60l Suðupottur

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

60l Suðupottur

Post by valurkris »

Jæja þá eru hlutirnir loksins að fara að gerast hjá mér, er að dunda mér að gera suðupott úr 60l fötu frá Sigurplasti, en allavega þá eru hérna myndir.
Tunnan
Tunnan
IMG_3403d.jpg (34.78 KiB) Viewed 26748 times
Elementin 4 sem að ég komst yfir, þau eru öll 2000w
Elementin 4 sem að ég komst yfir, þau eru öll 2000w
IMG_3404g.jpg (64.62 KiB) Viewed 26748 times
Nærmynd
Nærmynd
IMG_3405u.jpg (61.32 KiB) Viewed 26748 times
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by valurkris »

Eitt elemetið komið í
IMG_3407j.jpg
IMG_3407j.jpg (42.6 KiB) Viewed 26747 times
og götin fyrir tvö í viðbót, ekki var pláss fyrir 4 þannig að þetta verður að duga
j.jpg
j.jpg (37.4 KiB) Viewed 26747 times
þá er bara að fynna þéttingar, var að pæla í að klippa úr silicone bökunarformi. Svo bara að víra þetta og brugga :beer:
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by sigurdur »

Flott græja.
Hvar fannstu hitaelementin?
Hvað er stíft þvermál á gengjunum?
Ætlaru að smíða einhvern pall fyrir þetta til að styðja við botninn?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by hrafnkell »

Þetta lúkkar fínt.

Ein spurning þó.. Af hverju settirðu elementið í botninn? Verður ekki vesen að láta fötuna standa með það þarna?

Varðandi pakkningar þá notaði ég bara teflonpakkningar, þær svínduga og þá þarf maður ekki að föndra með silikonform.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by valurkris »

sigurdur wrote:Flott græja.
Hvar fannstu hitaelementin?
Hvað er stíft þvermál á gengjunum?
Ætlaru að smíða einhvern pall fyrir þetta til að styðja við botninn?
Takk.

Elementið fékk ég í vinnuni og hef ekki hugmynd í hvað það var notað áður.

Götin eru 14 mm og mega ekki vera minni, elementi eru frekar stíf í.

Já ég ætlaði að smíða einhvern stuðning undir til að lyfta tunnuni frá gólfinu.
hrafnkell wrote:Þetta lúkkar fínt.

Ein spurning þó.. Af hverju settirðu elementið í botninn? Verður ekki vesen að láta fötuna standa með það þarna?

Varðandi pakkningar þá notaði ég bara teflonpakkningar, þær svínduga og þá þarf maður ekki að föndra með silikonform.
Ég vildi hafa elementin á sléttum fleti til að losna við alla spennu á fötunni og elemeninu og vona með því að minni hætta sé á leka.

Hvar fær maður þessar pakningar?
Kv. Valur Kristinsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by hrafnkell »

byko held ég bara.. Ekki nota gúmmípakkningar bara.
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: 60l Suðupottur

Post by joi »

Stórglæsilegt hjá þér, áttu fleiri element? :D
Er sjálfur að spá í að nota svipað fyrirkomulag en þó í 120l blárri síldartunnu, ekki ósvipað sem þessi er að gera:
http://www.homebrewtalk.com/f51/i-decid ... em-106668/

Varðandi pakkningar, þá tel ég að best sé að skera hringa út úr sílíkonmottu.
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: 60l Suðupottur

Post by Andri »

Hlakka til að sjá lokaútgáfuna :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by kristfin »

þú getur fengið suðumúffupakkningar sem eru fínar líka. ættu að fást í fossberg
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by valurkris »

joi wrote:Stórglæsilegt hjá þér, áttu fleiri element? :D
Er sjálfur að spá í að nota svipað fyrirkomulag en þó í 120l blárri síldartunnu, ekki ósvipað sem þessi er að gera:
http://www.homebrewtalk.com/f51/i-decid ... em-106668/

Varðandi pakkningar, þá tel ég að best sé að skera hringa út úr sílíkonmottu.
Takk fyrir ábendingarnar: Ég endaði á að gera pakkningar úr siliconmottu.

Varðandi elementið þá á ég ett auka en krisfin var á undan að spyrja um það en þú er næstur í röð ef að ég læt það frá mér og hann hefur áhuga á því.

en hér eru fleiri myndir.
1.jpg
1.jpg (25.69 KiB) Viewed 26643 times
2.jpg
2.jpg (40.99 KiB) Viewed 26643 times
3.jpg
3.jpg (31.64 KiB) Viewed 26643 times
Kv. Valur Kristinsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by hrafnkell »

Massíft, hvað eru elementin mörg wött?
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by valurkris »

Þau eru 2000w
Kv. Valur Kristinsson
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: 60l Suðupottur

Post by Bjössi »

2000w segir þú, gott mál segi ég en hvað mörg amper?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by sigurdur »

Einfalt mál að reikna það út.
Ég áætla að þessi 2000W séu miðuð við 230V.

