Fljótandi Ger vs. Þurger

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply

Fljótandi Ger vs. Þurger

Fljótandi Ger
3
23%
Þurger
9
69%
Svifger
1
8%
 
Total votes: 13

User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Hjalti »

Núna spyr ég eins og alger vitleysingur :)

Fljótandi Ger vs. Þurger

Hvort er betra og afhverju er það betra? (Tökum samt geymsluþol algerlega úr betra jöfnuni)

Svo kanski smella einni könnun í þetta líka. Hvort notið þið frekar?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Eyvindur »

Ég skildi ekki alveg könnunina, en ég nota frekar þurrger, einmitt vegna þess að það geymist og flyst betur. Fljótandi ger hefur marga kosti, en ég veit ekki hvort það er rétt að segja að það sé betra. Fer líka eftir því hvaða skilning þú leggur í hugtakið "betra". Ef þú átt við meiri gæði myndi ég segja nei. Þurrger getur gert alveg jafn mikinn gæðabjór. Hins vegar er fljótandi ger áreiðanlegra - maður getur verið viss um að prófíllinn verður nákvæmlega eins, tvö skipti í röð, en þurrger er ögn óútreiknanlegra. Það er líka hægt að fá mun fleiri afbrigði í fljótandi formi, og til að mynda er mjög erfitt að gera ekta belgískan bjór án fljótandi gers. Þegar um breskan eða amerískan er að ræða, og jafnvel lager, getur þurrger gefið alveg jafn góða útkomu. Við þetta bætist svo að ef þú notar fljótandi ger þarftu helst alltaf að gera starter, en þurrgeri má skella beint út í.

Þetta er eiginlega mjög stór spurning, og allt of langt mál að svara henni hér. Þurrger inniheldur, að ég held, mun fleiri frumur en fljótandi, til dæmis... Stulli getur eflaust bætt heilmiklu við... Stór, stór spurning...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Stulli »

Já, það er rétt hjá honum Eyvindi, þetta er rosaleg spurning!!!!! :D

Bara hafa þetta stutt: Ég nota nær alltaf þurrger, aðallega vegna geymsluþols og þæginda. Það er hægt að gera alveg jafn góðan bjór með báðum. Það eru einfaldlega ekki til jafnmörg afbrigði á þurruformi og ef maður vill gera einhverja sérstaka stíla, einsog hefeweizen, belgíska o.m.fl. þá er eiginlega möst að nota fljótandi ger. En fyrir bresk og bandarísk öl og lager eru til frábær þurrger.

Ég valdi svo svifger þar sem að ég hef mikinn áhuga fyrir "villigeri". Ég hef aldrei tímt að tjékka á flórunni sem að er í loftinu hér, en mun kynnast kaliforníu flórunni í sumar :beer:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Andri »

ég er með ger í krukku hérna, það var þurrger en er víst blautger núna :D
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Oli »

Ég valdi þurrger, hef bara notað þurrger í mína skammta. En ég var að fjárfesta í fljótandi gerpakka frá Wyeast fyrir Hefeweizen sem er á planinu. Svo notar maður náttúrulega bara þurrger í pizzudeigið ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by nIceguy »

Sælir, ég byrjadi med Thurrger (sorry er ad skrifa á danskt lyklabord i skolanum) en hef nú skipt yfir í fljótandi. Èg er sammála ad thurrgerid er betra vidureignar EN ég veit ekki hvort thad er bara ég eda hvort ég sé of mikid ad spá í thví thá finn ég mikinn mun í gædum. Thá á ég vid aukabragd sem ég get helst lýst sem "plast". Hef verid ad fá thetta í bjórinn minn frá upphafi, mjög dauft en samt truflandi. Ekki allir sem hafa smakkad bjórinn minn finna thetta thannig ad thetta er líklega ekki mjög áberandi. Hins vegar hef ég ekkert fundid af thessu eftir ad ég skipti yfir í vökvagerid???? Hef meira ad segja prófad sömu uppskrift med thurrgeri vs vökvager.

Thannig ad ég nota klárlega vökvager thar til ég sannfærist um ad thad er ekki thurrgerid sem gefur plastbragdid :)
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Eyvindur »

Plastbragð held ég að sé autolysis - dautt ger. Kannski hefur þurrgerið sem þú notar ekki verið jafn harðgert og fljótandi gerið sem þú hefur notað... Eða kannski hefur verið einhver smá munur á ferlinu, fyrir utan þurrt/fljótandi, til dæmis hitastig eða e-ð. Ég hef allavega aldrei heyrt að þurrger gefi af sér nokkurt aukabragð, og aldrei upplifað það sjálfur heldur. Ég myndi reyna að skoða allt ferlið mjög vel áður en þú skrifar þetta á gerið - og skoðir svo líka fleiri afbrigði af þurrgeri... Það gæti orðið ansi dýrt fyrir þig að nota bara fljótandi ger hérna heima, þar sem þú getur þá bara keypt svo og svo mikið í einu og þarft að gera starter í hvert skipti...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Stulli »

