það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by kristfin »

fór þangað áðan og fékk líter á 1600.

þessi líter ætti að duga vel því 1 ml í 10 lítra gefur 20ppm lausn. það þarf svona 12ppm lausn til að vera viss um sóthreinsun og þurfa ekki að skola.

[edit: auðvitað á þetta að vera 10ml í 10 lítra til að gefa 20ppm, lesið þráðinn allan áður en þið farið að nota joðfór]
Last edited by kristfin on 19. Nov 2009 10:46, edited 1 time in total.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by arnilong »

Þetta vissi ég ekki, takk!
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by Bjössi »

góður punktur/upplýsingar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by kristfin »

ég talaði við efnafræðinginn þeirra í síðustu viku og agnúaðist yfir því að þetta væri bara til á selfossi í 5 lítra brúsum. væri klassískt dæmi um landbúnaðarfókusinn á íslandi, allt til fyrir beljurnar en við bruggararnir væru lagðir í einelti.

hvort það var þessvegna eða annað, þá allavega fíruðu þeir verksmiðjunni í gang og framleiddu meira og settu núna líka á 1. lítra brúsa.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by Idle »

kristfin wrote:fór þangað áðan og fékk líter á 1600.

þessi líter ætti að duga vel því 1 ml í 10 lítra gefur 20ppm lausn. það þarf svona 12ppm lausn til að vera viss um sóthreinsun og þurfa ekki að skola.
Eiga þetta ekki að vera 10 ml. í 10 lítra, gefa 20 ppm joðstyrk?

Í vörulýsingunni stendur:
Glyserin-Joðafór er alhliða gerildeyðandi efni til notkunar í handdýfur í matvælaiðnaði. Til þvotta á júgri og spenahylkjum mjaltavéla. Glyserin-Joðafór hefur mýkjandi og græðandi áhrif á hörund, ásamt gerildeyðandi áhrifum og er því áhrifaríkt gegn hvers konar bólgum og ígerð í húð. Regluleg notkun Glyserin-Joðafór og Júgurþvottalögs til skiptis, varnar útbreiðslu júgurbólgu.
Notkun: Þvottur á júgri og spenahylkjum: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Þvoið spena fyrir mjaltir og þurrkið hvert júgur með sérstökum klút/pappírsþurrku. Spenahylki ættu að fá að liggja í a.m.k 30 sekúndur í þessari fyrir mjaltir á hverri kú. Spenadýfa: Strax eftir mjaltir er spenum dýft í joðofórlausn, sem inniheldur einn hluta af Glýserín-Joðófórmóti þremur hlutum vatns. Styrkleiki lausnarinnar er 5.000 ppm joð. Handdýfa: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Höndum er dýft í joðlausnina eftir venjulegan handþvott.
Það er sama, þetta er ekki mikið magn sem þarf til. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by sigurdur »

!!!
Athugið að það er mjög auðvelt að fara fram yfir 25ppm magnið (ef farið er yfir 25ppm þá þarf að skola) ef að þið mælið með augunum eins og margir virðast gera ef marka má video á youtube.
Besta leiðin er trúlega að mæla með merktum sprautum. (Ég hef notað þessa aðferð hingað til)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by kristfin »

auðvitað er það rétt hja sigga idle að 10ml í 10 lítra gefa 20ppm lausn.

þar af leiðir

Code: Select all

í  5 lítra af vatni þarf  3ml af joðfór til að fá 12ppm
í 10 lítra af vatni þarf  6ml af joðfór til að fá 12ppm
í 25 lítra af vatni þarf 15ml af joðfór til að fá 12ppm
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by ulfar »

Frábært að fá þessar upplýsingar. Nú legg ég klórnum.

kv. Úlfar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by sigurdur »

Ég vil líka benda á að skolfrí joðófór upplausn til sótthreinsunar þarf að vera samkvæmt mínum heimildum að lágmarki 12.5 ppm en ekki 12 ppm (og auðvitað að hámarki 25 ppm).
Einnig bendi ég sterklega á að joðófór er ekki hreinsiefni, þannig að þið munið að hreinsa með öðrum efnum heldur en joðófóri.
Last edited by sigurdur on 19. Nov 2009 12:13, edited 1 time in total.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by kristfin »

ég blandaði þetta sjálfur þannig að ég miðaði við 15-16 ppm til að vega upp á móti mæliskekkjum.
ég blanda bara í 5 lítra brúsa og set úr honum í sprautubrúsa. sprauta síðan uppá líf og dauða

Code: Select all

 0,80     	ml af joðfór í 	1	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 4,00     	ml af joðfór í 	5	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 8,00     	ml af joðfór í 	10	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 12,00     	ml af joðfór í 	15	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 16,00     	ml af joðfór í 	20	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 20,00     	ml af joðfór í 	25	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 24,00     	ml af joðfór í 	30	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 28,00     	ml af joðfór í 	35	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 32,00     	ml af joðfór í 	40	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 36,00     	ml af joðfór í 	45	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 40,00     	ml af joðfór í 	50	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 44,00     	ml af joðfór í 	55	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 48,00     	ml af joðfór í 	60	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
 52,00     	ml af joðfór í 	65	lítra af vatni, gefa	 16,00     	ppm
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by sigurdur »

