Page 1 of 1
					
				Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 25. Apr 2010 23:49
				by kristfin
				gaf mér loks tíma til að hnoða saman bjórskáp, eða keggerator uppá enskuna.
fékk gefins fínan gram ísskáp um daginn sem ég byrjaði reyndar að nota sem gerjunarskáp, en ákvað að breyta núna í keggerator.
ég stækkaði hann fram um 12cm, svo 4 kútar pössuð í hann og ég gæti notað hillurnar í hurðinni líka.
 
er með loka á hverri slöngu svo ég geti stýrt þessu betur, og síðan mæli sem sýnir mér þrýstinginn á kerfinu
 
 
á bara eftir að beygja gataplötu til að setja ofaní slefbakkann
 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 25. Apr 2010 23:57
				by valurkris
				Öfund.
Þetta er bara snilld hjá þér. 
Er þetta slökkvitæki sem að er búiða að breyta
			 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 00:11
				by kristfin
				já.  ef maður finnur svona slökkvitæki, þá setja þeir í kolsýruhleðslunni nýjan loka á það fyrir mann og maður er í business.
			 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 09:29
				by sigurdur
				Stórglæsilegt.
Eru mörg slökkvitæki að detta aftan af vörubílum þarna í götunni hjá þér?
			 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 12:05
				by kristfin
				ég hef augun opin 

 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 12:25
				by hrafnkell
				Er samt sniðugt að hafa kútinn á hliðinni?
			 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 13:35
				by kristfin
				hrafnkell wrote:Er samt sniðugt að hafa kútinn á hliðinni?
er með þetta úti í bílskúr til að prófa.  kúturinn verður standandi við hliðina á honum í búrinu
 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 19:01
				by karlp
				hvernig gengur venjulegur krána á hægri hönd? of mikið foam?
			 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 22:27
				by kristfin
				sko, kraninn lengst til hægri er sódavatnskraninn.
ég seldi konunnu þá hugmynd að það væri fínt að vera með sódavatn á krana í búrinu.  notaði síðan tækifærið og setti 3 bjórkrana með 

 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Apr 2010 23:01
				by valurkris
				kristfin wrote:sko, kraninn lengst til hægri er sódavatnskraninn.
ég seldi konunnu þá hugmynd að það væri fínt að vera með sódavatn á krana í búrinu.  notaði síðan tækifærið og setti 3 bjórkrana með 

 
HaHa þessi var góður
 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Aug 2011 14:14
				by Maddi
				Biðst afsökunar á að uppa svona gamlan þráð,
en nú sjást myndirnar ekki og mig langar mikið að sjá hverslags slökkvitæki maður ætti að leita að til að útbúa sem kút, eða þennan svokallaða "thirst extinguisher".
Einhver með tips handa mér?
			 
			
					
				Re: Bjórskápurinn í Túninu Heima
				Posted: 26. Aug 2011 14:21
				by sigurdur
				9L vatnsslökkvitæki