Fyrir byrjendur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Fyrir byrjendur

Post by Diazepam »

Mín fyrsta lögun.

Mig langaði að skrifa einn pistil fyrir þá sem að ekki enn hafa lagt í það dásamlega ævintýri að gera sinn eigin bjór.

Ég fór að hugsa um bruggun á mínum eigin bjór í byrjun þessa árs. Ef ekki væri fyrir þessa síðu væri ég sennilega ekki að drekka minn fyrsta heimalagaða í kvöld. Þökk sé Fágun og öllum sem að því félagi standi. Kudos to you.

Mig langar að miðla reynslu minni til þeirra sem eru að hugsa um að fara að brugga. Þegar ég ákvað að byrja hafði ég ekki neina þekkingu né reynslu af bruggun nema þær upplýsingar sem að ég nálgaðist á Youtube, bók John Palmers og á þessari síðu.

Eftir að hafa smakkað minn fyrsta AG bjór þá held ég að ég geti með sanni sagt að munurinn á því að brugga AG og dósabjór (keypt bjórkit úr Ámunni, Vínkjallaranum eða álíka) sé eins og að kaupa pakkasúpu annarsvegar og gera súpu frá grunni. Súpan gerð frá grunni verður alltaf betri sama hversu vond hún er.

í byrjun langaði mig að vita hvað í raun hvað kostar það mig að koma mér upp aðstæðum til að búa til mitt eigið. Því fyrir mig voru fyrstu hvatir mínar fjárhagslegar. Bjór er dýr í dag og ég vill gjarnan geta drukkið allt það magn af bjór sem mig langar til og borgað sem minnst fyrir það.

Í sem skemmstu máli sagt þurfti ég að greiða um 25 þúsund krónur til að geta klárað mína fyrstu lotu af bjór. Í því er innnifalið um tvær lotur í viðbót sem ég á eftir að brugga. En eftir það erum við að tala um 2-3 þúsund krónur fyrir hverja lotu (25L).

Ég bjó reyndar vel að því að eiga eitthvað af þeim tækjum sem til þarf en eftirffarandilisti er það sem ég þurfti að kaupa til að geta byrjað. En fyrir þá sem núna eru að hugsa um að byrja að brugga þá tók ég saman lista yfir það sem ég þurfti að kaupa til að byrja.

Áhöld
Verð (kr) Verlsun
Kælibox, Coleman (48 Qt) 0 Átti til
Hosuklemmur, WC barki 1900 Byko
Slöngur 0 Átti til
Lokar (kranar) 0 Á eftir að kaupa
Suðupottur (25L) 0 Fékk lánað
Gerjunarílát (25-30L) 2800 Vínkjallarinn
Glerflöskur 0 Átti til
Hitamælir 0 Átti til
Mæliglös 0 Átti til
Klórsódi 425 Vínkjallarinn
Koparspírall 0 Ekki til
Hævert 1500 Vínkjallarinn
Flöskulokari 4200 Vínkjallarinn
Flöskusproti 1500 Vínkjallarinn
Tappar 1850 Vínkjallarinn
Vatnslás og gúmmí 500 Vínkjallarinn
Sykurflotvog 1250 Vínkjallarinn

Efni

Malt 15 Kg 5700 ÖB
Humlar 200 g 3000 ÖB
Ger 2 pakkar 500 Áman
Dextrósi 1 Kg 850 Vinkjallarinn

Samtals: 25975

En fyrir alla þá sem að eru að hugsa um að byrja segi ég fyrir mitt leiti: Þetta er langhlaup, í upphafi skyldi endinn skoða. Nema að þið séuð að hugsa um að brugga dósabjór þá er þetta miklu minna skref.
Happy brewing eins og Craig myndi orða það.

kveðja
Diazepam.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrir byrjendur

Post by Eyvindur »

Flottur pistill. Sniðugt að taka þetta saman.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply