Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Ég breytti uppskriftinni lítillega, stækkaði hana upp í 25 og breytti smá. Set inn um leið og tölvan með bruggforritinu kemst í tengingu við netið (eitthvað að klikka). Í öllu falli er ég með pre boil gravity upp á 1.057, sem ætti að vera sirka nákvæmlega passlegt (aðeins of hátt, ef eitthvað, sem maður kvartar sjaldnast yfir).
Mjög skemmtilegt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
30 gr Centennial (9,1%) í 60 mín
50 gr Centennial (9,1%) í 20 mín
100 gr Centennial (9,1%) í 5 mín
28 gr Centennial (9,1%) þurrhumlun
Dass af gipsi í meskinguna.
US-05 ger.
Ég endaði með 26 lítra, með OG 1.066. Get ekki kvartað yfir því. Hef ekki komist í að reikna út nýtnina. Lyktin var allavega kjánalega góð - og slatti af humladrullu í botninum á pottinum. Allt í allt stórgóður dagur. Nú er það vinnan.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Minn farinn að bubbla, svaka góður ylmur af þessu
hlakka til að prófa þennan
Annars ér ég farinn að sturta einfaldlega úr suðutunni í gerjunar tunnu, og læt allt gumsið fara í
Það hefur bara góð áhrif. Við Úlfar gerðum tilraun með þetta, side-by-side, 25l með gumsi og 25l án. Það var enginn merkjanlegur munur á humlakarakternum. Eini munurinn sem við sáum var að bjórinn sem fékk gumsið náði betra attenuation, sem gæti stafað af aukinni næringu, en gæti líka bara stafað af því að tveir ólíkir gerpakkar geta hegðað sér örlítið öðruvísi...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Jæja, þá fór þessi á flöskur í gær, og eftir að hafa smakkað þá get ég ekki sagt til um hvort mér finnst hann góður eða vondur, ég hef eldrei smakkað svo hátt IBU verður gaman að bera saman við aðra, OG var 1.010
ég sauð saman um 150gr af sykri við 1,5ltr af vatni fyrir átöppun, vildi þynna aðeins út
atax1c wrote:Heheh var þetta heimskuleg spurning ?
Eigum við ekki bara að segja að hún hafi verið lítið eitt fljótfærnisleg?
Helsti munurinn á enskum og amerískum IPA felst í uppruna hráefna, þ. e. korni og humlum (gerið segir einnig sitt). Að öðru leyti eru stílarnir áþekkir.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
ég hlyt að vera búinn að tapa því.
ég er trekk í trekk að svara hundgömlum póstum. fannst þetta nefnilega svo sniðugt hvað bjössi var búinn að vera lengi með þennan í lögun
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kristfin wrote:ég hlyt að vera búinn að tapa því.
ég er trekk í trekk að svara hundgömlum póstum. fannst þetta nefnilega svo sniðugt hvað bjössi var búinn að vera lengi með þennan í lögun