Mæli með fyrir alla að hlusta á Basic Brewing þátt um 'Sanitizing with Iodophor'.
http://www.basicbrewing.com/index.php?p ... radio-2007" onclick="window.open(this.href);return false;
Í þættinum þá er farið ítarlega í notkun á joði við bruggun.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by Idle »

Ég pantaði einn brúsa símleiðis og sótti hann áðan. Komst að þeirri niðurstöðu að þetta er víðs fjarri Íslandi og vissara að fylla tankinn áður en lagt er af stað. 1.602 kr. fyrir lítrann, ekki amalegt það!

Uppfært: Kom við í apóteki og keypti mér tvær 10 ml. sprautur (eina til vara). 35 kr. stykkið. Mæli með að þið takið smáaura með ykkur - ég átti ekkert nema debetkort.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by halldor »

Idle wrote:Uppfært: Kom við í apóteki og keypti mér tvær 10 ml. sprautur (eina til vara). 35 kr. stykkið. Mæli með að þið takið smáaura með ykkur - ég átti ekkert nema debetkort.
Ég fór einusinni í apótek til að kaupa svona sprautu (fyrir munntóbak) en komst að því að ég var ekki einusinni með kort. Afgreiðslukonan sagði: "Fimm krónur takk fyrir" og mér leið ekkert smá illa þegar ég sagði... ég er ekki með neinn pening á mér og hún horfði á mig eins og einhvern fíkil sem þufti nauðsynlega á sprautu að halda og sagði: "Æi þetta er allt í lagi, þú mátt eiga hana".
Plimmó Brugghús
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by BeerMeph »

Þessi joðfór sem er verið að selja er þetta 100% joðfór eða er þetta blandað einhverju? -ef þetta er blandað þá verður að gera ráð fyrir því þegar maður þynnir.

Bara smá pæling - Blöndunarleiðbeiningar gætu verið mismunandi eftir því hvar maður kaupir því maður verður að vera viss um hvort þetta sé hreint eða blandað.

Hér er líka fyrirtæki sem er að selja þetta: http://www.ensim.is/xodus.asp?subCat=22&catid=3" onclick="window.open(this.href);return false;
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by Idle »

BeerMeph wrote:Þessi joðfór sem er verið að selja er þetta 100% joðfór eða er þetta blandað einhverju? -ef þetta er blandað þá verður að gera ráð fyrir því þegar maður þynnir.

Bara smá pæling - Blöndunarleiðbeiningar gætu verið mismunandi eftir því hvar maður kaupir því maður verður að vera viss um hvort þetta sé hreint eða blandað.

Hér er líka fyrirtæki sem er að selja þetta: http://www.ensim.is/xodus.asp?subCat=22&catid=3" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég efast um að maður fái 100% joð svo auðveldlega. Á umbúðunum eru leiðbeiningar um blöndun m. v. 60 ppm. lausn. Kristján var svo búinn að reikna þetta út frá því og setja upp ágæta töflu hér.

https://www.n1.is/media/efnavorur/Glyserin-Jodofor.pdf
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by kristfin »

ensim.is, það er sama og vinkjallarinn. aulalegt að manni hefði ekki dottið í hug að spyrja þá

phoraid er 6000 ppm, en það sem er hjá frigg er að mig minnir 5000ppm.

ráð að tékka á því hvað þetta kostar hjá honum í vínkjallaranum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: það er hægt að kaupa joðfór í mjöll frigg í hafnarfirði

Post by BeerMeph »

Idle wrote:
BeerMeph wrote:Þessi joðfór sem er verið að selja er þetta 100% joðfór eða er þetta blandað einhverju? -ef þetta er blandað þá verður að gera ráð fyrir því þegar maður þynnir.

Bara smá pæling - Blöndunarleiðbeiningar gætu verið mismunandi eftir því hvar maður kaupir því maður verður að vera viss um hvort þetta sé hreint eða blandað.

Hér er líka fyrirtæki sem er að selja þetta: http://www.ensim.is/xodus.asp?subCat=22&catid=3" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég efast um að maður fái 100% joð svo auðveldlega. Á umbúðunum eru leiðbeiningar um blöndun m. v. 60 ppm. lausn. Kristján var svo búinn að reikna þetta út frá því og setja upp ágæta töflu hér.

https://www.n1.is/media/efnavorur/Glyserin-Jodofor.pdf
Okei awsome! Joð er náttúrulega svo mikið öflugra en klór, ekki einu sinni sterkustu veirur þola joðið
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Post Reply