Page 1 of 1

Hálf flaska = flöskusprengja?

Posted: 1. May 2010 08:09
by Braumeister
Sælnú

Við síðustu átöppun náði græðgin yfirhöndinni þannig að ég freistaðist til að smella tappa á síðustu flöskuna sem var ekki nema hálf.

Þessi flaska endaði sem bjórfroða og glersalli sem dreifðist yfir ótrúlega stórt svæði. Það er gat á tappanum sem er einnig allur beyglaður.

Nú vantaði mig smá sykur við átöppunina og restin af bjórunum virðist vera rétt kolsýrð, þannig að skýringinguna hlýtur að vera að finna í loftmagninu sem var í flöskunni. Loft þjappast saman við mun minni þrýsting en bjórinn og þannig safnast upp orka og þegar loftið þenst aftur út þegar flaskan brotnar spítist þetta svona voða fínt út um allt.

Einhver annar lent í þessu?

Re: Hálf flaska = flöskusprengja?

Posted: 1. May 2010 11:27
by sigurdur
Það má líka vera að sykurinn/sykurlögnin hafi ekki blandast nógu vel.
Ég hef lent í því að sykurinn blandast ekki nógu vel við bjórinn sem olli því að meirihlutinn af bjórnum var undirkolsýrður og nokkrar flöskur voru mjög kolsýrðar.

Eftir þessi mistök þá hræri ég bjórinn alltaf vel og varlega þegar ég er búinn að fleyta honum á sykurlögn.

Þegar ég hef kolsýrt restina í einni flösku þá hef ég ekki lent í þessum vandræðum, en þetta getur verið áhugaverð tilraun ef þú hefur gaman af slíku.

Re: Hálf flaska = flöskusprengja?

Posted: 1. May 2010 12:29
by hrafnkell
Eg set venjulega uppleystan sykur í fötu og fleyti svo ofan á sykurinn. Það hefur gefist ágætlega og kolsýran verið jöfn.

Re: Hálf flaska = flöskusprengja?

Posted: 1. May 2010 13:58
by sigurdur
hrafnkell wrote:Eg set venjulega uppleystan sykur í fötu og fleyti svo ofan á sykurinn. Það hefur gefist ágætlega og kolsýran verið jöfn.
Ég hef gert það frá upphafi en samt fengið ójafna kolsýringu á milli flaskna, nema ef ég hræri varlega þegar ég er búinn að fleyta.
Ég nota hinsvegar bara 3/8" hívert, þannig að það er kanski ástæða ójafnar blöndunar.

Re: Hálf flaska = flöskusprengja?

Posted: 3. May 2010 23:46
by kristfin
ég hef lent í ójafnri sykurdreifingu.

núorðið þá hræri ég létt í þessu þegar svona 2 tommur eru komnar í fötuna og þá er þetta ekkert mál. sleifin sem ég hræri í sykrinum þegar ég sýð hann og leysi hann upp, er sótthreinsuð neðstu 2 tommurnar :)

Re: Hálf flaska = flöskusprengja?

Posted: 27. May 2010 22:33
by BeerMeph
Magn loftsins í flöskunni ætti ekki að hafa áhrif ef blandað hefur velið verð sykrinum.