Átöppun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Átöppun

Post by Diazepam »

Nú er fyrsta lotan búin að vera að gerjast í 2 vikur og ég er að fara að undirbúa átöppun. Það fyrsta sem mig vantar er átöppunarfata og langar að leita ráða hjá ykkur varðandi hvað er best að kaupa fyrir átöppun.

Það er ekki hægt að sjá fötur með krana í vefverlsunum Ámunnar eða Vínkjallarans eftir því sem ég kemst næst. Mér sýnist þið útbúa slíkar fötur frá grunni, þ.e.a.s. kaupa fötuna og mixa síðan á hana krana úr Barka eða álíka verslun.

Því langar mig að velta upp eftirfarandi:

1. Eru þið að tappa á flöskur með átöppunarfötu + krana og áfastri átöppunarslöngu (sjálfvirkri sem stöðvar flæði ef henni er ekki þrýst í flöskubotn) eins og maður sér á Youtube (Craig og félagar)? Er hægt að kaupa slíkt?

2. Er möguleiki á að gera þetta öðruvísi t.d. setja slöngu-enda í átöppunarfötuna og klemma hana svo til að stöðva flæðið á milli flaskna?

kveðja
Diazepam
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Átöppun

Post by hrafnkell »

Ég væri til í svona slöngu sem stoppar flæðið ef maður ýtir ekki á botninn.. Ég hef þó ekki séð svoleiðis hérna.

Eins og ég geri þetta núna þá er ég með fötu með krana og skrúfa frá og fyrir kranann á milli flaska.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Diazepam »

Útbjóstu fötuna með krananum sjálfur? Eða fékkstu hana í verslun?
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Átöppun

Post by Bjarki »

Það er hægt að fá hólk með titt á enda í Ámunni. Titturinn opnar og lokar fyrir flæði, held að þetta sé svipuð græja og félagi Graig á.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Eyvindur »

Bottling wand fékkst í Ámunni síðast þegar ég gáði. Hef keypt tvo þar.

Ég myndi segja að krani sé mesti óþarfi, sérstaklega þegar maður er með bottling wand - maður notar bara autosiphon. Örugglega ódýrara að kaupa bara þessi tvö atriði en að kaupa krana og tilheyrandi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Diazepam »

Tengiru saman autosyphon og bottling wand? Er autosyphon það sama og það sem kallað er hævert?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Átöppun

Post by Idle »

Diazepam wrote:Tengiru saman autosyphon og bottling wand? Er autosyphon það sama og það sem kallað er hævert?
Já, og já. Mjög þægilegt og einfalt fyrirkomulag.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Átöppun

Post by sigurdur »

Ég byrjaði á því að nota venjulegan hævert og var með klemmu á slöngunni sem að ég notaði til að draga úr og stöðva flæðið á bjórnum.
Ég var fljótur að fá mér autosyphon og mæli eindregið með því til að byrja með a.m.k.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Eyvindur »

Og töppunarvönd, endilega. Klemmusystemið er full subbulegt fyrir minn smekk.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Átöppun

Post by Classic »

Var einmitt að spá þetta, hvort átöppunarvöndur (bottling wand) fengist í Ámunni. Klemman á slöngunni er alveg hrikalega subbuleg, slangan slæst alltaf til þegar maður dregur hana upp úr flöskunni svo það fer ekki nærri því allur subbuskapurinn í ílátið sem maður hefur undir. Tékka á þessu þegar ég fer í autosyphonleiðangur (er líka orðinn æði þreyttur á startpakkahívertnum). Fata með krana var einhvern tímann til þegar ég spurði, en hann átti ekki alla fylgihluti svo ég tók hana ekki þá. Hugmynd fyrir framtíðina finnst mér samt, allt sem gerir átöppunarferlið þægilegra, að mínu mati eini virkilega leiðinlegi þátturinn í þessu, í það minnsta eins og mín aðstaða er ...

En veit einhver hvort Áman eða Vínkjallarinn er með sótthreinsipumpugræju eins og bæði Craig og homebrewingvideo gaurinn nota?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Átöppun

Post by Idle »

Síðast þegar ég fór í Vínkjallarann, var þar til "auto syphon" og áreiðanlega töppunarvöndur líka. Eins er hægt að kaupa þar flöskutré með skál og pumpu ("sótthreinsipumpugræju").

