Page 1 of 1
"Crash cool" og strásykur
Posted: 19. Jan 2010 21:43
by Idle
Að undanförnu hef ég notað venjulegan strásykur í stað þrúgusykur til að príma bjórinn. Í sama magni og ég hefði notað þrúgusykurinn (dextrósa). Virðist ekki hafa nokkur áhrif á bragðið, sem kemur heim og saman við tilraunir manna erlendis. Eins hef ég sett gerjunarföturnar út á svalir í nokkra sólarhringa, venjulega klæddar í dökka flíspeysu ef hitastigið er undir frostmarki, og eins til að hlífa þeim gegn sólarbirtu. Tveir til fjórir sólarhringar við um -2 til 4°C virka vel - ger og önnur hollusta fellur ört til botns, en getur vottað fyrir "chill haze". Vika eða lengur, a. m. k. undir 6°C virðist virka mjög vel. Nóg eftir af geri til að kolsýra í flöskum, en þó svo lítið að botnfallið í flöskunum verður lítið sem ekki neitt.
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 19. Jan 2010 21:49
by Eyvindur
Tvennt varðandi sykurinn. Í fyrsta lagi held ég að menn geri of mikið úr muninum á strásykri og þrúgusykri í bruggi. Þetta eru hvort tveggja einfaldar sykrur, og ég held að óbragðið sem menn tengja við dósabjórinn tengist frekar þessu óheyrilega magni af einföldum sykrum, í bjór sem er vanalega frekar ómerkilegur fyrir og ekki endilega með besta gerinu. Belgískur bjór inniheldur oftar en ekki allt að 30% af venjulegum strásykri, og ekki kvarta menn yfir óbragði af honum.
Í öðru lagi gæti þetta varla skipt nokkru þegar kemur að prímingu. Þetta er svo rosalega lítið.
Minn túkall.
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 20. Jan 2010 19:20
by BeerMeph
Lýst vel á þessar tilraunir hjá þér Sigurður.
Eyvindur: Dektrósi er í raun einfaldari sykur en strásykur að því leiti að strásykur er tvísykra en dektrósi er einfaldlega bara glúkósi. En hins vegar í óhófi veldur þetta vissulega óbragði sem ég hef sjálfur kynnst af dektrósanum.
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 20. Jan 2010 19:37
by Idle
E. t. v. rétt að bæta við, að eftir kælimeðferðina, tekur það bjórinn svolítið lengri tíma að kolsýrast (sem væntanlega er vegna minna magns af geri). Við 18°C hefur bjórinn venjulega verið fullkomlega kolsýrður á 7 til 10 dögum, en eftir kælimeðferð allt að þrjár vikur.
Þetta með sykurinn þóttist ég svo sem vita eftir svolítið gúggl. Í svona litlum mæli ætti hann ekki að hafa nokkur áhrif á bragð.
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 20. Jan 2010 21:26
by Bjori
Sælir.....
Athyglisverð umræða, er einmitt að brugga kitt bjór ( reyndar ) og ákvað að prufa að brugga hann með strásykri en er hinsvegar með kornsykurinn í seinni gerjunina.... en ég hef einmitt verið að vellta mikið fyrir mér muninum á því að nota jafnvel eingöngu strásykur.....
bíð spenntur eftir niðurstöðum
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 20. Jan 2010 23:35
by sigurdur
Bjori wrote:Sælir.....
Athyglisverð umræða, er einmitt að brugga kitt bjór ( reyndar ) og ákvað að prufa að brugga hann með strásykri en er hinsvegar með kornsykurinn í seinni gerjunina.... en ég hef einmitt verið að vellta mikið fyrir mér muninum á því að nota jafnvel eingöngu strásykur.....
bíð spenntur eftir niðurstöðum
Seinni gerjunina?? ertu að tvígerja kit'n'kilo bjór eða ertu að gera sett nr. 2?
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 21. Jan 2010 11:53
by BeerMeph
Notaru líka ávallt Irish mosh í suðuna? Verður hann tærari fyrir vikið?
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 21. Jan 2010 12:02
by Eyvindur
Irish moss, eða fjörugrös, breyta afar miklu um tærleikann. Ég hef séð það mjög bersýnilega eftir að ég kláraði það sem ég átti til af þessu.
Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 21. Jan 2010 13:08
by hrafnkell
Ég hef gleymt að smella því í í 3 af 4 allgrain sem ég hef lagt í

Re: "Crash cool" og strásykur
Posted: 21. Jan 2010 19:59
by Bjori
sigurdur wrote:Bjori wrote:Sælir.....
Athyglisverð umræða, er einmitt að brugga kitt bjór ( reyndar ) og ákvað að prufa að brugga hann með strásykri en er hinsvegar með kornsykurinn í seinni gerjunina.... en ég hef einmitt verið að vellta mikið fyrir mér muninum á því að nota jafnvel eingöngu strásykur.....
bíð spenntur eftir niðurstöðum
Seinni gerjunina?? ertu að tvígerja kit'n'kilo bjór eða ertu að gera sett nr. 2?
Er semsé með 2 sett í gangi, er að prufa eingöngu strásykur og svo eingöngu kornsykur ... svona til að sjá munin

( eða öllu helldur bragða )