Staðreynd: Ef að þurrger er heilbrigt, bætt útí virtinn í réttu magni og á réttan hátt, og gerjaður á réttan hátt þá er enginn greinanlegur bragðmunur á því og sambærlegu vökvageri :beer:

Freyr: þú ættir frekar að skoða hvort að þú sert að meðhöndla þurrgerið á réttan hátt en að segja að þurrger gefi plastbragð. Og jafnvel skoðað hin hráefnin sem að þú notar, t.d. malt extractið. Malt extract síróp sem að er ekki ferskt er ekki gott á bragðið ;)
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Hjalti »

Takk fyrir þetta, var immit að pæla hvort það væri einhver greinanlegur munur þannig á bragðinu milli þurgers og fljótandi gers fyrir þessi venjulegu Ale sem maður er að gera.

Svo kemur önnur spurning varðandi þetta.

Er fólk eithvað að búa til startera fyrir þurgerið sitt eða stráið þið þessu bara öllu útí virtinn?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Stulli »

Ég blanda þurgerið saman við smávegis af ca 30C heitu vatni svona 15-30 min áður en ég bæti þeim útí virtinn. Það er gott að láta litlu krílin lifna við, annars eru líkur á að maður nái ekki góðu "viability" ef að maður stráir þeim þurrum yfir.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Eyvindur »

Já, en rétt er að taka fram að það að bleyta upp í gerinu hálftíma fyrirfram er ekki það sama og starter. Og ég hef heyrt varað við því að gera starter fyrir þurrger. Það er algjör óþarfi og getur, skilst mér, frekar gert illt verra (hvers vegna man ég ekki...). Mér hefur sýnst öllum bera saman um að starter og þurrger eigi ekki samleið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Stulli »

Já, það er alger óþarfi að gera starter með þurrgeri. Ástæðan er sú að hver pakki inniheldur mikið af heilbrigðu geri, ef að maður þarf meira ger (t.d. ef maður ætlar að gerja mjög þéttan virti eða 40 lítra), þá opnar maður bara annan pakka, svo einfalt er það :good:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by halldor »

Ég hef verið að bleyta upp í þurrgerinu með soðinni sykurlausn (kælt niður í um 30°C)... ýmist dextrósi, hunang, LME eða hrásykur. Einhver sagði mér að þetta væri málið til að ganga úr skugga um að gerið væri ekki dautt!! Ef þetta er bull og vitleysa þá væri gaman að vita það og þá hætti ég þessu um leið.
Plimmó Brugghús
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by nIceguy »

OK gott að heyra, enginn að upplifa svona plast :), ég hef lesið mikið í kringum þetta og ekki fundið neitt sem styður mig. En ég get bara talað út frá reynslunni. Allt annað er eins, það er ekki neitt sem er að klikka þar. En það gæti verið eitthvað með meðhöndlun á gerinu hjá mér hmmm.

Hvað gerið þið nákvæmlega með það? Ég er vanur að skella því í vatn (sem er soðið og kælt niður að 30 gráðum) og svo skelli ég því útí bjórinn þegar hann er orðinn 30 gráður ca. Eitt sem ég er allt í einu að spá í ..... hef ekki verið að geyma gerið í kæli! Gæti það verið að trufla eitthvað????
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Oli »

Það er hinsvegar mælt með því að taka hluta af þurrgerinu, vekja það upp og sjá hvort það sé ekki í lagi. Sérstaklega ef pakkinn er orðinn gamall.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Stulli »

Það er ekki krúsjal að geyma þurrger í kæli, en ég mæli eindregið með því. Gerið heilst heilbrigðara og hressara lengur ef að það er geymt í kæli.

Svo er líka mikilvægt að bæta réttu magni útí. Ekki endilega einn pakka, eða tvo, heldur þarf að reikna út frá þéttleika virtisins hvað þarf að bæta miklu af geri útí og gæti það auðveldlega verið 1,5 pakki, það er þá betra að setja einn og hálfan pakka heldur en að skella tveim í. Meira er ekkert endilega betra þegar að kemur að geri.

Ég hef notað þurrgerger sem hefur verið komið nokkuð yfir síðasta söludag án þess að það hafi verið nokkuð vesen. En það hafði verið í kæli.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by nIceguy »

Ok, hvernig reiknar maður út magnið? Ég hef bara skellt hálfum 11.5 g pakka í mína 10L :) Það fæst alltaf þrusugerjun, sullast allt upp fyrsta sólahringin, sko út um airlockið.
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by Stulli »

http://www.mrmalty.com/calc/calc.html

langfljótlegasta leiðin, svo er líka tekið inn í reikninginn hversu gamalt þurrgerið er. ;)
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Fljótandi Ger vs. Þurger

Post by nIceguy »

Stulli wrote:http://www.mrmalty.com/calc/calc.html

langfljótlegasta leiðin, svo er líka tekið inn í reikninginn hversu gamalt þurrgerið er. ;)
Takk fyrir þetta!
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
Post Reply