Page 1 of 1

[Skipti] Hoegaarden fyrir ???

Posted: 30. Oct 2009 21:11
by halldor
Mér áskotnaðist slatti af Hoegaarden fyrir ekki svo löngu og var að spá hvort einhver hér væri til í skipti. Ég er til í að skipta á sléttu Hoegaarden á móti einhverjum bjór sem ekki fæst í Vínbúðunum 1 stk á móti 1 stk eða 2 stk á móti 2 stk o.s.frv. :)
Ég á um 30 x 330 ml flöskur af Hoegaarden þannig að það er nóg til skiptanna.

Ef einhver áhugasamur bjórnörd er þarna úti þá á ég líka sitthvað annað skemmtilegt sem ég er til í að skipta á fyrir rétta bjórinn, s.s. 750 ml. Duvel, 750 ml. Chimay Bleu, 750 ml. Tripel Karmeliet, 750 ml. La Trappe Dubbel og eitthvað meira :)

Ástæðan fyrir því að ég drekk ekki allan Hoegaarden-inn sjálfur er að síðasti söludagur á honum er 12. desember.

Re: [Skipti] Hoegaarden fyrir ???

Posted: 30. Oct 2009 21:25
by valurkris
Djö, ég sem er ekki búin að brugga er allveg til í hoegaarden.

Hefurðu áhuga á að skipta á pening :D

Re: [Skipti] Hoegaarden fyrir ???

Posted: 30. Oct 2009 21:49
by halldor
Því miður eru peningar verðlausir samanborið við Hoegaarden :)

Re: [Skipti] Hoegaarden fyrir ???

Posted: 30. Oct 2009 22:13
by valurkris
hehe, það er það sem að mig grunaði, þá er bara að fara að brugga og vona að það sé eithað eftir