Burger, Er að byrja í þessu !

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Burger
Villigerill
Posts: 7
Joined: 5. May 2010 11:28

Burger, Er að byrja í þessu !

Post by Burger »

Sælir snillingar !
Ég er að fara að hella mér í þennan skemmtilega heimilisiðnað að brugga minn eigin bjór !
Er með í gerjun Coopers Lager, en sýnist á öllu að það eigi eftir að mislukkast "allavega ekki talað fallega um kit bjóra hér"
En auðvita verður maður að byrja einhverstaðar og forvitninn um AG að drepa mig þar sem ég fann gamla útileigu kjæliboxið út í bílskúrnum :o)

Langar að forvitnast um hvar finnið þið góðar uppskriftir af AG bjórum og vitið þið um einhverja góðar úr hráefnunum frá ölvisholtinu ?

Líkar best við bjór á borð við Budweisier og Hveitibjór ! Einhverjar hugmyndir af slíku ?

P.s. Er aldrei settur sykur í AG uppskriftir ?

Kveðja Burger !
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Burger, Er að byrja í þessu !

Post by Idle »

Velkominn!

Hér hafa verið settar inn fjölmargar og góðar uppskriftir að allskyns öli, þá helst undir Uppskriftir og Hvað er verið að brugga. E. t. v. engin Budweiser líki, en a. m. k. einhverjir hveitibjórar.

Strásykur er notaður í AG líka, en líklega í töluvert minni mæli.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Burger, Er að byrja í þessu !

Post by kristfin »

velkominn.

það er alveg hægt að búa til slarkfæran kit bjór. nota bara 2 dollur í stað einnar fyrir sama magn og sleppa sykri. eða drýgja með hunangi.

sykur er notaður í marga bjóra til að fá meiri styrk án þess að hann verði of "þungur", þó sjaldnast meira en 10%
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Burger, Er að byrja í þessu !

Post by sigurdur »

Sæll og velkominn.

Ég mun setja fram uppskrift af Spudweiser þegar ég verð kominn með þau ensím sem að mig vantar í hann.

Það eru fullt af uppskriftum hér á spjallinu, og þar á meðal þónokkrir hveitibjórar.

Gangi þér vel.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Burger, Er að byrja í þessu !

Post by halldor »

sigurdur wrote:Sæll og velkominn.

Ég mun setja fram uppskrift af Spudweiser þegar ég verð kominn með þau ensím sem að mig vantar í hann.

Það eru fullt af uppskriftum hér á spjallinu, og þar á meðal þónokkrir hveitibjórar.

Gangi þér vel.
Líst vel á þetta nafn :)
Leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur með tilraunirnar þínar.
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Burger, Er að byrja í þessu !

Post by sigurdur »

halldor wrote:Líst vel á þetta nafn :)
Leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur með tilraunirnar þínar.
Ég mun án nokkurs efa setja fram allar upplýsingarnar um leið og eitthvað gerist :)
Burger
Villigerill
Posts: 7
Joined: 5. May 2010 11:28

Re: Burger, Er að byrja í þessu !

Post by Burger »

Takk fyrir þetta :D
Ég gref eitthvað sniðugt upp hérna á síðunni.

Cheers !
Post Reply