Umsagnir dómara um sigurbjórana 2010

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Umsagnir dómara um sigurbjórana 2010

Post by halldor »

Hér eru umsagnirnar frá dómurum um sigurbjórana í hvorum flokki fyrir sig.

Plimmó Amarillo SMaSH - 6,25% alc/vol - 45 IBU
85,3 stig

Mjög fallegur. Smá mínus fyrir að vera ekki skráður sem IPA. Góð þurrhumlun, góður ilmur. Bæta clarity. Of mikil þurrhumlun fyrir PA, meira í ætt við IPA. Mjög ilmríkur og aðlaðandi. Mikið af ávöxtum og sítrus heldur áfram í bragði. Flottur og gott, skemmtilegt jafnvægi. Matarbjór, svolítið mikill einn og sér. Góður, ferskur humlailmur. Gott jafnvægi í bragði og fín mýkt. Apríkósa, sæt og mjög gott jafnvægi. Frískandi og skemmtilegur. Væri alveg til í að drekka þennan á svölunum í sumar. Viðeigandi sítrus og sýra í nefi. Góð mýkt, endar í mjög smooth beiskju. Góður frá upphafi. Ég myndi alveg kaupa þennan. Flottur sítrus kokteill. Sumarlegur. Flottur ilmur, góð froða. Virkilega skemmtilegur bjór. Samsvarar sér í nefi og munni. Vel gert.

Plimmó IIPA - 8% alc/vol - 101 IBU
81,3 stig

Góður. Beittir humlar og estery. Góð beiskja og betra humlabragð en lykt. Í sætari kantinum. Mjög mikil lykt, sítrus. Mjög góður IPA, mjög mjúkur. Undarlega sæt lykt, en bjórinn stendur undir því. Mjög skemmtileg lykt, límóna. Gæti hugsað mér að drekka þennan. Sítrus, ananas, freskt granskennt en sætt, karamella, samræmi við beiskju og sýru.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Umsagnir dómara um sigurbjórana 2010

Post by halldor »

Eru fleiri hér sem eru tilbúnir að deila umsögnum dómara?
Plimmó Brugghús
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Umsagnir dómara um sigurbjórana 2010

Post by Bjössi »

Ég var með "Brown Porter" lenti í 6 sæti -6,5%
Hér er umsögn

Beitt lykt, of mikið specialty malt, þunnt bragð. Sætt, hunang/hlynsýróp. Mjög dökkur, frekar daufur ilmur - ristað létt baldrið. Fínn Porter, góður maltkarakter, hlynssýróp og púðursykur í ilminn. Gott.

Er bara sáttur
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Umsagnir dómara um sigurbjórana 2010

Post by Idle »

Tilraunaútgáfa Raven Rock Stout (Dry Stout, 2. sæti < 6,5%):
Í heildina frekar mildur, jafnvægi jafnt yfir. Mjög góð lykt. Gott jafnvægi í bragði, ristaðir tónar, súkkulaði allt til staðar. Mjög drinkable. Mjög gott jafnvægi, en ekkert sérstakt líf og að gerast. Ávextir, t.d. þurrkaðir ávextir, rúsínur osfrv. Létt súkkulaði. Frekar straight forward, mikil rist, gott jafnvægi, lítur mjög vel út. Frekar ávaxtalegur ilmur fyrir stíl. Góð lykt, ljósara súkkulaði; rjómasúkkulaði. Gott samspil, fínn drykkur. Gott jafnvægi. Góður bjór.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Umsagnir dómara um sigurbjórana 2010

Post by halldor »

Hér er svo Plimmó Bock sem lenti í 3. sæti í yfir 6,5% flokknum (og mér persónulega finnst miklu betri en þeir sem voru í 1. sæti):

Plimmó Bock - 6,6% alc/vol - 23 IBU
70,0 stig

Mjög gott jafnvægi. Estery, of mikil beiskja, góð froða. Léttur, jafnvægi gott, gott eftirbragð, traustur bjór, ekkert of í neinar áttir. Mildur, maltaður og sætur, fallegur, ekki mikill character. Frekar miklar ávaxtanótur, ekki alveg í stíl. Aðeins of mikil kolsýra. Fínn bock annars.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Umsagnir dómara um sigurbjórana 2010

Post by halldor »

Hér er svo sá sem lenti í 4. sæti í yfir 6,5% flokknum:

Plimmó Über Blonde - 8,0% alc/vol - 26 IBU
66,7 stig

Kryddin mættu vera meira áberandi. Of sætur fyrir stíl. Banani, sæta, flókinn. Of sætur í bragði en vel freyðandi - of mikill, áberandi. Estery, ekki nógu hreint bragð. Of sætur. Kröftug lykt, sætur banani, pínu væmið. Kardimommur, góður en aðeins of. Hlynsýróp og bananakarakter ríkjandi. Kolsýra mætti vera hærri og mig grunar að hann sé frekar hár í FG fyrir stíl (frekar sætur). Samt sem áður fínn í belgískum. Flott hugmynd að nota einiber í þennan stíl.
Plimmó Brugghús
Post Reply