Nokkrir hlutir sem ég hef rekist á..
Stirplate:
Hægt að klambra saman úr gamalli tölvuviftu og seglum úr hörðum diskum. Íhlutir ættu að eiga passlegan kassa og breytilegt viðnám fyrir þetta (Nú eða nota Speedfan

).
Starter wort:
En að meskja nokkur kíló af malti og geyma startaravirt í hentugum skömmtum í frystinum? (Reyndar er ég laus við þetta vandamál af því að ég kæli yfir nótt og get notað virtinn af bjórnum sem ég er að gera fyrir sinn eigin starter (skv. Jamil eru uþb. 10 klst passlegt fyrir starter og það á víst alls ekki að leyfa þeim að klára gerjun í jafn litlu magni af virti og er í starter)
Geymsluþol:
Skv Brew Strong ætti maður ekki að geyma gerið lengur en 2-4 vikur í ískáp fyrir BESTU útkomu. Það er hægt að geyma gerið lengur en þeir mæla ekki með því út af því að það gæti haft áhrif á bjórinn. Mismunandi ger þolir síðan geymslu misvel, Californian Ale best og Hefeweizen síst.
Kynslóðir:
Skv Brew Strong er ger af þriðju kynslóð toppurinn. Hægt að teygja þetta upp í ca fimm.
Í þessum þætti er farið vel og rækilega yfir þetta allt saman:
http://thebrewingnetwork.com/shows/543" onclick="window.open(this.href);return false;