Fyrsti AG bjórinn flatur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Mr.Pete
Villigerill
Posts: 4
Joined: 15. Jan 2010 22:23

Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by Mr.Pete »

Sælir

Fyrsti AG bjórinn sem ég lagði í hefur nú verið 2 vikur á flöskum og hann er ennþá hálf flatur. Hann er mjög bragðgóður en vantar gos í hann.

Þetta var brúðkaupsölið 20 lítra skammtur, gerið sem ég notaði var einn pakki af safale S-04.

Ég blandaði 114 grömmum af Corn sugar í 2 bolla af vatni og sauð, hellti þessu í átöppunarfötu og fleytti bjórnum úr secondary þar sem hann hafði verið í tæpar 3 vikur og yfir í átöppunarfötuna og tappaði síðan á flöskur.

Ég hreinsaði flöskurnar með Saniclean no rinse hreinsiefni.

Hitastigið sem flöskurnar voru geimdar við var um 15 gráður fyrstu 10dagana en seinustu 4 daga hef ég verið með þær við stofuhita
OG og FG var eins og það átti að vera.

Er eitthvað sem ég get gert til að fá gos í bjórinn eða er hann ónýtur? Þarf ég kannski bara að bíða lengur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by hrafnkell »

Ég myndi prófa að bíða lengur, þetta getur tekið aðeins lengri tíma.

Hvaðan fékkstu svo sykurmagnið, var það úr beersmith eða einhverju álíka?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by sigurdur »

Lýstu fyrir mig gerjunarferlinu hjá þér
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by halldor »

Ertu búinn að lesa þennan http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=667" onclick="window.open(this.href);return false; þráð í gegn?
Plimmó Brugghús
Mr.Pete
Villigerill
Posts: 4
Joined: 15. Jan 2010 22:23

Re: Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by Mr.Pete »

hrafnkell wrote:Ég myndi prófa að bíða lengur, þetta getur tekið aðeins lengri tíma.

Hvaðan fékkstu svo sykurmagnið, var það úr beersmith eða einhverju álíka?
Sykurmagnið fékk ég úr beersmith, gæti verið að ég hafi notað of lítinn sykur?
Mr.Pete
Villigerill
Posts: 4
Joined: 15. Jan 2010 22:23

Re: Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by Mr.Pete »

sigurdur wrote:Lýstu fyrir mig gerjunarferlinu hjá þér
Ég var með ölið í primary(plastfötu) í 4 daga og í secondary(gler carboy) í tæpar 3 vikur. Hitastigið var í kringum 20gráður + - 2gráður.Það byrjaði að bubbla vel í vatnslásnum 15 tímum eftir að ég setti ölið í gerjunarfötuna og það var farið að hægjast mjög mikið á því þegar ég skellti þessu yfir í carboyinn þar sem ég geymdi ölið í tæpar 3 vikur.
OG var eins og það átti að vera samkvæmt uppskrift en FG var eitthvað örlítið hærra, það var 1.018 í staðinn fyrir 1.014 eins og það átti að vera ef ég man rétt.

Hvað gæti verið að valda þessu vandmáli? Of lítill sykur? Geymdi ég ölið of lengi áður en ég tappaði á flöskur? lélegt ger? vitlaust hreinsiefni? Hitastig við geymslu? eða þarf ég bara að bíða lengur?

Endilega segið ykkar skoðun því mig langar ekki að lenda í þessu aftur.

Og er eitthvað sem ég get gert til að bjarga bjórnum?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by sigurdur »

SÁEÖFÞH

Ég giska á að það sé bara lítið eftir að geri sem að hefur farið með í tunnuna eftir þennan tíma, án þess að vita það fyrir víst. Þú getur prófað að opna nokkrar flöskur og henda nokkrum gerkornum ofan í og tappað aftur sem smá tilraun.

Annars þá er 15°C nokkuð kalt fyrir ölger að reyna að gerja. Ég myndi leyfa gerinu að vakna úr dáinu sem að það hefur verið í. Bíddu í 1-2 vikur í viðbót og prófaðu einn bjór á móti gertilrauninni.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsti AG bjórinn flatur

Post by Eyvindur »

Ég leyfi mér að fullyrða að 3 vikur eru ekki of langur tími. Ég hef látið bjóra eldast lengur en það án þess að lenda í neinum vandræðum.

Hitastigið er mun líklegri orsakavaldur. Margar tegundir af ölgeri sofna eða slappast verulega við þetta hitastig. Ég myndi taka flöskurnar, snúa þeim varlega á hvolf í smá stund, til að hrista aðeins upp í gerinu (ekki hrista flöskurnar samt) og geyma þær svo í 1-2 vikur við stofuhita, eins og Sigurður sagði, og sjá hvort þetta lagast ekki. Þetta er ekki of lítill sykur og gerið hlýtur að vera í lagi, fyrst því tókst að gerja bjórinn þinn. Ég sé ekkert annað en hitastigið sem gæti valdið þessu.

Þú gætir líka gáð hvort flöskurnar eru ekki örugglega nógu vel lokaðar. Eins og var bent á í öðrum þræði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply