Page 1 of 1

[Til sölu] Korn og humlar

Posted: 10. Apr 2010 13:42
by Idle
Vegna samdráttar í bjórgerð á heimilinu, auglýsi ég 100 gr. af Cascade og annað eins af Hallertauer til sölu eða skipta. Einnig á ég eitthvað af ristuðu byggi og CaraMunich II. Ég efast ekki um að einhver hafi meiri not fyrir þetta en ég, og þá er vissulega betra að láta það fara á betra heimili, en í ruslið. :)

Uppfært 2010-04-15: Eftir standa enn 100 gr. Cascade, Hallertauer, sem og Fuggles. Tvö kíló af ristuðu byggi (roasted barley), 2,8 kg. CaraMunich II, og 4 kíló reykt malt (smoked malt).

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 10. Apr 2010 16:14
by BeerMeph
Ég væri til í að kaupa eitthvað caramunich II af þér.. hvað ertu að selja mikið? :)

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 11. Apr 2010 08:39
by Idle
Um þrjú kíló, eða svo.

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 11. Apr 2010 12:09
by BeerMeph
Ég skal kaupa af þér kiló til að byrja með. Pm'aðu mig með hvað þig langar í fyrir það.

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 15. Apr 2010 21:05
by gunnarolis
Áttu ennþá ristað bygg?

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 15. Apr 2010 21:55
by Idle
gunnarolis wrote:Áttu ennþá ristað bygg?
Já, það á ég. Sendu mér bara PM. :)

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 3. May 2010 14:55
by mcbain
Ég væri til að kaupa af þér humla, sendirðu útá land :)

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 3. May 2010 17:43
by Idle
mcbain wrote:Ég væri til að kaupa af þér humla, sendirðu útá land :)
Alveg sjálfsagt. Sendu mér bara PM. :)

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 24. Jul 2010 15:00
by Bangsi
Hvað áttu eftir af þessu góðgæti

Re: [Til sölu] Korn og humlar

Posted: 24. Jul 2010 15:09
by Idle
Ég get látið eitthvað af súkkulaðimalti, ristuðu byggi, Cascade, Perle og Fuggles. Hugsa að ég eigi jafnvel einn eða tvo pakka af S-04 og WB-06 sem ég gæti látið frá mér.