Viking Lite

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Viking Lite

Post by Andri »

Stal einum af kærustunni... ég veit ekki hvort þetta flokkast undir bjór.
Honestly þetta smakkaðist eins og kolsýrt vatn.. með 4.4% áfengi.
Hausinn fór strax niður eftir að ég helti í glas, létt kolsýrður og varð mjög fljótlega flatur.
Engin lykt, ekkert bragð. Held honestly að þetta sé 70% vatn og 30% bjór
Sem bjór fær þetta 0/10. Sem kolsýrt vatn með áfengi þá fær þetta 1/10
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Viking Lite

Post by Eyvindur »

Nei, nú þykir mér týra... Þetta hélt ég aldrei að myndi gerast, en ég held svei mér að ég verði að snúast lite bjórnum til varnar.

Mundu virðinguna, sem okkur hefur verið tíðrætt um.

Þetta er 100% bjór, það liggur fyrir, þótt bragðlítill sé. Oftast er notaður maís eða hrísgrjón til að gera lager bjóra extra létta án þess að þeir verði óáfengir, því það gefur sáralítið bragð. Hafa ber í huga að það er ekki til erfiðari stíll í bruggun en léttur lager. Því léttari og bragðminni sem bjórinn er, því meira áberandi verða allir gallar. Það verður að virða það við stóru brugghúsin að það er afrek út af fyrir sig að brugga tugi tonna af léttustu bjórum sem fyrirfinnast þannig að hver einasta flaska sé nákvæmlega eins.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Viking Lite

Post by Oli »

Má ekki rakka þessa bjóra niður ef maður bætir svo við í endann "með fullri virðingu" :D
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Viking Lite

Post by Eyvindur »

Ég held bara að við ættum að hafa í huga að spara stóru orðin og vera málefnalegir í allri gagnrýni. Ekki það að Andri hafi farið eitthvað brjálæðislega yfir strikið, mér finnst bara þurfa að gæta hófs í orðavali í svona dómum - og virða alla drykki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Viking Lite

Post by Oli »

Sammála því...... það er í lagi að segja sína skoðun þó ...með fullri virðingu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Viking Lite

Post by Eyvindur »

Jájá, bara að setja þær fram af hófsemi og virðingu og spara upphrópanir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Viking Lite

Post by Stulli »

Algjörlega sammála Eyvindi.

Ég hef ekki smakkað Viking lite, en smakkaði á Egils lite fyrir nokkrum vikum hjá tengdamömmu minni. Það kom mér satt best að segja á óvart hvað hann var tæknilega séð flottur. Það var alveg frábært "headretention" á honum og bragðið svosem ekki sem verst.

Einsog Eyvindur nefndi eru þetta jú tæknilega séð erfiðustu bjórarnir til þess að brugga. Það er miklu miklu erfiðara að brugga bjór sem að hefur lítið sem ekkert bragð heldur en að brugga bjór með bragði. Þessir bjórar eru venjulega framleiddir á þann hátt að ensíminu amyloglucosidase er bætt í meskinguna til þess að brjóta niður alla dextrina sem að alfa og beta amylase ráða ekki við til þess að framleiða ljósan og fullgerjanlegan virti. Gerin geta unnuið úr öllum kolvetnunum sem að eru í vritinum eftir þessa meðferð og skilja því engar kalóríur eftir í bjórnum á formi kolvetna. Virtirinn er venjulega svolítið þéttur þannig að hann er þynntur niður, venjulega eftir gerjun, það er mjög algeng pracsís í brugghúsum, þ.e.a.s. að gerja sterkt og þynna svo niður. Það gleyma því margir að það eru ekki bara kolvetnin í bjórnum sem að innihalda kalóríur, heldur líka áfengið.

Munurinn á kaloríuinnihaldi á þessum light bjórum og alkóhólsnauðum bragðmiklum bjórum einsog t.d. 4 - 4,5% bresk öl, er ekki mikill.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Viking Lite

Post by Andri »

Ég fann ekkert bragð og enga lykt.
Ég var ekki að segja að það væri ekki erfitt að gera svona bjór en ég fann ekkert bragð og enga lykt, ég prófaði að hrista bjórinn í glasinu til að fá einhverja lykt en það tókst ekki. Måske hef ég verið að drekka of bragðmikla bjóra undanfarið þannig að ég finn ekkert bragð né lykt af svona léttum bjór.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Viking Lite

Post by Andri »

Og já ég vissi af þessu ferli með ensímin til að nota mestallar sykrurnar og þynna svo wortið til að fá "lite" bjór, að mínu mati mættu þeir nota meira af humlum :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Viking Lite

Post by Korinna »

Ég hef drukkið Viking light þar sem mér fannst Egils alltaf vondur og ég vildi samt íslenskan bjór og já, ég er kona. Ég er hins vegar búin að vera dugleg að vera að smakka hitt og þett hjá Hjalta. Mér finnst þetta sjálf undarlegt en ég vil ekki of beiskan bjór og þá hefur hann bara komið vel út. Eitthvað einfalt og þægilegt.
man does not live on beer alone
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Viking Lite

Post by Eyvindur »

Þú getur nú samt fengið þér bjór með bragði, þótt þú viljir ekki beiska bjóra. Konan mín er frekar viðkvæm fyrir beiskum bjórum, en ég er samt alveg búin að venja hana af Carlsberg sullinu sem hún drakk alltaf þegar við kynntumst. Nú vill hún helst ekkert annað en hveitibjór (enda bruggaði ég tvo slíka fyrir hana). Hún er líka mjög hrifin af porter. Hveitibjór finnst mér einmitt vera fyrirtaks bjór þegar mann langar í eitthvað létt og svalandi, frekar en einhverja bragðbombu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Viking Lite

Post by Korinna »

mér finnst Carlsberg vondur og einnig hveitibjór, þann sem ég hef smakað sem ég man ekki hvað heitir, hehe. En ég er einnig á spjallinu til að læra :skal:
man does not live on beer alone
Post Reply