Hef lagt í 11 "all grain" skammta síðan 13. september, eða eitthvað um 180 lítra (með afföllum). Hráefniskostnaðurinn í það eru 30.454 kr, og lítraverðið því að meðaltali 166 kr. Inni í þessu eru að vísu ekki tapparnir né 2 l. klórbrúsi á um 450 kr. Sennilega búinn að eyða í kringum 100 klst. í bjórgerðina, átöppun og fleytingar meðtaldar.
Ef ég sé eftir einhverju, er það að hafa ekki byrjað mun fyrr á þessu!
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Oli wrote:Glæsilegt hehe. Ertu ekki með stóra geymslu undir birgðirnar?
Það eru engar rosalegar birgðir, fljótt að fara þegar maður gaukar heilu kippunum að fólki, og svo fer að sjálfsögðu eitthvað í mína vömb. En jú, svefnherbergið er rúmgott, svo plássið þar nýtist vel!
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ég þarf að drífa í því að leika þetta eftir, skella mér uppí ölvisholt, kaupa korn og koma þessu í gang! Tólin eru tilbúin, vantar bara tímann og innihaldið.
Góður
'eg og félagi minn höfum bara lagt í 2 AG á einum mánuðu
Ætluðum að gera 2x skammt þar sem við erum komnir með 120ltr síldartunnu
lentum í meskikera veseni síðast, byrjaði að leka en núna er allt í gúddí
Verðum duglegir að leggja í núna til að eiga eitthvað inn í jólin/áramótin
Þú ert of duglegur. Væri gott fyrir þig að dreifa huganum t.d. með því að passa börnin mín svo ég hafi meiri tíma til þess að brugga. Sjálfur hef ég aðeins gert 36 laganir síðan 2006.
Hinsvegar er bjart framundan. Setti met síðast. Byrjaði að meskja kl 18:00, eldaði mat, spilaði, gekk frá eftir matinn, skolaði kornið (20:00), sauð (20:40), kældi (21:40) og tók til. Leit á klukkuna og hún var bara 22:15. Sparaði eflaust 45 mín með því að setja auka hellu á gólfið en virturinn fór beint í lítinn pott sem var á hellunni. Hleti svo reglulega úr litla pottinum í þann stóra (sem var líka á hellu).
ulfar wrote:Sparaði eflaust 45 mín með því að setja auka hellu á gólfið en virturinn fór beint í lítinn pott sem var á hellunni. Hleti svo reglulega úr litla pottinum í þann stóra (sem var líka á hellu).
Flestir hér hafa áhuga á að spara tíma hér og þar býst ég við. Hvaða áhrif hefur þetta á nýtingu alphasýra úr humlunum? Eða gerðiru þetta bara þar til allt var við suðumark og bættir humlunum í þegar allt var komið í stóra pottinn?