Eiga þetta ekki að vera 10 ml. í 10 lítra, gefa 20 ppm joðstyrk?kristfin wrote:fór þangað áðan og fékk líter á 1600.
þessi líter ætti að duga vel því 1 ml í 10 lítra gefur 20ppm lausn. það þarf svona 12ppm lausn til að vera viss um sóthreinsun og þurfa ekki að skola.
Það er sama, þetta er ekki mikið magn sem þarf til.Glyserin-Joðafór er alhliða gerildeyðandi efni til notkunar í handdýfur í matvælaiðnaði. Til þvotta á júgri og spenahylkjum mjaltavéla. Glyserin-Joðafór hefur mýkjandi og græðandi áhrif á hörund, ásamt gerildeyðandi áhrifum og er því áhrifaríkt gegn hvers konar bólgum og ígerð í húð. Regluleg notkun Glyserin-Joðafór og Júgurþvottalögs til skiptis, varnar útbreiðslu júgurbólgu.
Notkun: Þvottur á júgri og spenahylkjum: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Þvoið spena fyrir mjaltir og þurrkið hvert júgur með sérstökum klút/pappírsþurrku. Spenahylki ættu að fá að liggja í a.m.k 30 sekúndur í þessari fyrir mjaltir á hverri kú. Spenadýfa: Strax eftir mjaltir er spenum dýft í joðofórlausn, sem inniheldur einn hluta af Glýserín-Joðófórmóti þremur hlutum vatns. Styrkleiki lausnarinnar er 5.000 ppm joð. Handdýfa: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Höndum er dýft í joðlausnina eftir venjulegan handþvott.
Code: Select all
í 5 lítra af vatni þarf 3ml af joðfór til að fá 12ppm
í 10 lítra af vatni þarf 6ml af joðfór til að fá 12ppm
í 25 lítra af vatni þarf 15ml af joðfór til að fá 12ppm
Code: Select all
0,80 ml af joðfór í 1 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
4,00 ml af joðfór í 5 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
8,00 ml af joðfór í 10 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
12,00 ml af joðfór í 15 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
16,00 ml af joðfór í 20 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
20,00 ml af joðfór í 25 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
24,00 ml af joðfór í 30 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
28,00 ml af joðfór í 35 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
32,00 ml af joðfór í 40 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
36,00 ml af joðfór í 45 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
40,00 ml af joðfór í 50 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
44,00 ml af joðfór í 55 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
48,00 ml af joðfór í 60 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
52,00 ml af joðfór í 65 lítra af vatni, gefa 16,00 ppm
Ég fór einusinni í apótek til að kaupa svona sprautu (fyrir munntóbak) en komst að því að ég var ekki einusinni með kort. Afgreiðslukonan sagði: "Fimm krónur takk fyrir" og mér leið ekkert smá illa þegar ég sagði... ég er ekki með neinn pening á mér og hún horfði á mig eins og einhvern fíkil sem þufti nauðsynlega á sprautu að halda og sagði: "Æi þetta er allt í lagi, þú mátt eiga hana".Idle wrote:Uppfært: Kom við í apóteki og keypti mér tvær 10 ml. sprautur (eina til vara). 35 kr. stykkið. Mæli með að þið takið smáaura með ykkur - ég átti ekkert nema debetkort.
Ég efast um að maður fái 100% joð svo auðveldlega. Á umbúðunum eru leiðbeiningar um blöndun m. v. 60 ppm. lausn. Kristján var svo búinn að reikna þetta út frá því og setja upp ágæta töflu hér.BeerMeph wrote:Þessi joðfór sem er verið að selja er þetta 100% joðfór eða er þetta blandað einhverju? -ef þetta er blandað þá verður að gera ráð fyrir því þegar maður þynnir.
Bara smá pæling - Blöndunarleiðbeiningar gætu verið mismunandi eftir því hvar maður kaupir því maður verður að vera viss um hvort þetta sé hreint eða blandað.
Hér er líka fyrirtæki sem er að selja þetta: http://www.ensim.is/xodus.asp?subCat=22&catid=3" onclick="window.open(this.href);return false;
Okei awsome! Joð er náttúrulega svo mikið öflugra en klór, ekki einu sinni sterkustu veirur þola joðiðIdle wrote:Ég efast um að maður fái 100% joð svo auðveldlega. Á umbúðunum eru leiðbeiningar um blöndun m. v. 60 ppm. lausn. Kristján var svo búinn að reikna þetta út frá því og setja upp ágæta töflu hér.BeerMeph wrote:Þessi joðfór sem er verið að selja er þetta 100% joðfór eða er þetta blandað einhverju? -ef þetta er blandað þá verður að gera ráð fyrir því þegar maður þynnir.
Bara smá pæling - Blöndunarleiðbeiningar gætu verið mismunandi eftir því hvar maður kaupir því maður verður að vera viss um hvort þetta sé hreint eða blandað.
Hér er líka fyrirtæki sem er að selja þetta: http://www.ensim.is/xodus.asp?subCat=22&catid=3" onclick="window.open(this.href);return false;
https://www.n1.is/media/efnavorur/Glyserin-Jodofor.pdf