Page 1 of 1

[Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 23. Feb 2010 18:43
by ulfar
Vantar 6-7 swing top flöskur (eins og grolsch en ekki þó Grolsch)
Verða að vera ómerktar
Ekki mikið stærri en 660 ml, mega vera minni

Borga í 750 ml La Trappe flöskum. T.d. einn kassa af La Trappe flöskum.

kv. Úlfar

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 23. Feb 2010 19:51
by dax
Það eru til svona glærar í Europris síðast er ég gáði. En þær kosta meira en við skuldum Bretum og Hollendingum til samans!

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 23. Feb 2010 23:08
by kristfin
varstu bínn að tékka á ikea. það voru til sving flöskur þar

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 23. Feb 2010 23:10
by Eyvindur
Ég hef líka séð þær í Söstrene Grene.

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 23. Feb 2010 23:51
by Classic
Spyr sá sem ekki veit, er IKEA/Europris/Søstrene Grene swingflöskum jafn vel treystandi fyrir bjór eða eplafreyðivíni og notuðum Grolschflöskum, eða eru menn að nota þetta undir flata drykki til að spara sér þjösnaganginn með korktroðarann?

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 24. Feb 2010 00:11
by kristfin
ég veit um allavega einn swing klúbb síðan í vesturbænum. sennilega eiga þeir svona flöskur.

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 28. Feb 2010 22:21
by Bjori
sá þetta á Ikea síðunni, finst þetta frekar dýrt... en samt :

http://ikea.is/categories/1387/categori ... ducts/7148

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Posted: 28. Feb 2010 22:55
by valurkris
Ég fór eimitt í IKEA fyrir um viku og sá svona flösku lengst í burtu og var snöggur að hlaupa að henni og kíkti á verðmiðann, ég var enn sneggri að hlaupa í burtu því á miðanum stóð sjöhundruð og eithvað. Vona að ég hafi kíkt á vitlausan miða því 495 hljómar betur en er enn soldið dýrt