Sælir
Fyrsti AG bjórinn sem ég lagði í hefur nú verið 2 vikur á flöskum og hann er ennþá hálf flatur. Hann er mjög bragðgóður en vantar gos í hann.
Þetta var brúðkaupsölið 20 lítra skammtur, gerið sem ég notaði var einn pakki af safale S-04.
Ég blandaði 114 grömmum af Corn sugar í 2 bolla af vatni og sauð, hellti þessu í átöppunarfötu og fleytti bjórnum úr secondary þar sem hann hafði verið í tæpar 3 vikur og yfir í átöppunarfötuna og tappaði síðan á flöskur.
Ég hreinsaði flöskurnar með Saniclean no rinse hreinsiefni.
Hitastigið sem flöskurnar voru geimdar við var um 15 gráður fyrstu 10dagana en seinustu 4 daga hef ég verið með þær við stofuhita
OG og FG var eins og það átti að vera.
Er eitthvað sem ég get gert til að fá gos í bjórinn eða er hann ónýtur? Þarf ég kannski bara að bíða lengur.