Á sunnudaginn lagði ég í minn fyrsta AG bjór, bjó til einfalda SMaSH uppskrift sem samanstóð af Pale Ale malti og Cascade humlum. Ferlið gekk að mestu áfallalaust fyrir sig, OG mældist u.þ.b. 1.049 eftir suðu og kælingu. Ég fékk lánað öflugt Counter Flow kælikerfi sem kældi virtinn niður í u.þ.b. 15C.
Þetta tók allt sinn tíma og klukkan var orðin ansi margt þegar ég skellti gerinu út í gerjunarfötuna. Ég notaðist við 7 grömm af Coopers Brewing Yeast, sem ég hrærði í 250 mL soðnu vatni við 35C hita og lét standa í 30 mínútur með plastfilmu yfir. Virtinn var enn um 15C þegar gerið fór út.
Núna eru næstum liðnar 60 klukkustundir og ekki er að sjá neinar loftbólur í vatnslásnum, sem virðist þó vera þéttur. Ég á reyndar eftir að mæla hitastig og gravity til að sjá hvort e-ð sé að gerast þrátt fyrir skort á loftbólum. Ef þær mælingar leiða í ljós að ekkert sé í gangi er þá ekki ráð að bæta geri út í virtinn?
Hvaða skýringar geta verið á þessu?
Það sem mér hefur dottið í hug er að virtinn hafi verið of kaldur, 15C, þegar gerið fór út í, en ætti gerjunin ekki að fara í gang þegar hitastigið hækkar?
Einnig datt mér í hug að 7 grömm af geri væru ekki nóg í 25L, stenst það?
Það er líka spurning hvort gerið sé útrunnið, ég keypti það fyrir viku í Ámunni en það stendur "12008" neðst á pakkanum, ég hafði ekki tök á að útvega mér annan pakka þegar ég uppgötvaði þetta, datt líka í hug að þetta gæti verið pökkunardagur gersins. Allavega þykir mér það frekar lélegt ef Áman selur útrunnið ger.
Þú hefðir þurft að henda um 17 gr. af þessu geri í til að það ná kjöraðstæðum fyrir gerjun, hitastigið var kannski heldur lágt en ætti að vera ok ef gerfjöldinn væri nægilegur. Setja nýjan pakka af geri ef það fer ekki af stað fljótlega. Vera svo viss um að lokið á fötunni sé loftþétt líka.
ég hef notað þetta ger frá Ámuni 1 sinni í Janúar og 1 sinni síðasta Nov. ég bara stráði því yfir froðun beint í wirtin og það var farið að bubbla eftir 10-12 klst, hitastig á wirt í janúar var um 16°, ég veit ekki hvort það sé ráðlegt að láta þurrger leisast upp í hreinu soðnu vatni ég held að gerillin þurfi næringu strax og síðan þarf gerillin nauðsinnlega súrefni til að geta fjölgað sér.
Flestir (en ekki allir framleiðendur) mæla með því að setja þurra gerið í vatn áður en því er hent í virtinn, ástæðan er sú að sykurmagnið í virtinum getur hindrað það að efnaskipti frumunnar fari í gang aftur. http://www.howtobrew.com/section1/chapter6-5.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Hinsvegar er mjög gott að testa gerið með smá virti og sjá hvort það sé í lagi, sérstaklega með svona gamalt ger eins og um ræðir í þessu tilfelli.
Þetta er allt of lítið ger (reyndar þarf 12g, ekki 17, samkvæmt reiknivél), sem gæti valdið töfum. Sérstaklega ef ekki hefur verið nægjanlegt súrefni. Hristirðu afar vel?
Hitastigið gæti valdið einhverjum töfum, en tæplega svona miklum. Margir setja gerið út í svolítið kaldan virti og láta svo volgna (kannski ekki alveg svona kaldan, en 16-17°C er algengt).
Ég veðja vanalega á að fatan sé ekki nógu vel lokuð. Ef það er ekki málið finnst mér samspil súrefnisskorts og of fárra gerfruma vera líklegasta skýringin. Þá myndi ég setja meira ger, og ef gerjunin er ekki farin í gang myndi ég hrista betur - ef SG hefur eitthvað breyst skaltu sleppa því.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Eyvindur wrote:Þetta er allt of lítið ger (reyndar þarf 12g, ekki 17, samkvæmt reiknivél), .
Reyndar eru það 17-18 ef þú hakar við calculate viability from date. Þar sem gerið rann út 2008 skv. Erlendi, finnst mér góð hugmynd að reikna með því að gerið sé ekki 100%.
Hvaða reiknivél notið þið? Ég hafði ekki skoðað þetta áður en fann mrmalty.com í tenglasafninu, sú reiknivél gefur mér reyndar að ég þurfi 25 g af geri miðað við að gerið sé framleitt í janúar 2008.
Ég er nokkuð viss um að fatan sé þétt. Ætti ég að henda tveimur pökkum af geri út í? Er þá ekki gott að nota sömu aðferð og áður, láta gerið standa í volgu vatni áður en ég helli því yfir virtinn?
Reddaðu þér almennilegu geri sem fyrst.En ef þú átt bara gamalt coopers ger, testaðu það þá áður en þú notar það aftur http://www.howtobrew.com/section1/chapter6-5.html" onclick="window.open(this.href);return false;
ef það fer í gang hentu þá góðum skammti í virtinn, kannski 2 pk. Ef ekkert gerist í testinu þá verðurðu biðla til góðhjartaðra mann hér á fágun. Viss um að einhver vill lána/selja ger gegn smá þóknun og smakki á fullgerjuðum bjór.
Hringdi í Ámuna, skv. því sem þeir segja er gerið ekki útrunnið, "12008" er víst serial nr., best fyrir dagsetningin er á magnpakkningunni sem gerið kemur í. Þá ætti væntanlega einn pakki til viðbótar að duga?
Kíkt var í fötuna í gær, gerjun greinilega í gangi. Kannski var hún ekki nógu þétt, en vatnslásinn virtist þó gefa það til kynna þegar ýtt var á lokið. Tunnan er hjá félaga mínum en sykurflotvogin hjá mér þ.a. hann gat ekki mælt en hennti samt pakka af geri út í. Vonandi hefur það ekki slæm áhrif, kemur í ljós innan tíðar.