BeerMeph wrote:Designing great beers The ultimate guide to brewing classic beer styles eftir Ray Daniels.
Keypti þessi á amazon.com ásamt fleiri minni bjórstílabókum.
Var að lesa formálann og innganginn og renndi svona lauslega yfir hana og hún virðist vera ágætlega yfirgripsmikil þó að mér lítist ekkert sérstaklega á höfundinn þar sem að í formálanum kemur fram að þetta er lang mest heimildavinna hjá höfundinum frekar en mikil reynsla.
Hefur einhver lesið þessa bók?
Þetta er fyrsta bjórbókin sem ég eignaðist en ætti í raun alls ekki að vera sú fyrsta sem maður fær sér
Hún er mjög fræðileg, ítarleg og erfið yfirferðar ef maður er ekki vel að sér í þessum fræðum. Ég reyndi að lesa í gegnum hana en gafst upp á endanum. Hún lenti aftarlega í bjórbókahillunni minni á meðan ég las "The Complete Joy of homebrewing" eftir Charlie Papazian, "How to Brew" eftir John Palmer og "Brew like a monk" eftir Stan Hieronymus
Designing great beers hefur hins vegar gengið í endurnýjun lífdaga hjá mér eftir að ég komst að því af hverju þetta er svona frábær bók. Í bókinni er Ray Daniels búinn að greina hundruði ef ekki þúsundir uppskrifta af mörgum mismunandi stílum (klassískum evrópskum aðallega) og setja hráefni upp í skemmtilegar töflur þar sem hann greinir meðal annars hvaða humlar eða korn er algengast í hvaða stíl fyrir sig og í hvaða hlutföllum og byggir tölurnar á bæði uppskriftum frá commercial bjórum sem og uppskriftum frá bandarískum heimabruggurum.
Ég nota hana mikið þegar ég er að búa til uppskriftir frá grunni, til þess að fullvissa mig um að t.d. aromahumlarnir sem ég vel passi vel við stílinn (ásamt því að skoða bjcp.org að sjálfsögðu).
Alls ekki selja hana því þetta er frábær heimild sem þú átt eftir að fletta upp í aftur og aftur
