Page 1 of 1

Pæling

Posted: 24. Apr 2010 23:48
by Ómar
Þar sem ég kann ekkert að brugga en er fínn í að smíða þá held ég bara áfram hér á þessum slóðum

Nú langar mig til að reyna að spara mér sporin í því að tappa á flöskur og ég er að spá hvort einhver hér hafi látið bjórinn kolsýrast (segir maður það ekki) í fötu eða 30L bjórkút eins og ég er að spá í að gera og vera svo með krana neðst í kútnum. þetta gæti verið sniðugt ef viðkomandi er með ísskáp á lausu sem hægt væri að geyma kútinn í. Bjórinn alltaf kaldur og sennilega laus við grugg ef kraninn er X cm yfir botninum.

Endilega segið mér hvað þið haldið um þetta.

KV.Ómar

Re: Pæling

Posted: 25. Apr 2010 11:00
by hrafnkell
Þessi kútur þyrfti að geta haldið slatta þrýstingi. Ég myndi bara mæla með því að fá þér cornelius kúta frekar en að smíða eitthvað sjálfur :)

Re: Pæling

Posted: 25. Apr 2010 21:15
by sigurdur
Skoðaðu þennan þráð ..

http://www.homebrewtalk.com/f51/diy-chi ... er-123770/" onclick="window.open(this.href);return false;