. Er akkurat núna að skoða hvað ég tapa mörgum gráðum á klst á bilinu 8 gráðum og upp í 24 við 25 stiga stofuhita til að skoða hversu öflugt kælikerfið þarf að vera til að halda hitanum á hverri gráðu fyrir sig miðavið umhverfishita.

Með 200W peltier plötu þá get ég kælt eða hitað 25 lítra um eina gráðu á 8.6 mínútum. Í kæligeymslunni minni við 12 til 19 gráður þá get ég sennilega haldið 25 lítra fötu fastri við 16 gráður með umhverfishita á bilinu 12 til 19 gráður ef mér skjáttlast ekki en það kemur í ljós mjög bráðlega.

En eins og er þá er ég að reyna komast að því hver er mesti hitastigsmunurinn sem má vera á fötu og umhverfi til þess að 200W peltier plata dugi. Ef ég kemst nákvæmlega hverjar hitasveiflurnar eru þá get ég bara valið mér peltier plötu sem dugir fyrir það range af umhverfishita.

Ef það verður of aflfregt þá færi ég mig mögulega í þjöppukerfi.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by Eyvindur »

Ísvatn getur dugað til að lagera, ef þú nennir að standa í ísveseni. Mér fannst glycoldæmið bara svo töff. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by steinar »

hehe reyndar þá gæti ég svosem tekið undir það. En spurningin er hvort það borgi sig miðavið application :P

Eins og er þá stefni ég í kælirig sem samanstendur af stýribúnaði (stýrirás með pic örgjörva sem ég forrita), lcd skjástýringu (á að sýna hitastigið sem tunnan er við hverju sinni og viðmiðshitastig sem valið er). Ætla að smíða rás til að hitamæla.

Kerfið í heildinni verður feedback kerfi þannig að peltier plöturnar annaðhvort hita eða kæla vatnskælikerfið til að halda viðmiðunarhitastiginu á meðan gerjuninni stendur.

Smíða sjálfur og etcha PCB borð heima hjá mér og búinn að færa mig alfarið í surface mount componenta þannig ég get búið til ofur smáar og þéttar rásir sem taka sama og ekkert pláss :geek:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by Eyvindur »

Af þessu sem þú skrifaðir skildi ég eftirfarandi:

hitastigið
tunnan
hita
kæla
gerjun

Sem er nokkurn veginn það sem ég var að hugsa.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hemmikall
Villigerill
Posts: 3
Joined: 2. May 2010 05:14

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by hemmikall »

ég smíðaði svipaða græju til að tengja við ísskáp sem notar opamp til að bera saman spennu yfir hitanæmt viðnám og stilliviðnáms

en það er bara stilliviðnám.... sýnir ekki hita
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by gunnarolis »

Hvað er hægt að fá peltier plöturnar stórar? Ætlaru að hafa þetta á hliðunum á tunnunni óvaranlega fest á?

Hvernig ertu að hugsa þetta eins og er?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by steinar »

Peltier plöturnar almennt séð eru littlar. Hægt er að fá 4x4 cm plötur sem eru ~100W. Ég gæti þurft að smíða til eitthvað viðmót fyrir þær á tunnurnar til þess að dreifa hitanum þó það þurfi ekki endilega að vera nauðsynlegt. En ég myndi ég þurfa heat sink og littlar viftur til að blása hita/kuldanum í burtu eftir því hvort þær séu að hita eða kæla fötuna.

Ef ég bý til þægileg viðmót þá gæti ég fest þær permanently á. Ef ekki þá gæti ég umbúið gjörð eða einhverskonar belti til að strappa utanum tunnuna (svipað og hægt er að fá í ámunni). En það á ég eftir að ákveða.

Kosturinn við svona kerfi er að þetta er nánast alveg hljóðlaust. Í mesta lagi mynda heyrast í viftunum ef plöturnar væru að erfiða ef það væri mjög mikill hitamunur á fötu og umhverfinu.

Miðavið útreikninganna hjá mér í augnablikinu þá sé ég fram á að ná að halda gerjun í 8-9 gráðum jafnvel við stofuhita (25 gráður) með 200W peltier kerfi.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by sigurdur »

Ertu eitthvað búinn að skoða Arduino?

Ég nenni persónulega ekki að vera að þvælast í PIC forritun nema ég absolutely þurfi þess (búa til VGA merki eða álíka).

Ég hef verið að lesa mig til um tilraunir manna með peltier úti í BNA. Allflestum hefur gengið illa að hanna kerfi sem að hefur getu til þess að kæla með há-watta peltier plötum. Það sem að ég sá að allir gerðu vitlaust var að;
1. Of lítið snertiflatarmál á kælihluta/hitunarhluta.
2. Of lítið flæði (loft/vökvi) um þessi tvö svæði.
Yuri_rage tók eftir því að hann var að nota allt allt of kraftmikla peltier plötu (130W), honum tókst betur til með kraftminni plötu.

Mitt mat er, ef þú ætlar að láta peltier plötuna virka sem skyldi, notaðu góðan heatsink (dæmi: eitthvað stórt Zalman heatsink) beggja megin og láttu gott flæði vera á kæliplötunum beggja megin.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by kristfin »

ég var búinn að sjá fyrir mér lokað kerfi og dælu sem heldur hringrás á kælivatni.

með termostati og elementi til að hita og peltier plötu til að kæla gæti ég dekkað hita frá 0 og uppúr.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by steinar »

Pic er ódýrari og hann væri forritaður nákvæmlega í verkefnið. Nenni ekki að kaupa heilt arduino borð þegar ég get búið til rás sem er 1/8 af arduino borði ;)

Og kristfin. Þú getur bæði kælt OG hitað með peltier. Þú snýrð bara polarity við. Það er hægt að smíða sérstaka stýrirás sem getur gert það auðveldlega og því kælt og hitað með sömu rásinni/plötunni

En já almennt séð þá er stærsta vandamálið með peltier plötur að þær eru frekar ineffecient upp á orku að gera. Veit ekki hvort þið vissu það en flestir picnic kælar sem hægt er að stinga í samband við bíla eru með peltier plötu. 60W ef ég man rétt. Heat sinkið þar er ágætlega stórt. Minnir reyndar að þeir séu ekkert sérstakir í kælingu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by hrafnkell »

Ég byrjaði á AVR pælingum með þetta en nennti því svo ekki og keypti mér PID controller á ebay. Sé ekki eftir því, miklu minna vesen, tekur lítið pláss og er með autoconfigure fídus á PID kúrvurnar.
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Kælikerfi fyrir gerjunarílát

Post by joi »

Ég náði góðum árangri með sírennsli á köldu vatni um 60l gerjunartunnu í 220l tunnu á kalda vatninu sem helst stöðugt í 10,8°C ± 0,5°C, en þá lausn fann ég hér á Fágun. Gæti hugsað mér að ísskápur/frystikista með PID stýringu, viftu og thermocouple til að stilla kaldara hitastig henti vel fyrir seinni gerjun og lageringu.
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
Post Reply