Page 1 of 2
[Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 9. Nov 2009 16:38
by Hjalti
Jólabjórinn kemur í bæinn!
Fimmtudaginn 12. nóvember verður jólabjórnum frá Ölvisholt Brugghúsi verða dreift á betri bari og veitingahús. Endað verður á Vínbarnum þar sem formleg sala hefst með pompi og prakt kl 19:30. Jólabjórinn verður fáanlegur í gleri og í mjög takmörkuðu magni á krana.
Allir bjórunnendur velkomnir.
Kveðja,
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 9. Nov 2009 17:13
by kristfin
verður ekki hópferð.
hvað geturðu sagt okkur um bjórinn valli?
hvaða humlar og malt, stíll og soddan
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 9. Nov 2009 21:06
by valurkris
Þá hefur maður eithvað til að hlakka til á afmælisdeginum sínum

Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 02:01
by aki
Dvergurinn og geitin... hlakka til að prófa hann.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 11:02
by halldor
aki wrote:Dvergurinn og geitin... hlakka til að prófa hann.
?
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 13:06
by dax
Ég ætla að mæta, og reyna að plata bróður minn með og Hjört Kegger.

Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 13:08
by dax
Hjalti wrote:Fimmtudaginn 12. nóvember verður jólabjórnum frá Ölvisholt Brugghúsi verða dreift á betri bari og veitingahús.
Hvaða barir og veitingahús eru það sem bjóða uppá slíkar unaðsveigar?
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 16:37
by halldor
Ég ætla pottþétt að mæta.
Það væri gaman að sjá hversu margir Fágunarliðar ætla að mæta.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 17:01
by halldor
dax wrote:Hjalti wrote:Fimmtudaginn 12. nóvember verður jólabjórnum frá Ölvisholt Brugghúsi verða dreift á betri bari og veitingahús.
Hvaða barir og veitingahús eru það sem bjóða uppá slíkar unaðsveigar?
Samkvæmt sölustjóra drykkjarsviðs Karls K. Karlssonar eru það m.a. Vínbarinn, íslenski barinn, enski barinn og Nýlenduverslun Hemma og Valda.
Hann bað okkur um að kíkja á
http://www.freisting.is" onclick="window.open(this.href);return false; en ég sá ekkert þar sem tengist þessu eventi.
Ég mæli með því að mæta, þarna verður bjórinn víst smakkaður með hangiketi og eitthvað fleira sprell í gangi

Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 21:28
by dax
halldor wrote:Hann bað okkur um að kíkja á
http://www.freisting.is" onclick="window.open(this.href);return false; en ég sá ekkert þar sem tengist þessu eventi.
Það er bara talað um vodka barþjónakeppini á fimmtudag á nasa á þessari síðu. Sá heldur ekki neitt um Jólabjór á Vínbarnum.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 10. Nov 2009 23:48
by Valli
aki wrote:Dvergurinn og geitin.
Ég held að einn af betri teiknurum CCP sárni mjög við það að íslenski jólasveininn hans skuli vera líkt við dverg.
Annars er Jólabjórinn í ár reyktur bock (geithafur á þýsku), létt kryddaður með negul.
Maltið í honum er reykt malt og munich malt í grunninn, svo carapils, caramunichII og caraaroma. Humlar eru first gold, celea (styrian goldings) og cascade. Gerið er SaflagerS-23.
Vona bara að sem flestir sjái sér fært að kíkja í bæinn á fimmtudaginn. Hafið augun opin fyrir gömlum traktor höktandi niður Laugaveginn, þar verður opinber jólabjórsútkeyrsluflutningatæki á ferð.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 12. Nov 2009 12:04
by halldor
Valli wrote:aki wrote:Dvergurinn og geitin.
Annars er Jólabjórinn í ár reyktur bock (geithafur á þýsku), létt kryddaður með negul.
Já ég var búinn að ná tengingunni með geitina
Ég fékk smá smakk hjá ykkur fyrir um mánuði síðan og get ekki beðið eftir að gæða mér á honum á Vínbarnum í kvöld.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 13. Nov 2009 03:01
by dax
Meiriháttar bjór af suðurlandi!!! Jólabjór Ölvisholts er vel balanceaður reyktur bock, þó sætleikinn sé ekki í stóru hlutverki.
Inná facebookprófílnum hjá mér eru nokkrar myndir af jólasveinunnum að keyra niður Laugarveginn að afgreiða pantanir:
http://facebook.com/daxarinn
kv,
-d
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 15. Nov 2009 00:42
by aki
Sammála um jafnvægið. Reykta bragðið ekki yfirþyrmandi, en ég var að leita að negulnum (sem á að vera þarna samkvæmt miðanum) og fann hann ekki með mínum einföldu bragðlaukum.
Þetta með "dverginn og geitina" var meint á allravinsamlegasta hátt, enda fantaflottur miði. "Stormur í flösku" væri annað mögulegt gælunafn

