Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by hrafnkell »

Góða kvöldið

Mig langaði að spyrja ykkur bjórnördana (ekki illa meint :)) hvernig þið sparið ykkur pening við bjórgerðina.

Ég er nýbúinn að tappa á fyrsta beerkittinu mínu, og ég er að velta fyrir mér hvar maður geti sparað smá pening.
  • Til dæmis tapparnir - 1990kr fyrir 150 stk í ámunni. Það hlýtur að vera hægt að fá þá ódýrar? (hvar?)
  • Bjórflöskur - Er hægt að kaupa glerflöskur einhversstaðar, 500ml? Hvar og hvað kostar það?
  • Þrúgusykur - Kostar 990kr kílóið í ámunni sem mér þykir í hærra lagi fyrir sykur? Hvar er hægt að gera betri díl, t.d. á meira magni.
  • beerkittið finnst mér rétt sleppa á 4-5þús kr. Ég væri þó alveg til í að spara þar líka :)
Er eitthvað annað sem ég er að gleyma þar sem er hægt að spara?

Ég fann ekki nein svör við þessum spurningum þegar ég skannaði spjallið, vonandi getið þið frætt mig um þessa hluti.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by Eyvindur »

Sem nörd (sem er alls ekki slæmt orð, áttaðu þig á því) get ég kannski frætt þig um eitthvað...

Þú getur gáð í Vínkjallarann, hvort þeir eiga eitthvað ódýrara en í Ámunni.

Þú ættir pottþétt að geta sníkt flöskur af börum, gegn því að borga skilagjaldið. Reyndar yrði vertinn örugglega bara feginn að sleppa við ferð í endurvinnsluna. Gættu þess bara að flöskur eru misjafnar. Eins geturðu gáð hvort þú getir fengið flöskur í Ölvisholti. Þeir hafa verið mörgum okkar innan handar með þær.

Ég get ekkert hjálpað þér með sykur, nema þá helst að tékka á heildsölum eða eitthvað... Aldrei að vita nema þeir séu með þetta.

Til að spara í hráefniskostnað og fá almennilega afurð mæli ég klárlega með að fara út í all-grain. Þá er hráefnið í 20l að kosta á bilinu 3-4þ, og afraksturinn verður ólýsanlega mikið betri (án djóks, þú trúir því ekki nema finna muninn sjálfur). Það er að vísu svolítill startkostnaður (þú þarft stóran pott og einhvers konar meskiker - yfirleitt best að nota kælibox eða eitthvað annað vel einangrað), en hann er mjög fljótur að borga sig upp. Það kann að virðast flókið þegar þú lest þér til um það, en all grain bruggun er í raun sáraeinföld þegar maður fer af stað. Það held ég að allir sem hafa farið út í hana geti staðfest.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by Idle »

Vínkjallarinn í Garðabæ er frá 15% til 60% ódýrari en Áman í flestum tilfellum. 1 kíló af þrúgusykri þar kostar rétt rúmar 700 kr. að mig minnir. Þar keypti ég líka 200 stk. tappa nýlega, og minnir að þeir hafi kostað tæpar 1.500 kr. Í sömu ferð keypti ég hitamæli sem kostaði 800 kr. í Vínkjallaranum, en 1.990 kr. í Ámunni. Held að það sé engin spurning við hvern skal eiga viðskipti. ;)

Svo má spara í hreinsiefnum. IP-5 klórsódinn er fremur dýr, en klór (bleikir) er mun ódýrari í lágvöruverslunum. Svo er hægt að fá lífstíðarbyrgðir af joðfór hjá Remfló, 5 l. brúsi á rúmar 6.000 kr að mig minnir.

Annars er líklega mesti sparnaðurinn fólginn í því að brugga úr korninu frá Ölvisholti, eins og Eyvindur benti á. Svolítill stofnkostnaður, en borgar sig mjög fljótt upp (hráefnið í 20 lítra uppskriftir getur kostað frá 2.000 til 4.000 kr.).
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by kristfin »

ein góð sparnaðarleið er að kaupa dót í usa í gegnum póst og láta senda á einvhern sem er að ferðast í usa.

ég keypti um 1000 bjórflöskutappa, helling af margnota plastöppum (bæði kamavíns og vín) ger og þessháttar sem er dýrt hér heima.

líka hægt að panta malt extract til að nota sem grunnmalt, og fara síðan í partial mashing með korn frá ölvisholti. með partila mashing þarftu ekki eins stór ílat
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by hrafnkell »

Takk allir fyrir góð svör. Ég vissi t.d. ekki að vínkjallarinn og sé strax á heimasíðunni að hann er töluvert ódýrari en áman.

Mér líst vel á að prófa full grain bruggun einhvertíman, en ég held ég prófi beerkit amk 1-2x í viðbót áður en ég fjárfesti í stórum potti og svoleiðis. Meskiker - Hvað er það annars? Er það kerið sem maður notar til að kæla vortinn hratt eftir suðu?
Ég leit aðeins á http://www.homebrewmart.com/mashing.html" onclick="window.open(this.href);return false; og eins og þetta er sett fram þar þá hljómar þetta furðu einfalt, eða amk einfaldara en ég var búinn að ímynda mér.

Ég á fullan stamp af klór hérna þannig að ég nota hann klárlega þegar klórsódinn er búinn. Ég var líka búinn að skoða það að kaupa vörur utanfrá. Datt til dæmis í hug að kaupa í Danmörku þar sem það eru mjög tíðar ferðir innan míns vinahóps þar. Rakst t.d. á http://www.beerkits.dk" onclick="window.open(this.href);return false; sem virðist vera töluvert ódýrari en verslanir hérna heima, og líklega með betra úrval.

