Er hægt að þynna í secondary?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Chewie
Villigerill
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Er hægt að þynna í secondary?

Post by Chewie »

Bruggaði um helgina með uppskrift sem ég bjó til úr BeerSmith og áætlaði 70% nýtingu. En í ljós kom að nýtingin var í nærri lagi 85% miðað við OG. Bjórinn átti að vera um 5% en er núna að slaga upp í 7% ef allt gengur eðlilega. Ég gleymdi að þynna bjórinn áður en ég setti hann í primary svo mín spurning er;
Er í lagi að þynna bjór með soðnu vatni (kælt niður) þegar maður setur í secondary ?

Annað mál fyrir þá sem nota Beersmith þá er áætlað final gravity hjá mér alltaf alltof hátt miðað við það sem ég fæ út. Td. er ég með bjór sem átti að vera með FG 1.013 en er með actual FG 1.005 Af hverju stafar það ? Hvaða parameters í BS stjórna final gravity - er ekki að átta mig á því en ég hefði haldið að það væri gerið magn/týpa og sá tími/aðstæður sem bjórinn er geymdur ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Eyvindur »

Mín reynsla er sú að í svona forritum er attenuation ekkert reiknað út. Maður þarf að slá það inn handvirkt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Oli »

Chewie wrote:Bruggaði um helgina með uppskrift sem ég bjó til úr BeerSmith og áætlaði 70% nýtingu. En í ljós kom að nýtingin var í nærri lagi 85% miðað við OG. Bjórinn átti að vera um 5% en er núna að slaga upp í 7% ef allt gengur eðlilega. Ég gleymdi að þynna bjórinn áður en ég setti hann í primary svo mín spurning er;
Er í lagi að þynna bjór með soðnu vatni (kælt niður) þegar maður setur í secondary ?

Annað mál fyrir þá sem nota Beersmith þá er áætlað final gravity hjá mér alltaf alltof hátt miðað við það sem ég fæ út. Td. er ég með bjór sem átti að vera með FG 1.013 en er með actual FG 1.005 Af hverju stafar það ? Hvaða parameters í BS stjórna final gravity - er ekki að átta mig á því en ég hefði haldið að það væri gerið magn/týpa og sá tími/aðstæður sem bjórinn er geymdur ?
Það er líklega allt í lagi að bæta soðnu vatni í secondary, ég myndi ekki gera það sjálfur samt :)
Varðandi gernýtnina, hvaða hitastig ertu að meskja við, hefur þetta komið fyrir oftar en einu sinni?

Viðbót. Beersmith virðist mæla FG út frá meðalnýtni gersins sem er notað.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Chewie
Villigerill
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Chewie »

Ég hef nú einungis bruggað tvisvar; í fyrsta skipti með lager bjór sem ég meskjaði við 65°C og svo með fly sparge við 75,5, fékk OG 1.058 í stað 1.052 (ásamt FG 1.005 í stað 1.013). Og í annað skiptið á öl bjór sem ég meskjaði við 67°C og fly sparge við 75°C, fékk OG 1.059 í stað 1.050.
Ég setti reyndar fyrst tvo 11g saflager 23 þurrger út í lagerbjórinn en ekkert gerðist í um 24klst svo ég bætti við þeim þriðja (alltaf með starter) þá kom þetta. Spurning hvort þessir þrír gerpokar hafi ýtt þessu niður um 8 stig ?
Það er reyndar fínt að vandinn sé ekki á hinum endanum - alltaf jákvætt að fá sterkari bjór en að enda með pilsner. :skal:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by sigurdur »

Ég myndi ekki þynna í secondary.
Það er reyndar fínt að vandinn sé ekki á hinum endanum - alltaf jákvætt að fá sterkari bjór en að enda með pilsner.
Ertu nokkuð að rugla pilsener við léttöl / léttlager ?

Annars þá myndi ég reikna út frá því að nýtnin þín sé um 80% svo að þú fáir ekki alltaf sterkari bjóra en þú bjóst við.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Eyvindur »

Það sem ég hef vanalega gert er að vera með aðeins of mikið skolvatn, og stoppa skolunina þegar rétt magn er komið, mæla þá pre-boil gravity og reikna út sirka hvað það á að vera miðað við uppgufunina mína og það OG sem ég er að sækjast eftir. Ef ég er langt yfir held ég svo bara áfram að skola. Þetta hefur gefist býsna vel, og ég er sjaldan mjög langt frá markinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Oli »

Chewie wrote:Ég hef nú einungis bruggað tvisvar; í fyrsta skipti með lager bjór sem ég meskjaði við 65°C og svo með fly sparge við 75,5, fékk OG 1.058 í stað 1.052 (ásamt FG 1.005 í stað 1.013). Og í annað skiptið á öl bjór sem ég meskjaði við 67°C og fly sparge við 75°C, fékk OG 1.059 í stað 1.050.
Ég setti reyndar fyrst tvo 11g saflager 23 þurrger út í lagerbjórinn en ekkert gerðist í um 24klst svo ég bætti við þeim þriðja (alltaf með starter) þá kom þetta. Spurning hvort þessir þrír gerpokar hafi ýtt þessu niður um 8 stig ?
Það er reyndar fínt að vandinn sé ekki á hinum endanum - alltaf jákvætt að fá sterkari bjór en að enda með pilsner. :skal:
Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur af þessu í þetta eina (tvö?) skipti. Ef þú heldur áfram að fá of lágt fg þá ættirðu að skoða hitamælinn þinn, eða hafa tvö stykki við meskingu til að vera viss um rétt meskihitastig.

Varðandi lagergerjun, ef þú ert með hitastigið rétt við gerjunina (8-12°c) þá sér maður oft ekki gerjunarmerki (búbl í vatnslás) fyrr en eftir nokkra daga.
Ekki gera starter úr þurrgeri, bara bleyta upp í vatni skv. leiðbeiningum, skoðaðu gerreiknivélina á mrmalty.com til sjá hversu marga pakka þú þarft af lagergeri.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Chewie
Villigerill
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Chewie »

Ég setti bara gerið út í vatn 10mlxþyngd (20min) og bætti svo við sykurvatni og geymdi í um 30mín, meira var það ekki - bara til að fá upp virknina. Veit að þetta ekki tæknilega séð "starter" en þetta er samt sem áður virkjun á geri.
Ég ætla að hækka nýtnina í 85% og sjá hvort þetta komi betur út næst. Takk fyrir ábendingarnar !

ps. Var að grínast með pilsner. :P Ég veit að ég er með lager bjór :roll:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Eyvindur »

Pilsner er bjórstíll. Íslendingar eiga það til að kalla léttöl pilsner, en það er mikil rangfærsla.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Er hægt að þynna í secondary?

Post by Classic »

Eyvindur wrote:Pilsner er bjórstíll. Íslendingar eiga það til að kalla léttöl pilsner, en það er mikil rangfærsla.
„Eiga það til“ held ég að sé afar vægt til orða tekið .. mér hefur frekar fundist heyra til undantekninga ef fólk skilur þetta orð rétt.. Ég vil kenna Ölgerðinni um, þetta orð er brennt í þjóðarsálina í tengingu við léttbjór, mögulega að talsverðu leiti því áberandi bjór með nafnið „Pilsner“ fékkst ekki sterkari en 2,25% fyrr en 15 árum eða svo eftir að banninu var aflétt..


edit: fann í kollinum íslenska hugtakið yfir slettu sem notuð hafði verið í upprunalegu innleggi, og fannst ég ekki geta sleppt því að íslenska innlegg mitt.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply