Er að fara að setja í minn fyrsta AG. Ætla að prófa að nota BIAB aðferðina sem ég sá á youtube. Sýnist það vera svona einfaldast til að byrja með. Veit einhver hvar maður getur keypt svona poka sem þeir nota.
Annað. Þetta er frábær spjall og þvílíkur hafsjór af upplýsingum fyrir okkur sem lítt erum komnir í þessu. Ekki skemmir fyrir að þetta er allt á íslensku.
Það væri góð viðbót hérna ef einhverstaðar væri hægt að sjá hvernig bragð og lit hver malttegund væri að gefa og þá einnig humlarnir. Veit reyndar ekkert hvort það er framkvæmanlegt.
Enn og aftur frábært spjall
Kveðja
Raggi