Endilega komið með fleiri sparnaðarráð ef þið hafið þau, og takk aftur fyrir ábendingarnar.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by Eyvindur »

Meskiker er ílátið sem maður meskir kornið í. Vanalega er þetta kælibox (stundum reyndar notaður pottur, en það er auðvitað mun dýrara og þú þyrftir þá gasloga til að geta haldið hitastiginu sæmilega stöðugu). Nískupúkaleiðin (sem ég fór í fyrstu) er reyndar að nota bara gerjunarfötu, setja krana á hana og vefja svefnpoka utan um. Svínvirkar og kostar sáralítið.

Heitt vatn og korn eru sett í kerið, hitastigið passað mjög nákvæmlega (hitastigið er vanalega á milli 63° og 70°, en það skiptir máli nákvæmlega hvar á þessu bili - hver gráða skiptir máli upp á gerjanleika virtisins, og þá er spurningin hversu þurran maður vill hafa bjórinn). Þetta er látið liggja þarna í ca. klukkutíma (þetta er þó breytilegt, en 60mín er þumalputtareglan), hitinn hækkaður til að stoppa ensímin og svo er þetta skolað. Þetta er örstutta útgáfan af útskýringum á meskingu. Meskingin er það sem býr til sykur úr sterkjunum í korninu. Eftir hana er virtirinn soðinn og humlum bætt út í. Þetta er um það bil jafn einfalt og að baka brauð. Ef þú kannt að fara eftir uppskrift í matreiðslubók kanntu að fara eftir bjóruppskrift.

Þú ferð þá leið sem hentar þér, en mín reynsla er sú að eftir að ég byrjaði að brugga all grain sá ég eftir því að hafa ekki gert það strax í upphafi. Ég byrjaði í extract bruggun (næsta skref fyrir ofan sírópsdósirnar), og þótt það hefði verið fínt sá ég eftir tímanum og peningunum sem ég eyddi í það þegar ég hefði getað gert þetta frá grunni strax í upphafi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by hrafnkell »

Já ok, ég var einmitt að pæla hvernig fólk fer að því að halda hitanum stöðugum í klukktíma. Kæliboxið skýrir það þá :)

Þú ert búinn að hita alvarlega upp í mér með því að prófa að gera bjór frá grunni. Er það rétt skilið hjá mér að gróflega eru þetta skrefin:
  • Finna uppskrift til að fara eftir
  • Ná "leginum" upp í 63-70 gráður (beiskari og sterkari nær 63 gráðum, mildari og áfengisminni nær 70 gráðum)
  • Halda leginum í þessum hita í 60mín með korni og malti í (kælibox)
  • Skola hráefnin í til að ná öllum sykri úr (sparging)
  • Sjóða allt klabbið í 60mín og bæta humlum á réttum tímapunktum
  • Kæla löginn eins hratt og maður getur (lögurinn heitir væntanlega vort á þessu stigi eða hvað?)
  • Gerja
  • Setja á flöskur

Eða hvað?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by Eyvindur »

Já, þú ert með skrefin nokkurn veginn á hreinu (þó er góð hugmynd að lesa sér meira til eða finna kennslumyndbönd á netinu). En ég vil benda þér á eitt tvö atriði...
Ná "leginum" upp í 63-70 gráður (beiskari og sterkari nær 63 gráðum, mildari og áfengisminni nær 70 gráðum)
Þetta hefur lítið með áfengismagn og beiskju að gera, bara fyllingu og sætu. Því hærri sem hitastigið er, því minna gerjanlegur verður virtirinn, og þar af leiðandi sætari (og jú, væntanlega ögn minna áfengur, en munurinn er ekki teljanlegur). Því lægra sem hitastigið er, því þurrari verður bjórinn. Humlarnir ráða beiskjunni og magnið af korninu ræður mestu um áfengismagnið.

Svo vil ég benda þér á að korn og malt er það sama. Maltað korn...

En já, þú skilur þetta alveg rétt með ferlið. Ég mæli með http://www.howtobrew.com ... Stórgóð skyldulesning.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Hlynur
Villigerill
Posts: 10
Joined: 17. Aug 2009 02:46

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by Hlynur »

Snilldar þráður! Ég fékk þvílíkan áhuga á að byrja á þessu í sumar en datt aðeins út eftir að ég missti af byrjendanámskeiðinu í ágúst.

Ég er rosalega forvitinn að vita meira um partial meskinguna sem kristfin talar um. Hann talaði um möguleikann á minni ílátum, ég á sjálfur 15 lítra pott sem ég yrði dauðfeginn að geta notað í prófanir í staðinn fyrir að leggja út fyrir 30+ lítra stálpotti svona til að byrja með.

Af hverju eru menn annars að nota svona stór ílát almennt, finnst þeim of mikið tilstand að gera þetta fyrir minna batch ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerð fyrir nískupúka + nýgræðlingaspurningar

Post by Eyvindur »

Ég myndi ekki nenna að standa í meskingu og öllu standinu fyrir minna en 20l. Reyndar tekur þetta auðvitað mun styttri tíma eftir því sem skammturinn er minni, þar sem tíminn sem fer í að hita vatn og ná upp suðu er jú drjúgur hluti af þessu. Samt finnst mér varla taka því fyrir minna, en það er bara ég.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply