Page 1 of 1

Er einhver að fara í ÖB?

Posted: 8. Apr 2010 14:05
by Diazepam
Hafi þið eitthvað verið að sameinast um ferðir í ÖB, ég þyrfti að komast fljótlega.

Re: Er einhver að fara í ÖB?

Posted: 8. Apr 2010 14:24
by arnarb
Sæll.
Menn hafa sameinast um ferðir veit ég, hef nú ekki stundað það sjálfur. Þarf engu að síður að fara fljótlega, er að taka saman pöntun og væri alveg til í að sameinast um ferð.

Ertu búinn að leggja inn pöntun hjá þeim?

Re: Er einhver að fara í ÖB?

Posted: 8. Apr 2010 14:34
by Diazepam
Sæll

Nei ég er ekki búinn að panta, en var að hugsa um næstu viku sennilega fimmtudag. En ég væri alveg til í eitthvert samkomulag um að taka fyrir einn eða tvo þá og eiga það svo inni næst. Ég reikna ekki með að kaupa neitt svakalega mikið núna.

Re: Er einhver að fara í ÖB?

Posted: 8. Apr 2010 23:01
by arnarb
Líst ágætlega á þetta. Ertu til í að grípa með þér pöntun frá mér í leiðinni? Mig vantar sárlega núna Pale Ale malt og ætlaði að kaupa smávegis að auki.

Re: Er einhver að fara í ÖB?

Posted: 9. Apr 2010 09:03
by Diazepam
Sæll arnarb,

Ég reikna með að fara á fimmtudaginn í næstu viku (15.apríl) sentu mér bara póst áður.

Re: Er einhver að fara í ÖB?

Posted: 13. Apr 2010 20:39
by arnarb
Sæll.
Hvernig viltu að ég borgi þér? Er búinn að leggja inn pöntun fyrir rúmlega 10. þús.

kv. Arnar