Hvenær er óhætt að tappa á flöskur???

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
eymus
Villigerill
Posts: 48
Joined: 28. Nov 2009 18:30

Hvenær er óhætt að tappa á flöskur???

Post by eymus »

Hæ, er að bíða eftir fyrstu AG löguninni og er að velta fyrir mér hvenær sé rétti tíminn til að setja á flöskur. Er bæði með hveitibjór undir og American Pale Ale. Sýnist rétti tíminn fyrir hveitibjórinn vera eftir 10 daga. En hvað með APE, eru 10 dagar á secondary nægjanlegur tími eða þarf lengri tíma? Hvaða viðmið á maður að nota í þessu? Er smá spenntur ;)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvenær er óhætt að tappa á flöskur???

Post by Oli »

Þú getur tappað þessu á flöskur eftir tvær vikur í gerjun ef þú vilt, en ef þú ert þegar búinn að setja í secondary mætti bjórinn alveg vera þar í 2-3 vikur upp á skýrleika og þroskun.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hvenær er óhætt að tappa á flöskur???

Post by Andri »

Hveitibjórar eru beztir ungir og ferskir, smakkaði einn sem Sigurður Idle gerði. Ég fékk flösku til að fara með heim og þetta var allt annar bjór eftir ... ætli það voru ekki 3 vikur, alls ekki vondur en mér fannst hann betri þegar hann var ungur :P
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply