síun

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

síun

Post by Bjori »

Sælir

Til eru vínsíur. og áman m.a legir út eina slíka... en vitiði hvaða efni er í síunni sjálfri?
Gæti maður ekki sett krana neðarlega á kút, og komið einhverskonar síu á kranan? og komið í veg fyrir að botnfallið komi með ef maður skrúfar frá krananum?

Gæti verið afar þægilegt fyrir átöppun :)

Hvað segiði um það?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: síun

Post by Eyvindur »

Þegar maður fleytir bjór eftir gerjun verður langmest af gerinu eftir í fötunni. Það litla sem kemur með er nauðsynlegt til að mynda kolsýru í flöskunni, að viðbættum sykri. Það er hægt að sía bjórinn, með samskonar síu og Áman leigir út, en þá þarftu að geta sett bjórinn á kút til að bæta kolsýru út í eftir öðrum leiðum. Gerið varðveitir bjórinn þannig að hann geymist lengur án þess að vera staðinn, auk þess sem síun fjarlægir umtalsvert af bragðinu (þetta finnur maður vel ef maður smakkar bjórana frá ÖB fyrir síun og finnur muninn á þeim þannig og eftir átöppun, þegar búið er að sía þá). Þannig að að mínu mati er síun ofmetin. Hvað varðar það að setja síu upp sjálfur er það mjög hæpið. Þessar síur sía út örverur sem eru mældar í míkronum - þetta er ekki beinlínis sigtað úr.

Ef bjór er bruggaður af natni á hann að verða mjög tær. Allt sem gerir hann skýjaðan á að verða eftir í fötunni eða botninum á flöskunni. Maður er snöggur að komast upp á lagið með að hella bjórnum án þess að fá botnfallið með í glasið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

Re: síun

Post by Bjori »

Eyvindur wrote:Þegar maður fleytir bjór eftir gerjun verður langmest af gerinu eftir í fötunni. Það litla sem kemur með er nauðsynlegt til að mynda kolsýru í flöskunni, að viðbættum sykri. Það er hægt að sía bjórinn, með samskonar síu og Áman leigir út, en þá þarftu að geta sett bjórinn á kút til að bæta kolsýru út í eftir öðrum leiðum. Gerið varðveitir bjórinn þannig að hann geymist lengur án þess að vera staðinn, auk þess sem síun fjarlægir umtalsvert af bragðinu (þetta finnur maður vel ef maður smakkar bjórana frá ÖB fyrir síun og finnur muninn á þeim þannig og eftir átöppun, þegar búið er að sía þá). Þannig að að mínu mati er síun ofmetin. Hvað varðar það að setja síu upp sjálfur er það mjög hæpið. Þessar síur sía út örverur sem eru mældar í míkronum - þetta er ekki beinlínis sigtað úr.

Ef bjór er bruggaður af natni á hann að verða mjög tær. Allt sem gerir hann skýjaðan á að verða eftir í fötunni eða botninum á flöskunni. Maður er snöggur að komast upp á lagið með að hella bjórnum án þess að fá botnfallið með í glasið.
sÆLIR

Mér ljáðist reyndar að taka það fram, en ég var meira að hugsa þetta fyrir léttvínið hjá mér.. myndi aldrei síja bjórinn.....
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: síun

Post by Eyvindur »

Hahaha... Ég hugsaði ekkert út í annað en bjór. Áttaði mig ekki á því að þetta var undir "heimasmíði", ekki "bjórgerð"...

Svo ég svari þá spurningunni eins og eðlilegur maður...

Nei, ég held að þetta myndi ekki ganga. Ég hef notað svona síu á léttvín og hún dælir víninu í gegnum nokkrar mjög þéttar síur. Sé ekki hvernig ætti að vera hægt að gera svoleiðis innbyggt í fötu - eins og ég segi er þetta svo rosalega fínt.

Hins vegar ætti svona sía að vera óþörf ef maður ber sig rétt að við víngerðina. Felliefni og þolinmæði skila fullkomlega tæru víni, samkvæmt minni reynslu. Ég er með hvítvín í kút (búið að vera býsna lengi þar, reyndar), sem er fullkomlega tært - alveg jafn tært og rauðvínið sem ég síaði - og ég þakka það eingöngu réttum vinnubrögðum. Þannig að ég held að svona sía sé óþarfi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjori
Villigerill
Posts: 22
Joined: 11. Nov 2009 23:29

Re: síun

Post by Bjori »

Ég er sammála því Eyfi, en mér hefur alltaf þót afspirnu leiðinlegt að fleyta á milli kúta heheheh
Þess vegna fór ég að vellta þessu fyrir mér :vindill:

Hef verið svoldið í hvítu og rauðu með góðum árangri, en letin segir til sín í fleytingunni :)
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: síun

Post by Öli »

Ég held það sé hæpið að setja einhverja síu á krana, því það er svo mikið af geri (annað hvort á boninum eða í víninu ef það er ófallið) að það myndi stífla hana undir eins.

Annað sem mér dettur í hug er að setja krana í botnin á fotunni og láta rör standa upp inn í fötunni í ákv. hæð (t.d. 2 cm).
Þegar þú opnar fyrir kranan síðan þegar vínið er fallið þá fræðilega ætti bara að koma smá ger sem hefur sest í kranan og síðan ekki meir.
Hinsvegar af gefinni reynslu held ég að það virki ekki. Prófaði einusinni að gera engifer öl í 2 L plastflösku. Ég lét flöskuna á hvolf á meðan það var að falla svo gerið félli í tappan. Hugmyndin var að svo gæti ég losað tappan varlega yfir vaskinum og látið gerið fara úr. But nooo ..
Gerið var svo þykkt að það varla hreyfðist og engiferölið rann bara framhjá.

Senninlega myndi gerið sem settist í kranan hjá þér sitja þar dágóða stund og hægt og rólega leysast upp og blandast saman við allt vínið sem þú tækir úr kútnum.
Post Reply