Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Gunnzi
Villigerill
Posts: 1
Joined: 2. Dec 2009 16:59

Post by Gunnzi »

Hæ ég er nýr hér, er aðeins búinn að flakka á milli þráða.

Ég er að pæla, mig langar að búa til bjór, bara eitthvað einfalt. Þar sem ég kann ekkert þá spyr ég:


1. Hvaða búnað þarf ég og hvar fæ ég hann (Helst ódýrt)?

2. Get ég bara farið útí næstu matvöruverslun og keypt þar allt sem þarf í einfaldan bjór (Hvað á ég að kaupa)?

3. Hvað tekur langan tíma að gera svona og hvenær er hann tilbúinn?

4. Hvernig geng ég frá bjórnum í flöskur eftir gerjun og svoleiðis?

Danke :skal:
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: HÆ

Post by Andri »

Sko, ég gæti farið út í það að útskýra þetta en ég einfaldlega nenni því ekki hérna þar sem það er búið að gera það á ótalmörgum stöðum á netinu :)
Vonandi ertu sleipur í enskunni, reyndu að sanka að þér meiri fróðleik. Þessi síða hérna er skyldulesning að mínu mati
http://www.howtobrew.com/intro.html" onclick="window.open(this.href);return false;


1. Hvaða búnað þarf ég og hvar fæ ég hann (Helst ódýrt)?
Vínkjallarinn / Europris
Gerjunarfata eða tvær
flotvog (mæla sykurmagn fyrir og eftir til þess að vita prósentu og vita hvort að bjórinn sé fullgerjaður áður en þú lætur á flöskur)
Flöskur
Hævert (einföld slanga nægir samt fyrst þú vilt hafa þetta ódýrt)
Á-töppunartól, kostar í kringum 3-4 þús
Pott til að sjóða
Meski ker ef þú ætlar að búa til úr korni (googlaðu mash tun)


2. Get ég bara farið útí næstu matvöruverslun og keypt þar allt sem þarf í einfaldan bjór (Hvað á ég að kaupa)?
Nei, þarft að kaupa annaðhvort extract kit.. ódýrt og ekki gott. Ef þú vilt gera góðann bjór þá kaupirðu korn. Bruggverksmiðjan Ölvisholt hafa verið að selja okkur humla & korn. Þú finnur verðlistann þeirra hér.

3. Hvað tekur langan tíma að gera svona og hvenær er hann tilbúinn?
Fer eftir þolinmæði þinni, getur tekið 2-3 vikur í gerjun og 2 vikur í flöskum fyrir kolsýruna. Þú ættir semsagt að geta drukkið þetta eftir mánuð eða svo en þetta batnar svakalega með tímanum.

4. Hvernig geng ég frá bjórnum í flöskur eftir gerjun og svoleiðis?
Best er að láta sykur í aðra tunnu, fleyta bjórnum yfir í þá tunnu yfir sykurinn með því að nota hævert (þú kannast kanski við það að sjúga bensín úr bíl og láta þyngdaraflið dæla vökvanum út, við notum þá aðferð oftast en sumir nota "botteling bucket" og eru með krana neðst á henni sem þeir láta bara renna úr í flöskur.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: HÆ

Post by Öli »

Það eru 2 aðal leiðir til að búa til bjór - "Kit" (svolítið eins og að baka köku sem þú kaupir deigið tilbúið í pakka og þarf bara að bæta vatni útí) og "All Grain", eins og að baka kökuna sjálfur allveg frá grunni.

Þessi svör eru fyrir "Kit" útgáfuna:

1. Færð flest allt nema flöskurnar í Ámuni eða Vínkjallaranum. Ef þú ferð í Ámuna þá getur hann sagt þér hvað þig vantar.

2. Færð sykur og klór útí matvörubúð. Sykurinn notarðu í bjórinn nema þú viljir nota þrúgusykur - færð hann í Ámuni en sagt er að þú fáir betri bjór með honum. Margir nota klór til að hreinsa áhöldin sín - en þú getur keypt 'klórsóda' í ámuni. Hann er dýrari.

