endurnotkun á geri

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

endurnotkun á geri

Post by kristfin »

ég er í soddan gerhallæri núna að mér datt í hug að fara endurnýta gerið sem ég er með í notkun.

núna er ég með porter í gangi þar sem ég notaði us05 ger.

ef ég mundi nú búa til annan dökkan bjór, eins og stát, þá dettur mér í hug 2 aðferðir.

#1
http://www.homebrewtalk.com/f13/yeast-w ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;
taka kökuna og þvo hana, skipta í nokkrar krukkur, búa síðan til starter úr einni krukku og skella í státann.

#2
http://www.youtube.com/watch?v=g1E4mB2mR1Y" onclick="window.open(this.href);return false;
skella státanum bara í porter fötuna þegar ég er búinn að fleyta ofanaf honum, þeas, beint ofaná kökuna.

hafði þið einhverja reynslu af þessu og ef svo hvað lýst ykkur best á?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: endurnotkun á geri

Post by Idle »

Ég hef einmitt verið að skoða svona gerþvott, og lýst betur á fyrri aðferðina, þ. e. skola kökuna og skipta niður í krukkur.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: endurnotkun á geri

Post by sigurdur »

Ég hef verið að spá í gerfrystingu þar sem að maður þarf hvort eð er að útbúa starter, en til að byrja með (og til að spara sér nokkra aura fyrir pre-form) þá held ég að ég myndi nota fyrri aðferðina, nema að þú eigir ekki neitt malt til að búa til starter eða að þú eigir það mikið til af tilbúnu geri.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: endurnotkun á geri

Post by Braumeister »

Ég er einmitt núna að gerja bjór með geri af þriðju kynslóð og það sem ég geri er að:
-fleyti bjórnum úr gerjunarfötunni í átöppunarfötuna
-helli umframbjór í burtu
-hristi gerjunarfötuna til að reyna að leysa kökuna upp
-fylli eina stóra krukku af leðju
-set lokið laust á og læt þetta bíða niðri í kjallara til næsta dags.

Svo þegar næsti skammtur af bjór er búinn að kólna þá er drullan í krukkunni búin að lagskiptast í bjór og þéttari drullu. Þá helli ég bjórnum af og set vatn* í staðinn. Hristi krukkuna rækilega og læt hana svo standa í tíu mínútur. Þá ætti flest nema góða gerið að vera búið að setjast á botninn og ég helli rólega úr krukkunni ofan í gerjunarfötuna og passa mig á að skilja botnfallið eftir í krukkunni. Ég reyni að halda mig við MrMalty reiknivélina varðandi magn af gerdrullu.

Til að sótthreinsa krukkurnar hef ég bara fyllt þær af sjóðandi vatni og leyft þeim að kólna við herbergishita. Svona útbý ég einnig vatnið sem ég nota til að "skola" gerið (sjá *).

Ég tappa á meðan ég meski eða sýð næsta virt (sparar mikinn tíma). Virtinn læt ég síðan kólna í rólegheitum yfir nótt (sparar einnig mikinn tíma) þannig að þið sem eigið koparspírala þyrftuð að tappa á daginn áður til að geta leyft gerdrullunni að skiljast.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: endurnotkun á geri

Post by kristfin »

þetta er spennandi.

ég ætla að þvo gerið sem kemur undan porternum mínum og sjá hvort ég geti ekki notað það áfram.

en nú á ég ekki neitt maltextract til að búa til starter. er hægt að nota community malt, þetta sem fæst í hagkaup?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: endurnotkun á geri

Post by Idle »

Ef þú notar gruggið nógu fljótt (og tekur nóg af því), ættirðu ekki að þurfa neinn starter. Eða, þannig skil ég a. m. k. Mr. Malty útreikningana. Skv. þeim þarf ég e. t. v. um 120 ml. í 20 lítra af 1.060 OG bjór, miðað við að gruggið sé aðeins nokkurra daga gamalt. Annars þekki ég þetta ekki nógu vel sjálfur. Má ekki nota annan sykur en malt eða virt í gangsetninguna?

Tók ~200 ml. af S-04 undan ESB-inum áðan að gamni mínu. Veit ekki hvort að ég komi til með að nota það, langaði aðeins til að prófa þetta og e. t. v. henda smá sykri saman við í krukku eftir nokkra daga, til að athuga hvort eitthvað gerist/gerjast.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: endurnotkun á geri

Post by sigurdur »

Idle wrote:Má ekki nota annan sykur en malt eða virt í gangsetninguna?
Mig minnir að ástæðan fyrir því að maður noti malt til þess að útbúa ræsir sé til þess að gerið afvenjist ekki flóknari sykursamböndum heldur en venjulegum sykri (eða jafnvel kornsykri) og verði þar af leiðandi betur í stakk búið að gerja heilmaltsvirt heldur en bara t.d. kit'n'kilo sett.
Ennfremur þá rámar mig í að hafa lesið um að ef maður tekur svona kit'n'kilo sett og setji eitthvað annað en kíló af dextrósa (t.d. fullt af malti) þá sé ráðlagt að maður setji meira ger heldur en fylgir pakkanum.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: endurnotkun á geri

