Page 1 of 1
Endurnýting á geri
Posted: 14. May 2010 15:48
by eymus
Var í fyrsta skipti að prófa að endurnýta ger, þ.e. hella nýjum virti yfir gerköku (S-05). Fannst þetta nokkuð skemmtilegt og gerjunin hófst bara nánast strax alveg á fullu.
Hafa menn skoðun á því hversu oft er hægt að gera þetta eða eru kannski engin takmörki fyrir því?
Re: Endurnýting á geri
Posted: 14. May 2010 16:02
by Idle
Ég veit til þess að menn hafi gert þetta allt að fimm, sex sinnum. Ef fyllsta hreinlætis er gætt, og gerið tekur engum stökkbreytingum, þá er þetta ágætis leið til sparnaðar. En of mikið ger getur líka haft óæskileg áhrif á bjórinn.
Re: Endurnýting á geri
Posted: 14. May 2010 17:18
by eymus
Já óæskilegum gerlum fjölgar óhjákvæmilega með tímanum. Gæti verið málið að fjarlægja e-ð af gerkökunni í hvert skipti?
Re: Endurnýting á geri
Posted: 14. May 2010 17:34
by Idle
Það, og nota Mr. Malty reiknivélina.
http://www.mrmalty.com/calc/calc.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Endurnýting á geri
Posted: 14. May 2010 22:39
by Eyvindur
Annar möguleiki (ef hreinlætið er 110%) er líka að skipta gerkökunni í nokkra skammta og geyma í ísskáp. Gerið ætti að þola geymslu í nokkra mánuði - gæti tekið lengri tíma að rækta upp starter eftir því sem gerið verður eldra. Þá þarf minni áhyggjur að hafa af stökkbreytingum, og sparnaðurinn verður samt alveg jafn mikill.
Re: Endurnýting á geri
Posted: 15. May 2010 01:11
by sigurdur
Ef planið er að endurnota ger þá er mjög gott að fylgja nokkrum reglum.
1. Ekki gerja bjór með lægra OG (a.m.k. ekki mikið) heldur en gerið sem að þið eruð að nota.
2. Haldið gerinu eins hreinu og hægt er þegar þið ætlið að safna því og endurnota. (skilja eins mikið af rusli eftir í suðupottinum, ekki setja gelatín eða þurrhumla/þurr[blaut]krydda, nema þið fleytið í annan dunk fyrst)
Sjá t.d.
http://www.mikebeer.net/reuseyeast.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars má án efa finna eitthvað á oz.craftbrewer.org.