Code: Select all

2000 W / 230 V = 8.69 A.
Þessi amper tala er miðuð við að þú sért með 100% nýtingu á elementinu. Það gerist aldrei, ég held að raunnýting á elementinu sé frekar í kring um 80%.

Code: Select all

8.69 * 0.8 = 6.95 A.
Síðan er mismunur á straumtöku elementsins, eftir því hvort að þú sért að nota 220V eða 240V.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: 60l Suðupottur

Post by Andri »

Ef ykkur vantar einhverja hjálp með rafmagnsmál þá er ég með sveinspróf í rafvirkjun og hef unnið sem rafvirki í 4 ár. Er reyndar í HR núna að fara að læra rafmagnstæknifræði.
Held að við séum nokkrir sem höfum reynslu í þessu hérna á spjallinu...
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by valurkris »

Einn slíkur hér á ferð
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by valurkris »

Jæja þá var ég að prufa græjuna og er ég bara nokkuð sáttur.

Þetta er 28 lítrar af vatni

Mínútur 0 5 10 15 20 25 29
Hiti 25 40 55 68 80 89 Suða
2.jpg
2.jpg (63.09 KiB) Viewed 25923 times

Þá er bara að græja tengibox með rofum fyrir hvert element og svo stand sem að lyftir tunnuni aðeuns frá gólfi
Kv. Valur Kristinsson
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: 60l Suðupottur

Post by joi »

Snilld, ertu með öll elementin á sömu grein, ég spyr þar sem ég er enn að klóra mér í hausnum hvernig best væri að fitta 3x 2kW hraðsuðuelementum á 25A grein (2 fasa), en í augnablikinu tel ég að best sé að deila þeim niður, einhver ráð?
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by sigurdur »

2kw hraðsuðuelement tekur aldrei 2kw (nema þú sért með hærri spennu).
Þegar ég var að gera tilraunir með mín hitöld þá varð straumnotkunin 7.5A per hitald á 218V. 3 hitöld á slíkri spennu (með sömu nýtni) nota þá 22.5A.
Ég áætla að þú sért með 220V (ekki 240V) fyrst að þú ert með 2 fasa.
Straumnotkunin á 240V er 8.25 per hitald => 24.77A

Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af straumnum á 25A tengli. Ég myndi frekar athuga hvort tenglarnir og kapallinn sem að liggur í töfluna ráði við 25 A.

Annars er trúlega besta leiðin fyrir þig að mæla straumnotkunina sjálfur á öllum hitöldunum.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by valurkris »

Ég var með þetta á 16 A grein og tengt beint í töflu, en mun græja 25 a til allmennar notkunnar

Ég tek ampertöngina með úr vinnuni á morgun og mæli þetta nálvæmlega
Kv. Valur Kristinsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by hrafnkell »

Ég er með sömu plastfötu og þú og með 4x 2kw element úr kötlum í henni. Mér finnst það vart mega vera minna, biðin er alveg nógu löng eftir suðu. Ég nota pottinn líka til að hita vatn fyrir meskingu og skolun. Þetta er svo keyrt á 2x 16A greinum.

Ég er allavega glaður að hafa ákveðið að doubla elementafjöldann, ég byrjaði með bara 2 element, en eftir fyrstu prufu þar sem ég athugaði hvað ég væri lengi að ná suðu á 20lítrum þá fór ég beint í rúmfatalagerinn og keypti 2 katla í viðbót :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: 60l Suðupottur

Post by Eyvindur »

Voðaleg óþolinmæði er þetta í ykkur. Ég er með pott sem ég giska á að sé 3kw (mögulega 3.5, en ég held ekki) og mér finnst það yfirdrifið nóg.

Ekki það, flott að vera með nægan kraft í þessu. En ég er forvitinn að vita hvað ykkur finnst vera of langur tími upp í suðu (frá meskihita, ekki köldu vatni).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 60l Suðupottur

Post by hrafnkell »

Svosem ekkert sem heitir of langur tími.. Aðallega það bara að geta stytt bruggdaginn eins og maður getur. Tekur nógu langan tím að henda í eina lögn þó maður sé ekki að bíða eftir suðu í 20mín..
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: 60l Suðupottur

Post by kristfin »

á þessum 20 mínútum er hægt að þrífa, taka til í skúrnum, ígrunda tengslin við almættið.

já eða, bölva pottinum og bæta við elementi.

bruggon!
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: 60l Suðupottur

Post by karlp »

valurkris wrote:Jæja þá var ég að prufa græjuna og er ég bara nokkuð sáttur.

Þetta er 28 lítrar af vatni

Mínútur 0 5 10 15 20 25 29
Hiti 25 40 55 68 80 89 Suða
Hvar fékkstu 25C vatn? kalt vatn hjá mér er ~6-7C

En samt, 30min til suða er nog gott :)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply