Ég hef verið að lesa mér aðeins til um vatnið okkar góða, efnainnihald, hörku og Ph gildi þess. Ég fékk skýrslu hjá minni vatnsveitu um innihald þess, þar sem fram kom magn Kalsíum, Magnesíum, Natríum ofl., ph gildi er 8,5. Það sem ég fann hvergi var harka vatns miðað við magn Kalsíumkarbónats CaC03 eins og gert er ráð fyrir á reikniblöðum eins og þessu http://www.ezwatercalculator.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég fann aðferð til að reikna hörku vatns út frá magni Ca og Mg, þetta er skv. þýskum staðli og er harkan mæld í magni CaO en ekki CaCo3. Hér er hún (tekið af or.is):
______________________________
Harka vatns er magn af kalsíum og magnesíum í vatni og er mæld í þýskri hörkueiningu (°1dH). Formúlan er eftirfarandi:
°1dH=(Ca(mg/l)x2,497+Mg(mg/l)x4,116)/17,9
Skalinn er gróflega eftirfarandi:
0-4°dh = mjög mjúkt
4-8°dh = mjúkt
8-12°dh = aðeins hart
12-18°dh = nokkuð hart
18-30°dh = hart
>30°dh = mjög hart
Íslenskt vatn er undir 2 og á Reykjavíkursvæðinu er það 0,2 til 0,60 °dh eða sérstaklega mjúkt. Ekki á að þurfa nein mýkingarefni eða kalkhreinsi eða sölt í þvotta/uppvöskunarvélar á Íslandi
_____________________________
1°dH eru 10 mg CaO í 1000 ml vatns
Ameríska einingin parts per milljón PPM, þar sem harka vatns með 1 ppm CaC03 (einnig mg/1000 ml) samsvarar 0,056 °dH CaO.
Samkvæmt magni Ca og Mg í mínu vatni fæ ég því hörku upp á aðeins 10,7 PPM CaCO3.
Samkvæmt http://www.ezwatercalculator.com/" onclick="window.open(this.href);return false; er því er best fyrir mig að öllu óbreyttu að brugga bjór á litabilinu 6-11 SRM. Ef ég ætla í ljósari bjór 1-5 SRM væri ágætt að setja smávegis af gipsi, fyrir dökkan bjór væri betra að setja smávegis af matarsóda í meskinguna.