Sælir. Er að velta ýmsu fyrir mér í sambandi við smíði á suðupotti. Ég keypti 2200w element í Elko. Nokkrar spurningar:
1. Er 2x 2200w of mikið ?
2. Í hvernig tengla eruði að tengja þetta ?
3. Þarf ég að varast eitthvað ?
4. Hvernig herðiði elementin á tunnuna ?
Veit ekki alveg nógu mikið um þetta, en finnst á öllu eins og þetta sé ekki svona mikið mál. Miðað við að menn séu að skella 4 elementum í eina tunnu og svona =)
Flest element eru með tengi sem eru eins og tengist í powersupply í tölvum. Þú getur notað þannig kapla, en þeir þurfa að vera sæmilega sverir. Þú getur líka fengið bara tengin sjálf t.d. í íhlutum.
Það þarf lítið að herða elementin ef þú notar silikonpakkninguna sem fylgir.
1. Fer eftir stærð. 2x 2200w er feykinóg fyrir 30 lítra suðu.
2. Fer eftir álagi (sumsé hitöldum). Þú ættir ekki að setja meir en 2 hitöld á 16A öryggi þar sem að stærð kapals er ekki minni en 3x2,5q og lítið sem ekkert álag er á greininni. EKKI NOTA FJÖLTENGI NEMA FYRIR EITT ELEMENT PER FJÖLTENGI!!!!!
3. Já, ekki setja of mikið álag á tengla eða kapla. Ekki nota fjöltengi nema til þess að framlengja fyrir EITT hitald. Prufukeyrðu allt áður en þú ferð í fyrstu suðu.
4. Alveg eins og þau eru hert við hraðsuðuketil.
Það er í alvörunni ekta hætta á íkveikju eða dauða ef þú vanmetur rafmagn.
Hættan felst ekki endilega í því að það kvikni í tenglum eða öðru á meðan þú ert að fylgjast með, hættan er þegar þú t.d. setur þvottavélina af stað í hálfónýta tenglinum og þú ferð að sofa.
Ég lenti í því sjálfur að það var á leiðinni að kvikna í tengli hjá mér. Sem betur fer þá fann ég lyktina og gat greint þetta áður en nokkur hætta varð á. Ég skipti þessum eina tengli út fyrir 2 og keyri eitt hitald á sitt hvorum tenglinum núna.
Þetta gerðist nokkrum vikum eftir að ég hafði síðast soðið eitthvað í pottinum mínum, á meðan þvottavélin var að vinda.
Flest element eru með tengi sem eru eins og tengist í powersupply í tölvum. Þú getur notað þannig kapla, en þeir þurfa að vera sæmilega sverir. Þú getur líka fengið bara tengin sjálf t.d. í íhlutum.
Það þarf lítið að herða elementin ef þú notar silikonpakkninguna sem fylgir.
Þetta er 60L tunna. Og já, það er svona powersupply tengi á svarta unit-inu sem var í hraðsuðukatlinum. Og jáb, geymdi silikonpakkninguna til að þétta
2x 2200w rétt dugar til að halda suðu á 40 lítra lögn. Þú yrðir líka frekar lengi að ná upp suðu (meira en 1klst frá 10 gráðum). En þetta sleppur líklega alveg.
Ég er óþolinmóður og ákvað að hafa 4x element þegar ég gerði þetta. Prófaði fyrst með 2 og fannst þetta taka allt of langan tíma.
Kíktu í rafmagnstöfluna hjá þér, og reiknaðu með allt að 7A fyrir hvert element. Þú ert almennt nokkuð öruggur með að setja í innstungu á sitthverju öryggi. T. d. í eldhúsi, stofu og geymslu eða herbergi. 8 til 16A öryggi eru algengust. Þú vilt alls ekki setja meira en eitt element á 8A öryggi.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.