AG #2 - Hveitibjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

AG #2 - Hveitibjór

Post by hrafnkell »

Hvernig líst mönnum á þetta? Er þessi uppskrift vænleg til árangurs? Frekar stórt batch þar sem ég nenni ekki að eiga smotterís afgang af hveiti. Betra að nota það bara allt núna.

Code: Select all

Style: Weizen/Weissbier
TYPE: Partial Mash
Taste: (35.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 30.00 L      
Boil Size: 39.12 L
Estimated OG: 1.050 SG
Estimated Color: 3.6 SRM
Estimated IBU: 13.3 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
5.00 kg       Wheat Malt, Pale (Weyermann) (2.0 SRM)    Grain        74.07 %       
1.75 kg       Pilsner (Weyermann) (1.7 SRM)             Grain        25.93 %       
40.00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4.00 %]  (60 min)Hops         13.3 IBU      
1 Pkgs        Hefeweizen Ale (White Labs #WLP300)       Yeast-Wheat                

Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 6.75 kg
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by Idle »

Ég get ekkert fundið að þessu, og efast alls ekki um að þessi verði ágætur. Í þýskum hveitibjórum er hlutfallið af möltuðu hveiti allt að 80%, og því ekkert út á það að setja.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by kristfin »

þetta ætti ekki að geta klikkað. allt innan marka.

ef þú hefur ekkert planað, þá hefði ég gaman af því að fá afleggjara af gerkökunni í lokin :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by ulfar »

Eitt getur klikkað. Stuck sparge. Ég ætla ekki að hræða þig of mikið en gefðu þér GÓÐAN tíma í skolunina.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by hrafnkell »

ulfar wrote:Eitt getur klikkað. Stuck sparge. Ég ætla ekki að hræða þig of mikið en gefðu þér GÓÐAN tíma í skolunina.
Já, ég hafði hugsað mér að reyna að vera þolinmóður með að láta leka af korninu :) Verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta gengur.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by Oli »

Passaðu þig á að skola ekki of mikið og of lengi samt
Uppskriftin að mínum hveitibjór var ekki ósvipuð þinni, ekki eins mikið hveitimalt að vísu en bjórinn kom því miður illa út sbr. http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=396" onclick="window.open(this.href);return false;
Athugaðu pH gildið hjá þér við meskinguna, ef það er hátt er spurning um að setja smávegis af gipsi í meskinguna og í skolunina.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by hrafnkell »

Jæja... Þá er þessi kominn í gerjun. OG varð aðeins lægra en ég hafði vonað, eða um 1.042. Sem þýðir uþb 60% efficiency. Getur hátt pH gildi valdið því? Hitinn í meskingu var um 67°C í byrjun en datt niður í um 65°C í lok hennar.

Engin vandamál með stuck sparge.

Núna er bara spurning hvernig bjór ég á að gera næst?
Ég á:
  • 5kg af munich
  • 4kg af munich 2
  • 3kg af pilsner
  • 5kg af pale ale
Einnig á ég:
  • 50gr cascade
  • 60gr hallertauer
  • 100gr styrian goldings
Hugmyndir?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by Eyvindur »

Já, ég held að hátt ph gildi geti valdið lægri nýtni - sem er einmitt hluti af ástæðu þess að ég set undantekningalaust slettu af gipsi út í meskingu á ljósum bjórum (dökkt malt lækkar ph gildið, þannig að það er óþarfi í þeim tilfellum). Of basískt vatn getur (skilst mér - sel ekki rándýrt) lækkað nýtni, dregið fram tannín og gert beiskjuna úr humlunum full harkalega. Þetta hef ég heyrt... Hafðu þó ekki áhyggjur. Þetta verður eflaust mjög fínt. Þetta OG er ekkert út úr kortinu, meskingin hefur ekki verið neitt fáránleg hjá mér þegar ég hef gleymt gipsinu, aldrei fengið tannín, og þetta með humlana fer fyrst að skipta máli þegar um mjög beiska bjóra er að ræða. SÁEÖFÞH.

Ég myndi pæla í góðu ljósöli eða IPA, miðað við það sem þú ert með. Þig vantar þó tilfinnanlega eitthvað kristalmalt upp á framhaldið, myndi ég segja.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: AG #2 - Hveitibjór

Post by hrafnkell »

ah já munich 2 þá meinti ég caramunich 2 - Valgeir hleypti mér ekki frá sér nema ég tæki með amk eitthvað crystal malt :)
Post Reply