3. Þessi Coopers kit sem þeir selja í ámuni taka svona viku að gerjast í stofuhita (ég myndi ekki byrja á Lager bjór). Svo skilja margir hann eftir á kútnum í viku í viðbót til að þroskast og falla. Svo þarftu að setja hann á flöskur með sykri, og láta hann standa í 1-2 vikur í hita og viku í kulda. Ef hann stendur lengur (1-3 mánuði) þá batnar hann til muna.

Bjórinn er tæknilega séð drekkanlegur eftir 10 daga á kút. Senninlega má kalla það bjór, en hann er flatur og ekki góður. Svo að við erum að tala um 3 vikur í allra besta lagi, en bjórin er bara alls ekki orðin góður þá.

4. Þú tappar bjórnum á gler eða plastflöskur og bætir sykri (ca 7g á líter) við. Það er einfaldara að setja bjórinn fyrst á annað ílát, bæta sykrinum útí þar og setja síðan á flöskur. Þá gleymist engin flaskan og engin flaska fær tvöfaldan skamt af sykri (þá geta þær sprungið!).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: HÆ

Post by Eyvindur »

Ég vil taka fram að þessi dósasett (Cooper's o.fl.) bera að mestu leyti ábyrgð á því að heimabruggaður bjór hefur fengið slæmt orð á sig á Íslandi. Ég mæli heilshugar með því að sneiða alfarið framhjá þeim.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: HÆ

Post by arnilong »

Eyvindur wrote:Ég vil taka fram að þessi dósasett (Cooper's o.fl.) bera að mestu leyti ábyrgð á því að heimabruggaður bjór hefur fengið slæmt orð á sig á Íslandi. Ég mæli heilshugar með því að sneiða alfarið framhjá þeim.
Vel mælt Eyvindur, alveg sammála þér!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: HÆ

Post by Braumeister »

Einn af mínum bestu bjórum kom úr svona setti!

Uppskriftin er svo:
Coopers India Pale Ale dós
1kg ljóst Maltekstrakt
10g Tettnanger
20g Challenger
200g sykur

Aðferð:
Maltekstrakt og Tettnanger soðið saman i 5 lítra potti í hálftíma. Coopers leiðbeiningum fylgt að öðru leyti upp í 23 lítra af ungbjór. Eftir viku var fleytt yfir í annað gerjunarílát og í því voru 200g sykur sem leystur hafði verið í 1L af sjóðandi vatni og 20g af Challenger humlum. Eftir tvær vikur var þessu tappað á flöskur og úr varð einn af betri bjórum sem ég hef bruggað. Ég pantaði þetta í mars síðastliðnum og á enn eftir nokkrar flöskur. Fyrir viku síðan fékk mér einn og hann er alveg fjári góður. Unaðslegur ilmur, kristaltær og froðuþrjóska (head retention) sem jafnast á við Duvel.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: HÆ

Post by Eyvindur »

Já, ég vil reyndar taka fram að ég á við að þegar farið er eftir leiðbeiningunum sem fylgja þessum settum verður útkoman jafnan hörmuleg. Vitaskuld er hægt að fara svona leiðir til að fá betri útkomu. Eftir sem áður jafnast ekkert á við AG. Ég byrjaði í extract settum (ekki coopers eða slíku, heldur með óhumluðu extracti og humlum, allt soðið í klukkutíma), og það kemst ekki með tærnar þar sem AG hefur skuggann sinn á hádegi í spagettívestra. Ég komst inn í AG með afskaplega litlum tilkostnaði, og held að það geti allir gert, með smá þolinmæði og útsjónarsemi (smá heppni spillir ekki fyrir). Og þetta er svakalega auðvelt og fáránlega skemmtilegt.

Ég myndi aldrei mæla með neinu öðru við neinn sem hefur áhuga á þessu hobbýi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply