Page 1 of 1
Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 05:41
by kalli
Veit einhver hvar ég fæ ódýran plast krana til að setja á gerjunarílátið og átöppunarfötuna?
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 10:30
by sigurdur
Ég fékk þær upplýsingar frá Ámunni einhverntímann í einhverja mánuði að þeir væru í pöntun hjá þeim.
Ég pantaði mína að utan þegar ég gafst upp á að bíða, en þú getur svosem athugað hvort að þeir eigi þetta núna.
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 10:58
by kristfin
plastkranarnir í ámunni eru rándýrir þegar þeir eru til.
spurning að setja bara vatnskrana 1/2, færð hann í barka í kópavogi
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 11:00
by kristfin
reyndar mæli ég með því að setja ekki krana á gerjunarfötuna. best að einfalda hlutina og draga úr líkindum á óhreinindum og jukki.
en á átöppunarfötuna er þetta ekki spurning
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 12:00
by Ómar
Ég var í Ámunni um daginn og þeir áttu krana en það var þvílíkt bullverð á þessu að ég keypti fötu með krana en sá krani er með 18mm breiðum stút og hálf vonlaus greyið. Félagi minn keypti krana í Vînkjallaranum fyrir 1500kall en það þarf reyndar að snikka hann talsvert til svo hann passi á fötu.
KV.Ómar
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 14:13
by Eyvindur
kristfin wrote:reyndar mæli ég með því að setja ekki krana á gerjunarfötuna. best að einfalda hlutina og draga úr líkindum á óhreinindum og jukki.
en á átöppunarfötuna er þetta ekki spurning
+1
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 16:56
by hrafnkell
Ég hef bara notað krana og gegnumtök úr vatnsvirkjanum/gesala/vörukaup. óþarfi að splæsa í eitthvað plast sem er líklega endingarstyttra.
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 17:13
by kalli
hrafnkell wrote:Ég hef bara notað krana og gegnumtök úr vatnsvirkjanum/gesala/vörukaup. óþarfi að splæsa í eitthvað plast sem er líklega endingarstyttra.
Það er of groddalegt fyrir átöppunarfötnuna fyrir minn smekk. Ég reikna með að panta krana að utan.
Re: Plast krani á tunnu
Posted: 21. Apr 2010 20:25
by hrafnkell
Of groddalegt? Þú getur fengið þetta í öllum stærðum, þar á meðal sömu stærðum og plastkranar fást í.