Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by Classic »

[Disclamer fyrir AG pervertana ;) ] Því meira sem ég kynni mér hobbíið sé ég það að ég hef ekki plássið fyrir almennilegt AG rigg þar sem ég bý núna, og eftir að hafa skoðað myndbandaseríuna hjá þessum gaur: http://www.youtube.com/user/HomebrewingVideo" onclick="window.open(this.href);return false; er ég eilítið farinn að hallast að þessari aðferð. Dýrara í framleiðslu, þar sem mestallt hráefni þyrfti að vera sérinnflutt, en enginn startkostnaður og -fyrirhöfn ofan í það sem komið er (utan bara einhver gadget sem hvort eð er eru á innkaupalistanum til að flýta fyrir), og miðað við hve lítil neyslan er á heimilinu (þótt ég sé þá aðeins að reikna með eigin neyslu, hugsanleg (og afar líkleg) aðstoð vina og kunningja er ekki komin inn í jöfnuna) hugsa ég að AG startpakkinn yrði ansi lengi að borga sig upp hvort eð er nema ég sleppi mjög vel í flestum liðum...

Nú hlýtur einhver hér að hafa farið lengri leiðina úr kit-and-kilo yfir í AG, svo mig langar svona aðallega að forvitnast um hvaðan er hægt að kaupa hráefnið í "alvöru" extract bruggun (og líka myndi maður kannski byrja á Muntons kittum á móti viðeigandi DME frekar en dextrósa eða bökunarmaltextract), mér gengur illa að finna sjoppur sem senda beint til Íslands, og eins ef einhver gæti svarað því hvaða vörugjöld leggjast á þetta við komuna til landsins önnur en 7% virðisaukinn.. Ábendingar um æskileg vörumerki í extracti eða kittum (forhumluðum eða með humlunum sér) væru líka vel þegnar :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by sigurdur »

Mér skildist á Kalla (karlp) að hann hafi keypt sitt hráefni beint frá Bretlandi og hafi fengið það mjög nýtt. Mig minnir þó að hann hafi sagt að það væri dýrara.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by Eyvindur »

Ég byrjaði á svona kittum. Þau eru fín, en ekkert á við AG - þó milljón sinnum betri en kit-n-kilo.

Ég pantaði þetta frá Midwest Supplies og sendi í gegnum ShopUSA. Þetta er mjög þungt, en ekki mikið um sig, þannig að ég held að það hljóti að vera praktískara (ShopUSA rukkar miðað við rúmmál). Það leggjast engir tollar á þetta, enda flokkað sem matvæli.

Þetta er töluvert dýrara, en ekki það versta. Ein spurning þó: Hefurðu íhugað Brew In A Bag? Það tekur ekkert meira pláss en extract, nema þú þarft stóran pott.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by Hjalti »

Hef keypt mitt dót frá Midwest Supplies.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by Classic »

Jáauðvitað, ShopUSA, á m.a.s. að eiga account hjá þeim þeim eftir að keypt nokkra gítara á eBay í góðærinu.. ef ég nú bara myndi passwordið..

Þetta er dýrara, sé það eftir smá fikt á Midwest að lögunin er að kosta þetta 7-8 þúsund m.v. að nota kittkassana (9,5-10 ef maður tekur bara eitt kitt en svo snögglækkar flutningskostnaður með fjölgandi itemum, svo maður myndi aldrei taka minna en 2 í einu til að ná niðri kostnaði per líter) fyrir 19 lítra gerir um 400kall á líterinn. Það er snöggt um skárra en að borga 1000 kall per líter [takk Skallagrímur!] sem margir betri bjórar eru farnir að kosta, plús að maður hefur þann möguleika þegar maður kemst upp á lag með þetta að sníða uppskriftina til eftir sínu höfði ...

Hef ekki íhugað BIAB, en það gæti komið að því. Þetta er ágætis byrjun.. og hver veit nema maður hafi svo plássið þegar maður er kominn með framtíðarsamastað og fari þá í AG.. svo getur líka verið að gengið lagist einhvern tímann svo þetta verði aftur samkeppnishæfur kostur við korn að austan, þótt það sé kannski óþarfa bjartsýni ;)

Takk fyrir upplýsingarnar. Þarf núna bara að fara að losa einhverja af þessum kútum hérna (eða skottast niður í Ámu og splæsa í fleiri.. veit samt ekki hvar ég ætti að koma þeim fyrir) og henda mér í þetta bara :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by Eyvindur »

Mæli með að kíkja á Brewing Classic Styles eftir Jamil og John Palmer. Þar eru allar uppskriftir á extract formi (reyndar AG líka, en þetta er stílað á extract bruggara). Það gæti verið að þú myndi sleppa betur með að panta hráefnið í magnpakkningum, frekar en að kaupa settin (skoðaðu þá líka fleiri verslanir en Midwest). Extract geymist mjög lengi (sérstaklega DME), og sömuleiðis ger og humlar. Gætir vafalítið sloppið með minni fjárhæðir en þú ert að tala um fyrir kittin.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by kristfin »

+1
brewing classic styles er frábær bók. þó maður mundi ekki brugga neitt en úr þeirri bók það sem eftir er væri maður í góðum málum

ég mundi haga minni bruggun öðruvísi ef eg hefði aðgang að ódýru dme hér á landi.

næsta stjórn ætti að reyna ná samningum við vínkjallarann. það ætti að vera lágmarks áhætta að kaupa dme til landsins.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by Classic »

Hmm.. ég þóttist búinn að svara þræðinum, hef greinilega látið previewið duga og farið svo að gera eitthvað annað.. sagði basically eitthvað um að það yrði snilld færi Vínkjallarinn að selja DME, myndi einfalda hluti og lækka verð, hélt svo eitthvað áfram bara að endurtaka það sem þið segið til að sýna að ég meðtaki boðskapinn. Var búinn að skoða eitthvað uppskriftir, en held ég taki kittin til að byrja með og færi mig út í hvort í sínu lagi þegar ég er kominn með þetta meira á hreint, og þykist búinn að finna réttu uppskriftirnar. Tékka jafnvel á þessari bók.

Endilega hendið inn fleiri punktum ef þið hafið einhverja, örugglega fleiri en ég sem vilja eitthvað merkilegra en Kit-and-kilo en mikla fyrir sér eitthvað við AG ferlið... :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Extract bruggun - Verslanir sem senda til Íslands o.fl.

Post by karlp »

Eyvindur wrote:Ég byrjaði á svona kittum. Þau eru fín, en ekkert á við AG - þó milljón sinnum betri en kit-n-kilo.
þar er kits og kits. mér finnst of einfald að segja bara "en ekkert á við AG"" en miljón sinnum betri en kin'n'kilo? JÁ!

Ef ég var enn þá með sírop, ég væri setja extract bjór í keppni... kannski annað ár ;)
Eyvindur wrote: Þetta er töluvert dýrara, en ekki það versta. Ein spurning þó: Hefurðu íhugað Brew In A Bag? Það tekur ekkert meira pláss en extract, nema þú þarft stóran pott.
nema stóran pott. OG orkuríkari brennari/eldavél.

http://hopshopuk.com er með gæði sírop í stóran kútur, en sérstaklega eftir kreppan, það er MIKLA ódýrara að brugga AG.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply