Malt og humlar frá Ölvisholti

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Oli »

Fékk eftirfarandi skilaboð frá Jóni í Ölvisholti vegna verðskrár á malti og humlum:

"Við erum að leggja lokahönd á þetta en verður sennilega ekki tilbúið fyrr en á morgun. Bruggmeistarinn er að taka saman lista yfir þær tegundir sem við verðum með á boðstólum núna í sumar, mér sýnist þetta vera 6-7 tegundir af malti og eitthvað álíka af humlum. Það verður hægt að nálgast maltið hjá okkur strax á morgun þannig að þú getur farið að setja þig í stellingar.

Að óbreyttu reikna ég ekki með að ég bjóði uppá sendingarþjónustu enda hef ég ekki mannafla í að pakka sendingum og koma þeim í flutning.

Svo reikna ég með að við verðum með meira úrval í haust. Maltið verður selt í 5kg pokum og 25kg pokum."



Hver ætlar að fara og ná í pöntun fyrir mig og senda mér með pósti ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Hjalti »

NAU! Geðveikt... All grain here I come :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by arnilong »

Það er nú hægt að gera margt við 7 tegundir af malti og sama af humlum :roll:

Ég er að deyja úr spenningi! Ég get ekki farið núna, er ennþá í prófum en get líklega gert það um helgina ef enginn verður farinn þá.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Hjalti »

Oli wrote:Hver ætlar að fara og ná í pöntun fyrir mig og senda mér með pósti ;)
Minnsta mál í heimi að redda því vinur...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Oli »

Takk Hjalti :)
Spurning um að taka bara hóppöntun á þetta þar sem minnsta eining af korni er 5kg.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Andri »

saweeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Stulli »

Snilld. Verðum við ekki allir sem að eru á höfuðborgarsvæðinu amk bara að fara í hópferð saman
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Hjalti »

Haha, á einhver pallbíl?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Andri »

Ég á Saab 9-5 sem er með kjáááánalega stóru skotti... kem alveg 2 og hálfu líki fyrir í því
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Andri »

Svo hef ég reyndar aðgang að sendiferðabíl :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by halldor »

Stulli wrote:Snilld. Verðum við ekki allir sem að eru á höfuðborgarsvæðinu amk bara að fara í hópferð saman
Ég segi að við tökum saman magn fljótlega eftir að við fáum að vita hvaða korn og hvaða humlar eru í boði. Svo ættum við að fara í kynnisferð í Ölvisholt (1.000 kr á mann) og sækjum hráefnið í leiðinni :)

Eiga einhverjir hér eftir að fara í Ölvisholtsheimsókn? Það er geggjað stuð.
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Hjalti »

Þá dettum við aftur í erfiðu spurninguna.... Hver í ósköpunum ætlar að vera Driver?

Á ég að fá tilboð í eina 14 manna rútu? Ég er að vinna hjá Rútufyrirtæki, þannig að ég gæti fengið sæmilegt verð.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by halldor »

Hjalti wrote:Þá dettum við aftur í erfiðu spurninguna.... Hver í ósköpunum ætlar að vera Driver?

Á ég að fá tilboð í eina 14 manna rútu? Ég er að vinna hjá Rútufyrirtæki, þannig að ég gæti fengið sæmilegt verð.
Það væri flott á fá tilboð í rútu
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Hjalti »

Mig minnir samt að verðið fari ekki niður fyrir 20þ kallinn samtals fyrir rútuna fram og tilbaka með nokkra tíma stoppi.

Þannig að verðið fyrir heimsókn yrði alveg 3000 kall á mann að minsta kosti...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Eyvindur »

Þetta er æði! 6-7 tegundir af humlum fær veskið mitt til að skjálfa af ótta.

Ég myndi bjóða mig fram sem dræver... En mig langar það ekki.

Auk þess myndi þurfa lágmark 2-3 bílstjóra... Sem minnkar fjörið í ferðinni aðeins. Er ekki málið að fá rútu? Held að smá auka kostnaður sé skárri en minnkað stuð fyrir nokkra. Kostnaðurinn yrði aldrei meiri en 3.000 kall á mann fyrir ferðina, þar sem lágmarksfjöldi í skoðunarferð hjá þeim er 10.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by halldor »

Við vinirnir mættum reyndar bara 6 talsins og borguðum 10.000 kr. í heildina :D

Ég myndi sko ekki sjá eftir 3000 kr. fyrir svona ferð. Við fáum væntanlega að smakka nýjustu afurðina, Freyju, sem er víst léttur en ávaxtaríkur bjór fyrir sumarið. Hljómar eins og eitthvað sem er ekki fyrir mig en áhugavert engu að síður.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Eyvindur »

Er það ekki hveitibjór?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Hjalti »

Jú, það stendur allavega á facebook síðunni hjá þeim...
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Eyvindur »

Sjaldan hef ég fúlsað við hveitibjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Andri »

Hlakkar til :] þetta verðum við að gera, ég á enn eftir að fara í ölvisholt.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by arnilong »

Hvenær erum við þá að fara?
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Hjalti »

Áður en við ákveðum hvenær við förum.... Hvar er listinn! :) Klukkan er orðinn hálf 11 og ekkert að gerast :vindill:

Þetta er eins og jólin!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Oli »

Oli wrote:
"Við erum að leggja lokahönd á þetta en verður sennilega ekki tilbúið fyrr en á morgun.


Hehe verum bara rólegir 8-)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by nIceguy »

uss ég er meira að segja orðinn spenntur hérna meginn við hafið....ætli ég setji ekki í sumarbjórinn minn í kvöld :) Beer Belly's Best BBQ Beer! Hveitidjöfull með kóriander og hyldenbloms (danskt nafn...veit ekkert hvað þetta heitir á ísl). Er að spá í að "tjúna" áfengið dálítið upp í honum, say 6% til að gera þetta ekki bara af algjörum konubjór. Eftir það er það Russian Roulette Imperial Stout.....my first stout hehehe. Lífið er bara stundum ekkert svo fúlt! :drunk:
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Malt og humlar frá Ölvisholti

Post by Andri »

Hyldeblomst?
http://en.wikipedia.org/wiki/Sambucus_nigra
Image
Herthas Hyldeblomst-drik

50 store helt friske hyldeskærme
80 gram vinsyre
3-4 citroner, helst usprøjtede
3 kilo sukker
3 liter vand
Atamon
Image
De groveste stilke kasseres. Vinsyren opløses i varmt vand. Citronerne skæres i tynde skiver. Det hele kommes i en gryde, og 3 liter kogende vand hældes over. Der omrøres og afkøles. Dæk til og stil gryden køligt i 5 dage. Der omrøres hver dag. Indholdet sis gennem et rent viskestykke som skoldes før brug.
Store plastflasker skylles med Atamon. Hyldedrik fyldes på , så der stadig er plads til ca. 1 kop. Lågene skylles med Atamon og påsættes. Stilles mørkt og køligt. Kontrolleres nu og da for eventuel gæring. Kan fryses.
Denne drik er ret koncentreret og skal - før den drikkes med isterninger - fortyndes med vand eller hvidvin efter behag.
Google er vinur minn :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply