Áfylling: Sykurskömmtun með sprautu

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Áfylling: Sykurskömmtun með sprautu

Post by Braumeister »

Hingað til hef ég notað sérstaka áfyllingarfötu þegar ég tappa á, en ég get ekki notað hana á morgun þar sem að annar kraninn minn eyðilagðist. Ég varð því að finna leið til að tappa á beint úr gerjunarfötunni.

Þá stend ég frammi fyrir því vandamáli að skammta rétt magn af sykri ofan í hverja flösku fyrir sig eða að hella sykurlausn ofan í gerjunarílátið og blanda varlega saman. Með því að blanda varlega saman í gerjunarílátinu myndi ég róta upp þurrhumlunum og gerkökunni þannig að það kemur ekki til greina. Þannig að ég fór að hugsa út í það hvernig ég gæti skammtað rétt sykurmagn út í hverja flösku fyrir sig.

Lausn:
Ég ætla að blanda sykurlausn af réttum styrkleika og skammta ofan í hverja flösku fyrir sig með 20ml sprautu.

Útreikningar:
Ölið sem um ræðir er Amerískt ljósöl og viðeigandi magn af kolsýru er 2.5 rúmmál. Bjórinn var gerjaður og er núna við 20°C og samkvæmt því eru þá 0.87 rúmmál kolsýru uppleyst í honum fyrir. Mig vantar því 2,5-0,87= 1.63 rúmmál upp á að bjórinn verði rétt kolsýrður.

1 gramm af sykri (súkrósa) gefur af sér 0.255 rúmmál kolsýru á hvern lítra öls. Mig vantar því 1,63/0.255 = 6,39 af sykri í hvern líter. Í hverja hálfs líters flösku eiga því að fara 3,19 grömm af sykri.

Þetta magn ætla ég að mæla í 20 ml sprautu þannig að styrkleiki lausnarinnar sem ég þarf að útbúa er 3,19g/0,020L=160g/L

Prófun:
Í fjörtíu flöskur fara 40*0.020L = 0.8L af sykurlausn og í henni eru 160*0.8=128g af sykri sem er það sama og ég fæ út úr reiknivélinni minni fyrir 20 lítra af öli sem er við 20°C.

Aflestrarskekkja:
Ef ég geri ráð fyrir því að geta lesið á sprautuna með 0,5 ml nákvæmni þá erum við að tala um 0.08 g af sykri til eða frá í hverja flösku. Það gerir óvissu upp á 0,04 rúmmál kolsýru í hverri flösku.

Ég ætla að prófa þetta á morgun, verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út en þetta ætti að skila allra tærasta bjór sem völ er á, því ef eitthvað sogast upp af humlum eða geri fer það bara í eina flösku en ef maður notar átöppunarfötu blandast þetta út í alla lögunina. Verð að bara að passa mig að fylla jafn mikið í hverja flösku og athuga fyrirfram nákvæmlega hversu mikið af öli fer í hverja fyrir sig.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Áfylling: Sykurskömmtun með sprautu

Post by Bjössi »

Ja....!
ég blandaði saman síðast sykurlausn beint í gerjunarkút og kom það bara vel út
rótaðist ekkert upp af botnfalli, um að gera að vera bara þolimóður, ég blandaði og hrærði MJÖG rólega, svo passaðu ég mig bara að soga ekkert upp (botnfall) þegar ég setti á flöskur, ég mun sennilega nota þessa aðferð aftur
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Áfylling: Sykurskömmtun með sprautu

Post by Eyvindur »

Ég hef líka gert þetta, sett beint í ílát. Það olli engum sérstökum vandræðum, en ég man að ég fékk 2-3 flöskur sem gusu pínu (alls ekkert skelfilegt, freyddi bara hægt og rólega upp úr þeim eins og rólynt eldfjall). Þannig að þetta hefur líklega ekki blandast alveg sem skyldi - en það er reyndar líka hætta með sprautuaðferðinni.

Hver hefur sína aðferð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Áfylling: Sykurskömmtun með sprautu

Post by Braumeister »

Hafið þið hrært í gerílátinu með þurrhumla (pellets) ofan í?
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Áfylling: Sykurskömmtun með sprautu

Post by Öli »

Held þessi sprautuaðferð sé fín. Held þú getir flýtt aðeins fyrir þér með því að nota helmingi minna magn af vatni (10 ml í hverja flösku) en sama magn af sykri.
Held að venjulegur sykur metti ekki vatn fyrr en hlutfallið er komið til helminga (1 g sykri á móti 1 g af vatni) við 25 °C.
Þá geturðu notað 50-60 ml sprautu (með 1 ml kvarða) og þarft ekki að fylla hana eins oft. Þær eru liḱa til með stórum stút þannig að bunan er stærri.
En já, samt auðveldara að lesa af 20-30 ml sprautu :)
Post Reply