Fékk ég reykt malt snemma eða um mitt ár 2008 í Ölvisholt og kom það þá í opnum poka. Ég veit því ekki nákvæmlega hversu gamalt það er en geri ráð fyrir að pokinn sé í dag búin að vera opinn en sæmilega vel geymdur í ~ 2 ár.
Þetta malt notaði ég fyrir jólin 2008 og svo aftur núna 2009. Ég er búin að drekka allan bjórinn frá 2008 ætla þó að draga eftirfarandi ályktanir.
Reyktur jólabjór 2008 : Mikil reykt lykt og mikið reykt bragð. Tókst mjög vel.
Reyktur jólabjór 2009 : Mjög vel greinanleg en ekki sterk reykt lykt. Reykt bragð í meðallagi. Tókst ekki síður vel.
Ályktun: Gamla reykta maltið var fínt til bjórgerðar en maltið hafði tapað nokkrum reyk og þá ylminum hraðar en bragðinu.
Mikið væri ég til í að skiptast á Reytum bjórum við tækifæri
Hrotti, sem er jólabjórinn okkar í ár, er reykt öl sem við bindum miklar vonir við. Hann lofaði góðu eftir viku á flöskum en í dag eru tvær vikur liðnar og því ekki úr vegi að prófa hann um helgina.
Úlfar - ertu til í að halda 2-3 flöskum til hliðar og skipta við okkur Hebrew menn?
Ég er ekki alveg klár á því hversu gamalt reykta maltið er sem við notuðum í hann en ég held að það hafi verið keypt í Ölvisholti þegar Fágun fór þangað í hópferðina.
Um 50% af maltinu í Hrotta er reykt. Okkur langaði að byrja í miðjunni og auka svo eða minnka reykta maltið í næstu útgáfu eftir því hvernig þessi kemur út. En eins og þið segið þá skiptir aldur á reykta maltinu einnig miklu máli þannig að þetta er vandasamt.
Lausnin á þessu er að reykja sitt eigið malt
Einn í hópnum er að fara að smíða sér reykofn fyrir malt á næstunni.
Last edited by halldor on 19. Dec 2009 14:08, edited 1 time in total.
Þessi er unaðslegur. Vantar svolítið upp á ilminn, sem er líklega þessu aldraða malti um að kenna, en yndislegur engu að síður.
Ég hef gengið með uppskrift að einum reyktum allt frá því ég bragðaði Aecht Schlenkerla, og þessi nægir vonandi til að ýta mér fram af brúninni og brugga. Nú háir gerskortur mér ekki lengur, og því engar afsakanir í boði (aðrar en leti, sem er vissulega gild og góð).
Vil árétta það sem ég nefndi við Úlfar á fundinum í kvöld; uppskriftin mín byggir á 80% reyktu malti, ekki 70%.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.