stofnun félags

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

stofnun félags

Post by kristfin »

ég er búinn að kynna mér það aðeins hvernig við stofnum félagið.

búum til samþykktir, samþykkjum þær.

skráum félagið hjá skattinum, sendum afrita af samþykktunum með og fáum kennitölu.

það kostar 5000 að skrá félag og 6600 á ári að vera með pósthólf.

her er uppkast að samþykktum

Code: Select all


Samþykktir fyrir Fágun – Félag áhugamanna um gerjun
1. grein
Félagið heitir Fágun - Félag áhugamanna um gerjun.  Félagið er áhugamannafélag.
2. grein
Heimili félagsins er XXX
ATH: það kostar 6600 krónur á ári að leigja pósthólf
3. grein
Tilgangur félagsins er að kynna Íslendingum heimavinnslu matvæla með gerjun, rétt eins og hefur verið gert frá árdögum menningar.  
4. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að starfrækja heimasíðuna http://www.fagun.is þar sem spjallhópar verða aðgengilegir öllum félagsmönnum.  Einnig mun félagið standa fyrir námskeiðum og keppnum til að vekja áhuga almennings og félagsmanna á efninu
5. grein
Stofnfélagar eru: (Hér þarf nöfn, heimilisföng og kennitölur allra stofnenda).
6. grein
Félagar geta hverjir þeir sem hafa náð fullra 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og samþykkt að undirgangast þessar samþykktir.
7. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mörgum félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara ásamt 2 meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagsins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
8. grein
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
9. grein
Hugmynd 1:Árgjald félagsins er 2.000 kr og skal það innheimt með millifærslu inn á reiking félagsins
Hugmynd 2: Árgjald félagsins er ekki neitt, en stuðningsmannakerfi verður tekið upp.  Stuðningsgjöldin verða 1000,  3000 og 5000.  Viðkomandi stuðningsmaður fær icon í profile á fagun.is sem kunngjörir hvaða status hann er með.  Einungis stuðningsmenn geta tekið þátt í fundum eða keppnum.
10. grein
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til að halda árshátíð félagsins í febrúar/mars á hverju ári.
11. grein
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta, 75% atkvæða.  Eignir félagsins renna til Kattavinafélagsins.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi…
Dagsetning og undirskriftir allra stofnenda eða stjórnarmanna.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: stofnun félags

Post by Eyvindur »

Reglur félagsins eru til:

http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=263" onclick="window.open(this.href);return false;

Endilega taktu mið af þessu (á síðu 2 var búið að setja þetta inn í RSK form, að mestu held ég).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: stofnun félags

Post by kristfin »

ég taldi mig hafa étið þetta flest upp. bætti aðeins við

Code: Select all

Samþykktir fyrir Fágun – Félag áhugamanna um gerjun
1. grein
Félagið heitir Fágun - Félag áhugamanna um gerjun.  Félagið er áhugamannafélag.
2. grein
Heimili félagsins er XXX
ATH: það kostar 6600 krónur á ári að leigja pósthólf
3. grein
Tilgangur félagsins er að:
•	Sameina áhugamenn um gerjun
•	Miðla þekking á gerð gerjaðar matvöru og menningu henni tengdri
•	Stuðla að bættri ímynd heimagerjaðra matvæla
•	Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um gerð áfengra drykkja 
4. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að starfrækja heimasíðuna http://www.fagun.is þar sem spjallhópar verða aðgengilegir öllum félagsmönnum.  Einnig mun félagið standa fyrir námskeiðum og keppnum til að vekja áhuga almennings og félagsmanna á efninu
5. grein
Stofnfélagar eru: (Hér þarf nöfn, heimilisföng og kennitölur allra stofnenda).
6. grein
Félagar geta hverjir þeir sem hafa náð fullra 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og samþykkt að undirgangast þessar samþykktir.
7. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mörgum félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara ásamt 2 meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Hver félagsmaður má aðeins gegna embætti í 2 ár.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagsins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
8. grein
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
9. grein
Hugmynd 1:Árgjald félagsins er 2.000 kr og skal það innheimt með millifærslu inn á reiking félagsins
Hugmynd 2: Árgjald félagsins er ekki neitt, en stuðningsmannakerfi verður tekið upp.  Stuðningsgjöldin verða 1000,  3000 og 5000.  Viðkomandi stuðningsmaður fær icon í profile á fagun.is sem kunngjörir hvaða status hann er með.  Einungis stuðningsmenn geta tekið þátt í fundum eða keppnum.
10. grein
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til að halda árshátíð félagsins í febrúar/mars á hverju ári.
 11. grein

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta, 75% atkvæða.  Eignir félagsins renna til Kattavinafélagsins.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi…

Dagsetning og undirskriftir allra stofnenda eða stjórnarmanna.


Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: stofnun félags

Post by Eyvindur »

Já, ég var bara ekki viss... Hafði ekki tíma til að lesa þetta almennilega yfir. Vildi vera viss um að allt sem var samþykkt á sínum tíma væri örugglega í þessu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: stofnun félags

Post by sigurdur »

Eignir félagsins renna til Kattavinafélagsins.
Eru menn hrifnir af köttum?
Breytir svosem engu máli :)

En í 9. grein þá er ég persónulega fylgjandi tillögu 1. Þó það sé eitthvað sem að verður að ákveðast á stofnfundi.

Nú þarf bara að boða aðalfund. Einhver sem að vill setja það fram á almenna spjallið fyrir Aprílfund?
Post Reply