Var að velta fyrir mér hvort einhver gæti verið svo vænn að útskýra meski-ferlið fyrir nýliða. Er búinn að leggja í 2 AG og bara gengið nokkuð vel, hef haldið mig við uppskriftir og leiðbeiningar en mig langar að skilja betur hvernig mismunandi hitastig hefur áhrif á útkomuna, er hitastigið mismunandi eftir týpu af bjór? Hver er munurinn á að meskja við 67 eða 70c? Hef verið að lesa mér til inn á Howtobrew.com en þætti betra ef ég gæti nálgast þessar upplýsingar á íslensku.
Einhver sem getur hjálpað?
Svo var ég að velta fyrir mér hvar menn nálgist uppskriftir? Þeir sem ég hef lagt í eru báðir af þessari síðu, (brúðkaupsölið og All Grain úr íslensku hráefni)
Lumar einhver á góðri uppskrift úr einhverju af eftirfarandi hráefni sem ég á til. Langar helst að gera einhvern mjög ljósan Ale eða stout ef það er hægt með þessu hráefni, eins er lítið mál að kaupa eitthvað sem gæti vantað til að gera stout ef það er til í heilsubúðum eða matvörubúðum á höfuðborgarsvæðinu??
Pale Ale
Cara Munich ii
Cara Aroma
Cara Pils
First Gold
Cascade
E.K.Goldings
Fuggles
Engilsh Ale yeast(White labs)
Safale Ale S-04
Safale US-05
Mesking er nokkuð flókið fyrirbæri, en minn einfaldur skilningur (ekki tæmandi og án tengingu við tannín) er sá að ef þú vilt flóknari sykrur (erfiðara fyrir gerið að melta), þá meskiru við hærra hitastig og sama á við með lægra hitastig og einfaldari sykrur. Þegar þú býrð til flóknari sykrur, þá verður hærra FG hjá þér og þá áttu meiri líkur á því að fá meiri fyllingu og jafnvel haus í bjórinn.
Hér fyrir neðan er meskihitakort eftir minni.
70°C => Mikil fylling
67°C => Meðal fylling
65°C => Lítil fylling
Ég hendi hér inn einni uppskrift sem ég gerði í mínum fyrsta AG og er hrifinn af.. Hún var einföld, cascade humlar, pale ale malt og caramunich II, allt eitthvað sem þú átt. Einfaldur og auðdrekkanlegur bjór að mínu mati.
Kæliboxið, ef það er sæmilegt og ef maður hendir flík á það aukalega ætti að halda hitanum innan einnar gráðu á klukkutíma. Ég keypti eitthvað útsölubox í byko og ef ég hendi snjógalla yfir það þá fellur það um eina gráðu á klukkutíma.