Maris Otter

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Maris Otter

Post by halldor »

Er mikill munur á Maris Otter 2-Row maltinu og Weyermann Pale Ale maltinu sem maður fær í Ölvisholti?
Ég er búinn að vera að skoða uppskriftir að enskum bitter og nánast allir eru með Maris Otter 2-Row sem grunnmalt.

Ef einhver býr svo vel að eiga þetta tiltekna malt þá er ég tilbúinn að kaupa/skipta/stela :)
Plimmó Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Maris Otter

Post by arnilong »

Lesefni: http://www.byo.com/stories/recipes/arti ... in-brewing" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Maris Otter

Post by Braumeister »

Ég var mikið að spá í þessu og ég er eiginlega á þeirri skoðun að Weyermann Pale Ale sé alveg prýðisgrunnmalt fyrir breskt öl og heldur bragðmeira miðað við bandaríska grunnmaltið sem þeir kalla 2row. Maris Otter er samt dekkra, um 4°L á meðan Weyermann er 3°L. Bragðið og liturinn haldast að einhverju leiti í hendur þannig að ef að þú vilt vera extra góður á því myndi ég bæta við dekkra ókaramelisíruðu malti eins og Melanoidin þannig að liturinn yrði sá sami (og bragðið vonandi líka).

Það yrðu þá 96% Pale Ale Malt 3°L og 4% Melanoidin 27°L fyrir hvert kíló af Maris Otter.

(Kom út úr því að leysa jöfnuhneppið: x*3+y*27=4 og x+y=1)

Dæmi: Uppskriftin kallar á 4kg af Maris Otter, þá setur þú 3,84kg af Pale ale og 160g af Melanoidin.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

arnilong wrote:Lesefni: http://www.byo.com/stories/recipes/arti ... in-brewing" onclick="window.open(this.href);return false;
Takk fyrir þetta Árni minn. Þetta var einkar áhugaverð lesning en þarna kom ekkert fram um bragð :(
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

Braumeister wrote: Það yrðu þá 96% Pale Ale Malt 3°L og 4% Melanoidin 27°L fyrir hvert kíló af Maris Otter.
Takk fyrir þetta en ég er líka að spá í bragðinu. Ég hef verið að lesa um eitthvað toffí bragð sem Maris Otter hefur fram annað grunnmalt. Er þetta bara eitthvað snobb eða vitið þið til þess að það sé eitthvað til í þessu?
Plimmó Brugghús
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Maris Otter

Post by Braumeister »

halldor wrote:
Braumeister wrote: Það yrðu þá 96% Pale Ale Malt 3°L og 4% Melanoidin 27°L fyrir hvert kíló af Maris Otter.
Takk fyrir þetta en ég er líka að spá í bragðinu. Ég hef verið að lesa um eitthvað toffí bragð sem Maris Otter hefur fram annað grunnmalt. Er þetta bara eitthvað snobb eða vitið þið til þess að það sé eitthvað til í þessu?
Toffíbragð kemur úr karameliséruðu malti. "Nutty" og "Biscuity" er það sem yfirleitt talað um í samhengi við Maris Otter. Þetta bragð kemur úr ristuninni og þessir eiginleikar eru líka í Melanoidin maltinu, sem er svipað og Biscuit malt og Victory malt í henni Ammríku.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

Takk fyrir þetta strákar :)
Plimmó Brugghús
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Maris Otter

Post by arnilong »

halldor wrote:
arnilong wrote:Lesefni: http://www.byo.com/stories/recipes/arti ... in-brewing" onclick="window.open(this.href);return false;
Takk fyrir þetta Árni minn. Þetta var einkar áhugaverð lesning en þarna kom ekkert fram um bragð :(
Sorry Halldór, var að flýta mér. Hélt að þetta hjálpaði.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Maris Otter

Post by Eyvindur »

Þetta breytir víst töluverðu, miðað við allt sem ég hef lesið, en þýðir þó ekki að ölið verði endilega eitthvað síðra. Það verður bara ekki eins og uppskriftin gerir ráð fyrir. Annar möguleiki er að taka smávegis af pale ale malti og rista það þannig að það verði bisquit malt (man ekki nákvæmlega hver tíminn og hitinn á að vera, en þú ættir að geta fundið það með einföldu gúgli). Það er oft talað um það sem lausn fyrir þá sem hafa ekki aðgang að Maris Otter, að skella vel af bisquit malti á móti pale ale malti.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