.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 16. Nov 2009 14:58
by Valli
Ég þakka virkilega góðar viðtökur á jólabjórnum, við skemmtum okkur stórvel við opnunina.
Vil annars benda á að það gæti verið til eitthvað smotterí eftir á kút af jólabjórnum niðri á Vínbar fyrir þá sem sáu sér ekki fært að kíkja við á fimmtudaginn síðasta.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 16. Nov 2009 15:29
by Oli
Valli wrote:Ég þakka virkilega góðar viðtökur á jólabjórnum, við skemmtum okkur stórvel við opnunina.
Vil annars benda á að það gæti verið til eitthvað smotterí eftir á kút af jólabjórnum niðri á Vínbar fyrir þá sem sáu sér ekki fært að kíkja við á fimmtudaginn síðasta.
Ég kíkti þar við á föstudagskvöld og þá var mér sagt að hann væri búinn!
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 17. Nov 2009 10:17
by Valli
Jæja, það er möguleiki á að Jólabjór 2009 fáist aftur á kút uppúr annarri vikunni í desember. Takmarkað magn af gleri verður að duga þangað til.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 17. Nov 2009 13:05
by Oli
hvenær kemur hann í átvr?
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 17. Nov 2009 19:17
by hordurg
Oli wrote:hvenær kemur hann í átvr?
Skv. reglum ÁTVR hefst tímabil jólabjóra þriðja fimmtudaginn í nóvember, svo von er á öllum jólabjórunum á fimmtudag og sennilega líka þessum

Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 18. Nov 2009 01:07
by karlp
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 18. Nov 2009 08:50
by kristfin
flottir. mikið djöfulli var sorglegt að missa af þessu. en svona var það, elsti grísinn fékk svínið og ekki var frá komist
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 19. Nov 2009 09:06
by Valli
Nú stendur til að endurtaka leikinn en bara í öðru sveitafélagi. Jólabjórinn kemur "heim" á Selfoss. Traktor og jólasveinar taka rúntinn og enda á Kaffi Krús um 20:30.
Vil líka benda á að Jólabjór 2009 fæst eingöngu til að byrja með í eftirfarandi ÁTVR verslunum Heiðrúnu, Kringlunni og á Selfossi, held ég hafi einhverstaðar áður minnst á mjög takmarkað magn til að byrja með.
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 19. Nov 2009 21:11
by hordurg
Er það satt sem ég heyri, að hann komi ekki í ríkið fyrir en í byrjun Des vegna þess að veitingastaðir hafa allir klárað bjórinn?

Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 19. Nov 2009 21:30
by valurkris
nei, ég fór áðan í kringluna og náði mér í einn til að smakka.
Og ég sagt að ég mun ná í fleiri eftir að hafa smakkað hann
Re: [Tilkynning] Jólabjórinn kemur í bæinn
Posted: 19. Nov 2009 21:55
by Oli
Ég gat ekki pantað hann á vefverslun Vínbúðarinnar í dag, ekki til þar

, þarf víst að bíða lengur með að fá að smakka.