Page 1 of 1

Fyrsti AG.

Posted: 27. May 2010 20:33
by raggi
Sælir allir.

Er að fara að setja í minn fyrsta AG. Ætla að prófa að nota BIAB aðferðina sem ég sá á youtube. Sýnist það vera svona einfaldast til að byrja með. Veit einhver hvar maður getur keypt svona poka sem þeir nota.
Annað. Þetta er frábær spjall og þvílíkur hafsjór af upplýsingum fyrir okkur sem lítt erum komnir í þessu. Ekki skemmir fyrir að þetta er allt á íslensku. :)
Það væri góð viðbót hérna ef einhverstaðar væri hægt að sjá hvernig bragð og lit hver malttegund væri að gefa og þá einnig humlarnir. Veit reyndar ekkert hvort það er framkvæmanlegt.
Enn og aftur frábært spjall
Kveðja
Raggi

Re: Fyrsti AG.

Posted: 27. May 2010 20:45
by Eyvindur
Ég leita oft í http://www.brew365.com til að fá lýsingar á bragði og lit af hlutum. Reyndar ekki sú yfirgripsmesta (fullt af tegundum sem vantar), en með ítarlegri lýsingum sem ég hef fundið á því sem þó er þar, og uppskriftir með hverju hráefni. Fínasta síða.

Re: Fyrsti AG.

Posted: 28. May 2010 00:35
by valurkris
Þú getur fengið poka í ámuni sem að passar akkurat í 30L gerjunarílát

Re: Fyrsti AG.

Posted: 28. May 2010 20:29
by raggi
Takk kærlega fyrir svörin, þau koma að góðum notum. Legg þetta í á mánudaginn.

Re: Fyrsti AG.

Posted: 29. May 2010 00:18
by kristfin
þessir pokar í ámunni kosta heilan framhandlegg. farðu frekar í rúmfatalagerinn og fáðu stórisaefni, það er nær 100% nylon, farðu með það síðan til mömmu eða ömmu og fáðu hana til að sauma poka.

þá færðu 20 poka fyrir hálfan í ámunni.