Eyvindur wrote:Þetta breytir víst töluverðu, miðað við allt sem ég hef lesið, en þýðir þó ekki að ölið verði endilega eitthvað síðra. Það verður bara ekki eins og uppskriftin gerir ráð fyrir. Annar möguleiki er að taka smávegis af pale ale malti og rista það þannig að það verði bisquit malt (man ekki nákvæmlega hver tíminn og hitinn á að vera, en þú ættir að geta fundið það með einföldu gúgli). Það er oft talað um það sem lausn fyrir þá sem hafa ekki aðgang að Maris Otter, að skella vel af bisquit malti á móti pale ale malti.
Það hljómar eins og plan :)
Mér finnst allavega eins og maður muni missa af einhverjum keim ef maður notar bara Pale Ale í staðinn. Ég ætla að athuga með að búa til biscuit malt úr pale ale maltinu og læt ykkur vita hvernig það fer.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Maris Otter

Post by Eyvindur »

Mundu bara að gera það með góðum fyrirvara. Skilst að maður þurfi að láta heimaristað malt standa ansi lengi (man ekki alveg hversu - nokkra daga held ég) áður en maður notar það. Bragðið er víst slæmt þegar það er nýristað. Finndu þér samt einhverjar almennilegar heimildir um þetta - þær eiga að vera á hverju strái.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

Eyvindur wrote:Mundu bara að gera það með góðum fyrirvara. Skilst að maður þurfi að láta heimaristað malt standa ansi lengi (man ekki alveg hversu - nokkra daga held ég) áður en maður notar það. Bragðið er víst slæmt þegar það er nýristað. Finndu þér samt einhverjar almennilegar heimildir um þetta - þær eiga að vera á hverju strái.
Æ æ það gengur ekki upp, þar sem ég þarf að nota maltið á fimmtudag.

Ég lýsi hér með eftir Biscuit malti :)
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Maris Otter

Post by kristfin »

þegar ég var að pæla í þessu um daginn, þá tók ég smá glósur um þetta.
http://obak.info/misc/roasting-malt.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

endilega kommenta á þetta ef þið sjáið einvherjar augljósar villur
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Maris Otter

Post by Braumeister »

Samkvæmt minni bestu vitund er Melanoidin ágætis staðgengill fyrir biscuit. Weyermann ráðleggur að nota það í staðinn fyrir Victory sem er vörumerki af biscuitmalti.

En þú verður líka að hafa það í huga að þessi svaka munur sem sagður er á Maris Otter kemur að öllum líkindum frá mönnum í henni Ammríku sem eru að nota ljósara malt, og þar af leiðandi bragðminna, en Weyermann pale ale.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

Braumeister wrote:Samkvæmt minni bestu vitund er Melanoidin ágætis staðgengill fyrir biscuit. Weyermann ráðleggur að nota það í staðinn fyrir Victory sem er vörumerki af biscuitmalti.
Ég á ekki heldur Melanoidin :(

Ég á bara það sem fæst í ölvisholti.

Ég er að spá í að sjá hvernig þetta kemur út með pale ale maltinu og ef þetta verður eitthvað hrikalegt þá redda ég mér Maris Otter fyrir næsta enska öl.
Plimmó Brugghús
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Maris Otter

Post by Braumeister »

Get lofað þér því að þetta verður allt annað en hrikalegt! :skal:

Edit: Afsakið, ég hélt að Melanoidin væri til í Ölvisholti.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

Ef ykkur langar að kíkja á uppskriftina þá getið þið kíkt á hana í uppskriftarflokknum undir "English Pale Ale" sem er væntanlega nýjasti þráðurinn þar.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Maris Otter

Post by Eyvindur »

Þú gætir líka bætt við slatta af Munich malti. Ekkert víst að það klikki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Maris Otter

Post by karlp »

eða heimsækja mig og fá melanoidan :) ég er viss þú ert með eintthvað sem mig langar eftir :)
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maris Otter

Post by halldor »

karlp wrote:eða heimsækja mig og fá melanoidan :) ég er viss þú ert með eintthvað sem mig langar eftir :)
Takk kærlega fyrir það :)
Hvenær ertu heima? Ég vinn á Laugavegi og bý ekki svo langt frá þannig að ég kemst á flestum tímum sólarhringsins.
Hvað vantar þig?
Við eigum allt kornið úr ölvisholti nema Premium Pils maltið, gott úrval af humlum og gott úrval af geri :)
Plimmó Brugghús
Post Reply