Page 1 of 1

Halldór

Posted: 10. May 2009 00:56
by halldor
Komiði öll sæl

Ég heiti Halldór og hef verið að brugga bjór í um hálft ár. Við vinirnir höfum verið að hittast á um 2 vikna fresti og brugga saman.

Áhugi minn á bruggun kviknaði um ári eftir að ég uppgötvaði að bjór var eitthvað meira og stærra en Tuborg og Carlsberg. Ónefndur meðlimur hér á síðunni hafði sem sagt gefið mér að smakka heimabruggaðan stout sem breytti bjórdrykkjuvenjum mínum.

Mig langar að gefa Hjalta virtual klapp á bakið fyrir að hafa opnað þessa síðu og vona að hér verði líflegar umræður á komandi árum.

Re: Halldór

Posted: 10. May 2009 02:59
by Hjalti
Takk æðislega fyrir það, ekkert hægt að ganga undir fölsku flaggi, bara drífa í hlutunum ef maður sér þörfina. Endilega koma sem flestum hérna inn og gera þetta að alvöru samfélagi sem bruggar sinn eginn bjór og pælir soldið í honum fyrir utan Carlsber, Viking og Thule :)

Re: Halldór

Posted: 10. May 2009 04:30
by sigurjon
Alveg sammála. Fágun er rétta orðið fyrir þennan málaflokk. Að búa til eða finna fágaðar uppskriftir og brugga gott öl...

Re: Halldór

Posted: 10. May 2009 10:08
by Eyvindur
+1
:beer: :amen:

Re: Halldór

Posted: 10. May 2009 10:49
by arnilong
Velkominn!