Post by Idle »

Nú þegar þú nefnir það, þá rámar mig í þetta líka. ;)

Jæja, kannski maður fari bara að venja sig á að taka frá lítra eða svo eftir meskingu hverju sinni og setja í frystinn. Þá er alltaf eitthvað til í startið síðar. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: endurnotkun á geri

Post by sigurdur »

Muna bara glyserín ef þú ætlar að frysta....
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: endurnotkun á geri

Post by kristfin »

það á ekki að skipta máli hvort það sé þurkað eða fljótani maltextract sem er notað í starterinn. það er til þetta community malt í hagkaup. á ekki að vera neitt mál að búa til starter úr því.

sé reyndar að mann sárlega vantar stirplate fyrir þetta allt saman.

en ef það er hægt að geyma gerið í nokkra mánuði í krukku í ísskáp, þá ættum við nokkrir saman að geta komið okkur upp flestum tegundum og deilt á milli okkar.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: endurnotkun á geri

Post by valurkris »

kristfin wrote:það á ekki að skipta máli hvort það sé þurkað eða fljótani maltextract sem er notað í starterinn. það er til þetta community malt í hagkaup. á ekki að vera neitt mál að búa til starter úr því.

sé reyndar að mann sárlega vantar stirplate fyrir þetta allt saman.

en ef það er hægt að geyma gerið í nokkra mánuði í krukku í ísskáp, þá ættum við nokkrir saman að geta komið okkur upp flestum tegundum og deilt á milli okkar.
hver er ástæðan fyrir því að menn eru með stirplate
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: endurnotkun á geri

Post by kristfin »

með því að láta starterinn vera á stirplate, þá er maður stöðugt að dæla súrefni inn í vökvann fyrir gerið. það gerir gerið mjög hamingjusamt og það fjölgar sér uppá líf og dauða
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: endurnotkun á geri

Post by aki »

Ég hef hellt virt á gerköku og niðurstaðan var ofurhröð gerjun og uberstór gerkaka sem var hreinn viðbjóður og hefur eflaust hringt öllum viðvörunarbjöllum í skólpræsakerfi borgarinnar þegar ég hellti henni niður.

Reyndi samt að taka smápart af lifandi af henni með skilvinduaðferðinni og er með það í plastflösku í kæli. Hvað geymist svoleiðis lengi? Og hvað er best að nota til að breyta því í nothæfan starter ef maður er ekki með sérhæfða gernæringu?
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: endurnotkun á geri

Post by kristfin »

þessi sem skrifaði greinina á wikið sagðist nota svona ger úr ísskáp í næstum ár. en það verður auðvitað að búta til starter og sjá hvort að hann lifnar ekki við.

sjá http://www.howtobrew.com/section1/chapter3.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Malt extract is sold in both liquid (syrup) and powdered forms. The syrups are approximately 20 percent water, so 4 pounds of Dry Malt Extract (DME) is roughly equal to 5 pounds of Liquid Malt Extract (LME)
og http://www.beerdude.com/yeast_starter.shtml" onclick="window.open(this.href);return false;
If you are making a starter for a beer, use some liquid or dry malt extract. I like to use the dry because it is easy to measure. The suggested ratio for a 500 ml starter would be around 2 (57 grömm) ounces of dried malt [70 grömm af fljótandi] extract to 400 ml of water. I use the light or pale malt since it is neutral in color. For honey starters, I generally use a 1 part honey to 4 parts water ratio
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: endurnotkun á geri

Post by Braumeister »

Nokkrir hlutir sem ég hef rekist á..

Stirplate:
Hægt að klambra saman úr gamalli tölvuviftu og seglum úr hörðum diskum. Íhlutir ættu að eiga passlegan kassa og breytilegt viðnám fyrir þetta (Nú eða nota Speedfan :D ).

Starter wort:
En að meskja nokkur kíló af malti og geyma startaravirt í hentugum skömmtum í frystinum? (Reyndar er ég laus við þetta vandamál af því að ég kæli yfir nótt og get notað virtinn af bjórnum sem ég er að gera fyrir sinn eigin starter (skv. Jamil eru uþb. 10 klst passlegt fyrir starter og það á víst alls ekki að leyfa þeim að klára gerjun í jafn litlu magni af virti og er í starter)

Geymsluþol:
Skv Brew Strong ætti maður ekki að geyma gerið lengur en 2-4 vikur í ískáp fyrir BESTU útkomu. Það er hægt að geyma gerið lengur en þeir mæla ekki með því út af því að það gæti haft áhrif á bjórinn. Mismunandi ger þolir síðan geymslu misvel, Californian Ale best og Hefeweizen síst.

Kynslóðir:
Skv Brew Strong er ger af þriðju kynslóð toppurinn. Hægt að teygja þetta upp í ca fimm.

Í þessum þætti er farið vel og rækilega yfir þetta allt saman:
http://thebrewingnetwork.com/shows/543" onclick="window.open(this.href);return false;
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Post Reply