Óli Helgi

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Óli Helgi

Post by olihelgi »

Sælir. Ég heiti Ólafur Helgi og er björnörd. Ég var lagerdrykkjumaður til ársins 2006 en þá flutti ég einmitt til Danmerkur og kynntist Freysa og bjórmenningarfélaginu Kidda. Eftir þau kynni varð ekki aftur snúið.
Ég komst fljótt að því að beiskur humlaríkur bjór átti vel við mig ég drakk ógrynni af IPA á þeim 2 árum sem ég bjó í DK. Aðrir stílar hafa verið að bætast við eftir þetta, og í dag tekst mér vanalega að finna eitthvað gott við þá bjóra sem að ég drekk. Ég er mjög hrifinn af örbruggi frá Bandaríkjunum og Danmörku og nægir að nefna Rogue, Flying Dog, Mikkeller, Norrebro í því sambandi.
En ég flutti aftur á klakann síðasta sumar og klessti bókstaflega á vegg. Alveg skelfilegt úrvalið af gæðaöli hérna en það hefur reyndar skánað með nýju bjórunum frá Ölvisholti og svo eru nokkrir aðrir leikmenn að gera ágætis hluti á þessu sviði líka. En ég saknaði IPA og ákvað því að brugga eitt batch af því síðastliðið haust. Það gekk ágætlega, notaði malt extract og cascade humla og fylgdi uppskrift sem ég fann á brygladen. Það var stórgaman að brugga og ég ætla pottþétt að halda áfram að gera það í framtíðinni. Ef að þið hafið áhuga á að sjá mig að verki þá setti ég nokkur vídeó inn á youtube og þið getið nálgast þau hér: http://www.youtube.com/view_play_list?p ... 4B25D47972
Endilega skrifið comment ef að þið viljið koma einhverju á framfæri en það er vert að hafa það í huga að þetta var frumraun mín á þessu sviði og ég er nú þegar búinn að fá góðar athugasemdir sem ég notað í framtíðinni. Ég skora jafnframt á aðra að taka upp bruggferlið, eða sýna uppsetninguna á brugggræjunum.
Cheers,
Óli Helgi.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Óli Helgi

Post by halldor »

Velkominn! Láttu eins og heima hjá þér
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Óli Helgi

Post by Hjalti »

:hello: Velkominn!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Óli Helgi

Post by arnilong »

Velkominn í Fágun.

Flott framtak hjá þér að taka ferlið upp. Gott fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Óli Helgi

Post by Eyvindur »

Gaman að sjá þig hérna, loksins. Var farinn að bíða! ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Óli Helgi

Post by Andri »

Velkominn, ég hef rekist á þessi vídjó áður ætli það var ekki í gegnum facebook síðuna okkar.
Snilld að sjá þetta framkvæmt, hef verið að horfa endalaust á all-grain vídjó á youtube og væri einfaldlega ekki í þessu áhugamáli ef netið væri ekki til staðar
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Óli Helgi

Post by Eyvindur »

Ætli það eigi ekki við um flesta okkar...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Óli Helgi

Post by nIceguy »

Hehehe blessaður Óli! Ég hóf eiginlega bruggun út af Óla, það var í raun hann sem var farinn á kaf í að skoða græjur og möguleika og þá endanlega ákvað ég að drífa í þessu líka og láta verða af þessum pælingum. Sé ekki eftir því. :sing:
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
Post Reply