Virtdælur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Virtdælur

Post by hrafnkell »

Er einhver staður hér á landi sem getur selt manni dælur svipaðar March 809 dælunum sem fólk er mest að nota í bruggið? Þá meina ég dælur sem þola sjóðandi vatn og henta fyrir matvæli.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virtdælur

Post by Eyvindur »

Veit ekki með það. En ég er að pæla í að reyna að nota dælu úr uppþvottavél... Ekkert víst að það klikki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Heldurðu að hún dugi í virt í 70-100 gráðum? Fer svosem væntanlega eftir vélum og dælum.. Mín uppþvottavél fer t.d. hæst upp í 65 gráður.

Ástæðan fyrir því að ég að pæla í þessu er að það gæti verið skemmtilegt project að smíða controller sem gæti séð um meskingu (og halda hitastigi 100%), skolun, suðu o.s.frv. Ég á í raun alla rafmagnshluti sem ég þyrfti í þetta, t.d. relay, lcd skjá, örgjörva, hitanema, víra, díóður o.fl. nema þá dæluna. Sótti mér innblástur í http://www.speidels-braumeister.de/shop ... ister.html" onclick="window.open(this.href);return false; . Þetta er furðu einfalt ef maður pælir í því :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virtdælur

Post by Eyvindur »

Einmitt það sama og ég er að pæla.

Ég veit ekkert meira en það sem tengdafaðir minn, sem er rafvirki og hefur mikið gert við svona tæki, sagði mér. Hann vildi meina að þetta myndi virka. Það er bara ein leið til að komast að því...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Bara spurning með að það er fullt af plastefnum sem eru í fínu lagi upp að vissu hitamarki en fara svo að leka einhverjum efnum og tapa herslunni þegar hitinn er kominn yfir það. Fínt að finna dælu allavega og fletta upp hvaða efni eru í henni, það ætti ekki að vera neitt stórmál að googla það.

Mér datt í hug að hringja í fyrirtækið sem er við hliðiná Barka á nýbýlavegi. Minnir að það heiti dælur eða eitthvað svoleiðis. Þeir eiga hugsanlega eitthvað sem maður getur notað eða vita hvar maður fær það. Ætli þetta myndi þó ekki kosta ansi mikið hér á landi. March dælurnar eru til dæmis frekar dýrar í útlöndum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Skyndilega finnst mér march 809 vera rosalega hagstæðar dælur. Mig grunaði að ég fengi há verð uppgefin hjá innlendum aðilum, en jesús kristur. Lægsta verðið á dælu sem dælir 4-7 lítrum á mínútu og þolir 100 gráður sem ég fékk uppgefið var um 680þús - Án mótors!. Með mótor og þá var verðið tæp milljón.

Ég er að hugsa um að kaupa bara heilt bretti af march 809 dælum. :o :shock:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virtdælur

Post by Eyvindur »

WOOOOOOT?!?!?!

Þeir hljóta að vera að spauga... Þetta er eitthvað gott glens.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Virtdælur

Post by Andri »

vá, hvaðan var það verð fengið?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

daelur.is
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Virtdælur

Post by Andri »

prófaðu að senda framleiðanda mail og biðja um cirka verð á þessum dælum til almennings, ekki frá *.is emaili samt :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Ég hringdi í fálkann í morgun til að spyrja útí iwaki dælur.. Ég er búinn að vera að skoða iwaki md30 á ebay, get fengið hana um $50 ódýrari en march dælurnar, eða á um 20-25þús hingað komið með vsk. Fálkinn vill fá 63þús fyrir þær.

Ég er allur af vilja gerður að reyna að "styrkja" íslensk fyrirtæki og borga smá auka fyrir ábyrgð og þjónustu. En andskotinn hafi það, þetta er bara kjánalegt verð!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virtdælur

Post by Eyvindur »

Bentirðu þeim á það?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Nei, reyndar ekki. Þóttist viss að mér yrði boðinn smávegis afsláttur, kannski 10-20% en það dugir skammt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virtdælur

Post by Eyvindur »

Jájá, bara alltaf fróðlegt að heyra hvaða afsakanir verslanir gefa fyrir svona kjánalegri álagningu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Virtdælur

Post by sigurdur »

Ég held að þeir fái þetta bara á venjulegu verði frá framleiðenda og leggi á það sína álagningu.

Að miða þetta við verð sem að finnast á Ebay er kanski ekki alltaf besti samanburðurinn, einfaldlega vegna þess að góður hluti af seljendum hafa keypt heila lagera af fyrirtækjum sem að fara í þrot eða hætta á algjörum spottprís. Í þeim tilfellum er oft ekki athugað hve mikið hluturinn kostar frá framleiðanda.

En það má vera að það sé líka sóðaálagning á þessu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Virtdælur

Post by Eyvindur »

Vissulega. En vitið þið hvað þetta kostar hjá venjulegum smásöluaðilum erlendis?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Virtdælur

Post by sigurdur »

http://www.google.com/products?q=iwaki+ ... t&start=20" onclick="window.open(this.href);return false;

$210 - $260 af því sem að ég finn í snatri.

Það er um 70 USD mismunur á japönsku og bandarísku útgáfunni. Japanska er 230V en Bandaríska er 110V.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Virtdælur

Post by sigurdur »

Ef ég hraðreikna, þá fæ ég eftirfarandi formúlu.
( $210 [dæla] + $50 [sending] ) * 125 [kr/usd] * 1.4 [miðað við 40% toll .. kanski ýkjur] * 1.255 [VSK]

Út úr henni kemur 57102.5 ISK fyrir eina svona dælu.

Ég myndi giska á að örninn séu bara með venjulega álagningu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Fálkinn er væntanlega ekki að kaupa dælurnar á smásöluverði, kaupir margar saman og flytur ódýrt með skipi. Og það er enginn tollur á dælum skv því sem ég fann í tollskránni.

Gildir einu svosem, þetta er amk of dýrt fyrir mig hérna heima :)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Virtdælur

Post by Oli »

Hentar þessi ekki í verkefnið?
http://cgi.ebay.com/Iwaki-Magnet-Pump-M ... 67a41#shId" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Virtdælur

Post by sigurdur »

Þetta er sama tegund af dælu, jú, að öllum líkindum þá dugar hún í verkefnið hans.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Oli wrote:Hentar þessi ekki í verkefnið?
http://cgi.ebay.com/Iwaki-Magnet-Pump-M ... 67a41#shId" onclick="window.open(this.href);return false;

Jú, ég sendi honum póst í gær, er að bíða eftir svari um hvort hann vilji senda dæluna til Íslands :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Virtdælur

Post by hrafnkell »

Fékk svar og fékk dæluna á $117 með sendingarkostnaði. Finnst það ansi vel sloppið þar sem allar aðrar dælur sem ég hef skoðað hefðu endað í yfir $200.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Virtdælur

Post by Oli »

Flott, leyfir mér að fylgjast með verkefninu, stefni á að koma mér upp svona kerfi eins og þú veist.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
eymus
Villigerill
Posts: 48
Joined: 28. Nov 2009 18:30

Re: Virtdælur

Post by eymus »

er að átta mig á ferlinu sem þið eruð að tala um. Er dælan til að halda uppi hringrás í meskingunni þannig að hitinn dreifist jafnt o.s.frv.?
Post Reply