Page 1 of 1

Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 11. Feb 2010 22:13
by mcbain
Sælir

Hvernig væri að kaupa ódýran kitt bjór í Europris sem er gefin upp fyrir 23 ltr. Í staðinn gera bara 11 lítra úr kittinu og sleppa öllum sykri, væri þetta ekki fínn "fíllerís" bjór? :)

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 11. Feb 2010 23:32
by Squinchy
Já þetta gæti verið skemmtilegt verkefni :), vissi ekki að þeir væru með svona kit bjór

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 11. Feb 2010 23:34
by sigurdur
Gætir mögulega sett bjórinn í suðu og bætt við bragð- og angan-humla til að fá betri bjór.

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 11. Feb 2010 23:36
by mcbain
sigurdur wrote:Gætir mögulega sett bjórinn í suðu og bætt við bragð- og angan-humla til að fá betri bjór.
Já ég verð að plata einhver fyrir sunnan að kaupa humla fyrir mig það er málið :)

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 11. Feb 2010 23:39
by mcbain
Önnur pæling, kaupa Coopers lager og svo á ég 500gr af light dry malt og gera batch uppá kanski 18ltr
hvaða OG skildi fá útur því???.....hhmmm :roll:

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 11. Feb 2010 23:56
by Andri
ég sauð þetta coopers drasl í klst og bætti eitthvað dash af humlum í hann, notaði samt sykurinn en gerjaði við minna hitastig (9°c)
Endaði með mun betri útkomu ég veit það þar sem ég hef áður gert úr sama kitti..
vá finnst eins og ég hafi talað um þetta eina góða skipti mitt milljón sinnum.. ég þarf að drattast í ag-ið
Veit ekki hvaða og, getur örugglega reiknað og sem er gefið upp í bæklingnum miðað við 23 lítra & sykurinn og fundið svo út hvað sykurinn er að gefa og dregið það frá. Svo hlýtur að vera einhver skemtileg reiknivél sem getur reiknað út mismunandi við lítramagn

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 00:44
by atlipall
mcbain wrote:Sælir

Hvernig væri að kaupa ódýran kitt bjór í Europris sem er gefin upp fyrir 23 ltr. Í staðinn gera bara 11 lítra úr kittinu og sleppa öllum sykri, væri þetta ekki fínn "fíllerís" bjór? :)
Nei, ég hef prófað að gera þetta, bætti meira að segja humlum í fyrir bragð ... útkoman var vægast sagt beiskur og ferlega vondur bjór. Mun verra en coopers með sykri.

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 01:01
by mcbain
Já þetta kemur í ljós læt ykkur vita eftir 2 vikur.

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 09:31
by Oli
atlipall wrote:
mcbain wrote:Sælir

Hvernig væri að kaupa ódýran kitt bjór í Europris sem er gefin upp fyrir 23 ltr. Í staðinn gera bara 11 lítra úr kittinu og sleppa öllum sykri, væri þetta ekki fínn "fíllerís" bjór? :)
Nei, ég hef prófað að gera þetta, bætti meira að segja humlum í fyrir bragð ... útkoman var vægast sagt beiskur og ferlega vondur bjór. Mun verra en coopers með sykri.
Ég hef ekki enn smakkað verri bjór en Coopers gerjaðan með sykri, þessi tilraun hlýtur að hafa mistekist illilega. ;)

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 17:30
by atlipall
Oli wrote:
atlipall wrote:
mcbain wrote:Sælir

Hvernig væri að kaupa ódýran kitt bjór í Europris sem er gefin upp fyrir 23 ltr. Í staðinn gera bara 11 lítra úr kittinu og sleppa öllum sykri, væri þetta ekki fínn "fíllerís" bjór? :)
Nei, ég hef prófað að gera þetta, bætti meira að segja humlum í fyrir bragð ... útkoman var vægast sagt beiskur og ferlega vondur bjór. Mun verra en coopers með sykri.
Ég hef ekki enn smakkað verri bjór en Coopers gerjaðan með sykri, þessi tilraun hlýtur að hafa mistekist illilega. ;)
Hehe, það getur vel verið að eitthvað annað hafi klikkað, fórum svona að:
* meskjuðum um hálft kíló af caramunich/munich korn
* suðum svo sírópið í virtinu og og bættum 1/2 pundi af saaz í 10mín og 1/2 pundi saaz í 5 mín. (þvílík sóun á humlum!!)
* suðum einning smá lakkrísrót með í 10 mín

Útkoman varð ca 11L af ílla römmum og bragðvondum bjór. Tilraun sem verður ekki gerð aftur :oops:

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 18:27
by dax
1 pund af humlum í 11 lítra? :shock: voruð þið að reyna að gera ódrekkanlegan bjór? Jahérna hér!

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 19:32
by hrafnkell
dax wrote:1 pund af humlum í 11 lítra? :shock: voruð þið að reyna að gera ódrekkanlegan bjór? Jahérna hér!

Nákvæmlega, þetta er ofsalegt magn af humlum í lítinn bjór :shock:

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 19:57
by Eyvindur
Haaaa??? Var einhver vökvi eftir? Sat ekki allt eftir í humlunum?

Re: Smá pæling á ódýrum kitt bjór

Posted: 12. Feb 2010 20:42
by atlipall
Hahahahahahaha.. vá, nei pund .. hehe.. átti að vera únsa :) Ég hef ekki einu sinni séð heilt pund af humlum samankominn á einn stað :)