Ég bölvaði sjálfum mér fyrir að hafa aldrei spurt um þetta áður en ég pantaði allt að utan. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Átöppun

Post by Braumeister »

Ég var eimitt að splæsa í flöskutré og sótthreinsipumpu eftir að hafa orðið leiður á að baka allar flöskurnar í ofninum.
Hvaða hreinsiefni notiði?
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Átöppun

Post by Idle »

Joðófór til skolunar fyrir átöppun. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Átöppun

Post by Classic »

Joðófórinn er einmitt eitt af þessum atriðum á innkaupalistanum til að gera átöppunina minna ergilega .. hvar nær maður í svoleiðis ?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Átöppun

Post by arnarb »

Þú færð Jóðófór í Mjöll-Frigg á ca. 6.600 5L eða Jötunn Vélum (Selfossi) á ca. 6.400 5L. Ensím (Vínkjallarinn) hefur selt þetta af og til en eru ekki með á lager í augnablikinu. Þar er hægt að kaupa 1L brúsa.

5L skammturinn endist ansi lengi, þar sem einungis er þörf á 10ml í 10L, ef ég man þetta rétt. Ég er á leiðinni fljótlega í Mjöll-frigg til að kaupa þetta, þannig að ef þú hefur áhuga á að splitta þessu þá er ég til.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Átöppun

Post by Idle »

Mjöll-Frigg voru byrjaðir að selja þetta í eins lítra brúsum. Þar keypti ég minn, að mig minnir á rétt um 1.500 kr. kristfin setti inn töflu hér í einhverjum þræðinum sem sýnir hve mikið af joðófór þarf á móti vatni. Ég nota 15 ml. í 20 lítra, þá þarf ekki að skola ílátin né áhöld (12.5 ppm joðófór), sem gerir 7,5 ml. í hverja 10 lítra af vatni.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Átöppun

Post by sigurdur »

Ég reiknaði einhverntímann nákvæmlega hvaða magn af joðófór þyrfti fyrir hvern lítra af vatni og setti það í einhvern þráð.
Ég nota þumalputtaregluna 0,8ml í hvern líter af vatni. Það gefur mér ~16ppm af joðófórlausn sem að er innan skolfríu markanna (12.5 ppm - 25 ppm).

Vona að þetta hjálpi.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Eyvindur »

Ég nota þumalputtaregluna 1ml á lítra. Einfaldur útreikningur fyrir stærðfræðiheftan mann eins og mig, og hefur gefist mjög vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Átöppun

Post by hrafnkell »

Ég nota regluna dass í fötuna og skola svo allar flöskur lauslega :)

Er aldrei með neitt sem getur mælt nógu nákvæmt.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Átöppun

Post by Classic »

Það er nú hægt að fá sprautur fyrir klink í hvaða apóteki sem er. "Munntóbakssprauta" er t.d. 2ml og finnst manni hún samt ekkert lítil, örugglega til minni kvikindi en það.. Kannski er ég bara svona skrýtinn, en sennilega yrði mitt fyrsta verk áður eða eftir að ég næði í þetta stöff að kaupa sprautu til mælinga :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Átöppun

Post by Classic »

.. en svona við þetta að bæta, þá er ég til í að vera "memm" ef einhver er að fara að ná sér í joðófór og fær ekki minna en 5l
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Átöppun

Post by hrafnkell »

Ég á nóg af sprautum eftir pensillínkúra barnsins míns.. Það er ekki vandamálið :) Vandamálið er að hafa þær við hendina þegar maður er að brugga :D
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Átöppun

Post by Idle »

Ég gerði mér einmitt sér ferð í apótek og keypti tvær 10 ml. sprautur - kostuðu um 40 kr. stykkið. Skynsamleg ákvörðun, því fljótlega týndist önnur sprautan.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Diazepam »

Nú var ég að tappa á flöskur í gær og það gekk alls ekki nógu vel að mínu mati.

Ég keypti hævert og flöskusprota (bottling wand) í Vínkjallaranum fyrir 3000 krónur samtals. Planið var að fleyta ofan af gerjunarfötunni og blandaði sykrinum samanvið, og tappa síðan á flöskur. Hljómaði einfalt en var síður en svo einfalt í framkvæmd.

Hævertinn stóðst ekki væntingar, annaðhvort kann ég ekki að nota hann eða hann var ónýtur. Við fleytinguna kom ég flæði í gang, en eftir augnablik stoppaði það aftur, saug í gang og síðan stoppaði það. Þetta gekk svona í um hálftíma. Síðan gafst ég upp og fleytti bara með venjulegri slöngu, þá vorum við að tala saman.

Þegar í átöppunarfötuna var komið setti ég hævertinn og flöskusprotan saman og það gekk ágætlega að tappa á svona helmingnum (u.þ.b.) 10 L síðan lenti ég í þessu sama, flæðið alltaf að stoppa og þurfti að setja í gang aftur.

Næst er ég að hugsa um að fá mér bara átöppunarfötu með krana, tengja slöngu og flöskusprota saman og tappa þannig á flöskurnar, þá er allavega engin ástæða til að ætla að flæðið stöðvist í tíma og ótíma og seinki þessu ferli.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Eyvindur »

Varstu með Autosiphon? Það er ekkert mál að koma flæðinu aftur af stað með slíku.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply